April 28

Ókeypis lesblindugreining?

Grunar þig að barnið þitt sé með lesblindu?  Gengur lestrarnámið illa og finnst þér eins og eitthvað hljóti að vera að?  Prófaðu ókeypis lesblinduskimun og sjáðu hversu líklegt það er að barnið sé með lesblindu.


Lesblinda birtist í ótal myndum og oft getur verið erfitt að átta sig á því hversu djúpt vandinn ristir.  Líklegt er að 20-30% nemenda glími við lestrarörðugleika, og því er ljóst að lestrarnámið gangi illa eða brösulega hjá þúsundum íslenskra barna.

Einn af hverjum tíu segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu í námi. Því meira sem lestrarörðugleikar hamla frammistöðu í námi því meiri eru kvíðatengd einkenni. Þetta er niðurstaða könnunar á tæplega ellefu þúsund nemendum á unglingastigi og fjallað var um á Rás1, 4. apríl 2022.

Einkenni lesblindu

Einkenni lesblindu geta verið mörg og mismunandi.   Þau eru breytileg milli einstaklinga og geta jafnvel verið mis áberandi milli daga.

Því lesblinda er í raun breytilegt ástand, það sem við köllum lesblindu er samansafn einkenna sem lesandinn sýnir þegar hann les.

Algeng einkenni eru t.d.
✅Stafaruglingur
✅Hægur, hikandi lestur
✅Lítið úthald og mótþrói við lestur
✅Stafaspeglun og slök stafsetning

Lesblindugreining

Foreldrar geta farið fram á lesblindugreiningu skv. LOGOS greininarprófinu, en það fer sjaldnast fram fyrr en í 4. bekk hið fyrsta.  Mörgum finnst það fullseint, þar sem nemandinn hefur þá strögglað árum saman og situr oft uppi með brotna sjálfsmynd, kvíða og fleira sem oft fylgir lestrar- og námsörðugleikum.

Margir nemendur fara hægt af stað í lestri og geta átt erfitt uppdráttar til að byrja með, en það þýðir ekki að lesblinda sé orsökin.  Oftast eru þá einkennin mildari og barnið "skorar" því ekki nógu mörg stig á lesblinduprófi ef svo má segja.

Þessi börn mega ekki gleymast, þau þurfa hjálp eins og aðrir þótt einkennin séu mildari.  Ástæðan er ekki síst tilfinningaleg, þar sem lestrarörðugleikar geta haft mikil áhrif á andlega líðan barna.

Ókeypis lesblinduskimun á 3 mínútum?

Ég hef útbúið lesblinduskimun sem þú getur tekið án endurgjalds.  Fyrirvarinn er sá að þetta er skimun, ekki eiginlegt lesblindupróf og kemur ekki í staðinn fyrir slíka greiningu.

Tilgangurinn helgar samt meðalið, því ég hvet alla foreldra sem eiga börn sem gengur illa að ná tökum á lestrinum, að óska eftir greiningu í skólanum fyrr en síðar.

Persónuleg greining

Þú færð persónulega niðurstöðu með ráðleggingum, og er það von mín að þessar upplýsingar muni reynast ykkur fræðandi og upplýsandi.

Lesblinduskimunin reiknar einnig út líkur á því að um lesblindu sé að ræða.  Þannig sjáið þig hversu mikil líkindi eru með einkennum barnsins þíns og algengum lesblindueinkennum.

Smelltu hér til að taka prófið.


Tags

dyslexia, lesblinda, lesblindugreining, Lesblinduskimun, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun, Lestur, LOGOS


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

  • Sæll tekur þú að þér að þjálfa 14 ára dreng með ADHD, einhverfu og örugglega lesblindu (eins og mamma sín 😉 ?

  • {"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
    >