February 8

Fjarnámskeið í stærðfræði fyrir 6.-10. bekk

0  comments

Í gegnum tíðina hafa margir haft samband við mig og falast eftir stærðfræðiaðstoð eða einkakennslu.  Þörfin á slíkri þjónustu er mikil, ekki síst úti á landi þar sem færri úrræði eru til staðar.

En nú verður breyting á.

More...

Betra nám býður nú upp á vandað fjarnámskeið í stærðfræði fyrir 6.-10. bekk, í samstarfi við Halldór Þorsteinsson, stærðfræðikennara.

Við höfum starfað saman í nokkur ár, en Halldór er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum auk þess sem hann er með kennsluréttindi frá HÍ.

Hann hefur starfað við stærðfræðkennslu í rúmlega 5 ár, með nemendum sem margir hverjir hafa glímt við mikla og djúpstæða stærðfræðiörðugleika.

Samanlagt höfum við því unnið með nemendum sem glíma við námsörðugleika í rúm 15 ár.

Einföld nálgun

Við lofum vönduðu efni sem henta mun breiðum hópi nemenda, ekki síst þeim sem átt hefur erfitt uppdráttar, s.s. nemendum með lesblindu og athyglisbrest.  Námsefnið er sett fram með mjög myndrænum hætti og er markvisst leitast við að lágmarka lesefni.

Námskeiðið er fjarnámskeið sem greitt er fyrir mánaðarlega, og er það sérstaklega hannað fyrir spjaldtölvur og síma í huga.  Nemandi kemst því hvar og hvenær sem er í kennsluefnið.  Segja má að námskeiðið sé þinn eigin einkakennari, nema ódýrara.

Námskeiðið er spjaldtölvuvænt

Almenn brot og algebra eru gríðarlega mikilvægur þáttur í stærðfræðinámi hvers nemanda sem sést vel á því að þau eru viðfangsefni frá 5.-10. bekk í grunnskóla, en einnig eru þau kennd sem hluti af Stæ 102 í framhaldsskólum (Algebru).

Því má bæta við að algeng orsök þess að nemendur lenda í erfiðleikum í framhaldsskóla er einmitt veikur grunnur þegar kemur að því að vinna með almenn brot.

Námskeiðið er kjörin leið til að tryggja árangur í almennum brotum, það er alls ekki nauðsynlegt að glíma við stærðfræðiörðugleika af neinu tagi.  Að sjálfsögðu leggjum við upp með það að námskeiðið henti þeim sem þurfa á einkakennslu eða stærðfræðiaðstoð að halda, framsetningin er myndræn og hentar þeim nemendum vel sem eiga erfitt með að skilja lesin fyrirmæli


Tags

algebra, almenn brot, einkakennsla, einkatímar, stærðfræðinámskeið


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>