STÆRÐFRÆÐI FYRIR 7.-10. BEKK
ÁTTU UNGLING SEM ÞARF HJÁLP Í STÆRÐFRÆÐI?
stærðfræðina í lag fyrir haustið- 30% afsláttur!
"Game changer!"
Foreldri um stærðfræðinámskeiðið
VIÐ SKILJUM ÞIG!
Þess vegna hönnuðum við lausn frá grunni sem er einföld, skilar árangri og er hagkvæmari en einkatímar.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar best í eftirfarandi aðstæðum:
Vantar grunn?
Við hönnuðum námskeiðin með nemendur í huga sem standa tæpt, eða hafa dregist aftur úr. Nemandinn nær góðum tökum á lykilefni sem skiptir sköpum fyrir framhaldið.
Viltu forskot?
Á námskeiðunum förum við í lykilatriði stærðfræðinnar í 7.-10. bekk. Yngri nemandi fær þannig dýrmætt forskot sem mun nýtast vel þegar stærðfræðin þyngist.
Á leið í framhaldsskóla?
Fyrir nemanda í 10. bekk eða á leið í framhaldsskóla er námskeiðið dýrmætur skóli. 30-50% fall er í upphafsáfanga í framhaldsskóla, sem skýrist af veikum grunni úr grunnskóla.
Athugið!
Námskeiðið er ekki hugsað fyrir nemendur sem leita skyndilausna, eða þurfa einungis aðstoð með tiltekið, afmarkað efni. Fyrir þá hentar einkakennsla e.t.v. betur. Námskeiðin eru fyrir nemendur sem vilja byggja upp góða færni í stærðfræði með því að fá kennslu frá grunni.
Nemandi sem hefur dregist aftur úr eða vantar grunn, á ekki margra kosta völ. Úrræðin geta verið sundurlaus og mjög kostnaðarsöm. Fyrir nemanda sem hefur dregist aftur úr, þarf lausnin að virka eins og færiband. Fyrir þennan nemanda, er slík lausn gulls í gildi. Þú hefur nú fundið slíka lausn.
- kolbeinn sigurjónsson, betra nám

Sigríður | móðir nemanda
"Úr 2 í 7!"
Með ykkar hjálp tosuðum við dóttur okkur úr 2 í 7 í stærðfræði í vor, svo hún flaug inn í skólann sem hana langaði í. Takk fyrir okkur!
Líklega eina úrræðið sem er hannað frá grunni til að koma illa stöddum nemanda á flug í stærðfræðinni
Ef þú átt ungling sem hefur baslað í stærðfræði um langa hríð, þá er skýringin líklega sú að hann vantar betri grunn. Nemanda sem vantar grunn, hefur í raun dregist aftur úr.
Hann skortir því forsendur til að skilja flóknari stærðfræði
Hentar námskeiðið þínu barni?
Já, ef grunnurinn er slakur eða barnið hefur hreinlega dregist aftur úr. Einkenni þess geta t.d. verið: Nemandinn kvartar undan kennaranum
Nemandinn á erfitt með að læra nýtt efni
Nemandinn "gleymir" fljótlega því sem var kennt
Nemandanum finnst kennarinn fara of hratt yfir
"Game changer!"
Foreldri um námskeiðið

Stærðfræðinámskeið sem virka
Kennsluformúlan að baki námskeiðunum byggir á einfaldri hugmyndafræði sem virkar.
Við kennum barninu þínu - svo þú þurfir þess ekki.
Við byrjum á byrjuninni
Nemandi með veikan grunn þarf tækifæri til að bakka. Við byrjum á byrjuninni því það er eini staðurinn sem við getum 100% byggt framhaldið á.
Samfellt efni í réttri röð
Við förum ekki úr einu í annað. Við kennum lykilefni grunnskólastærðfræðinnar frá A-Ö. Efninu er raðað í samfellda röð sem tryggir að nemandinn er ávallt tilbúinn í næsta hluta.
Lausnarmyndbönd
Öllum æfingadæmum fylgja lausnarmyndbönd. Nemandinn strandar því aldrei, því hann getur séð hvert einasta dæmi leyst af kennara.
NÁMSKEIÐIÐ VIRKAR - ÞESS VEGNA ÁBYRGJUMST VIÐ ÁRANGURINN!
Með því að fylgja einfaldri kennsluformúlu, mun barnið þitt ná árangri hjá okkur.
Ef ekki, þá endurgreiðum við þér námskeiðið! (*)
* Ef svo ólíklega vill til að efnið hentar ekki barninu þínu þá færðu námskeiðið endurgreitt. Við bjóðum 100% endurgreiðsluábyrgð. Þú þarft bara að senda okkur tölvupóst innan 30 daga frá skráningu og við endurgreiðum þér námskeiðið - án allra spurninga.
"Einstaklega skýrt!"
Upptökurnar, útskýringarnar og dæmin sem sett eru upp á námskeiðinu eru einstaklega skýr og mjög vel farið í gegnum öll atriði.
Amma nemanda
Þetta hefur gengið mjög vel og við erum svo ánægð að hafa skráð hana hjá ykkur. Henni finnst þetta skemmtilegt og hefur verið dugleg, farið til baka til að rifja upp ef eitthvað stendur í henni, eins og á að gera.
Hún er orðin miklu öruggari og betur stödd í stærðfræðinni og þetta á eftir að koma henni til góða, það er ekki spurning.
Frábært miðað við okkar reynslu!
LYKILLINN AÐ ÁRANGRI
Fyrir 7.-10. bekk
Námskeiðið hentar bæði til að styrkja einstaka þætti, eða læra efnið vel frá grunni.
Allt í röð
Fullkomin samfella námsefninu er forsenda fyrir árangri og tryggir að nemandinn strandar aldrei því hann tengir við það sem hann lærði áður.
Stutt kennslumyndbönd
Engar langlokur! Kennslumyndbönd eru stutt og ítarleg. Við kennum bara eitt í einu, á mannamáli. Við útskýrum líka flókin stærðfræðihugtök svo auðvelt er að skilja.
Allt efni leyst af kennara:
Öll æfingadæmi eru leyst af kennara svo nemandinn getur alltaf lært af mistökum sínum. Lausnarmyndböndin eru afar stutt og hafa mikið kennslugildi.
Einföld framsetning - Meiri árangur
Í stærðfræðinámi gildir að skilja efnið sem á undan er komið. Nemandi með gloppóttan skilning á erfitt með að skilja útskýringar kennarans.
Nemandi sem dregist hefur aftur úr hefur ekki forsendur til að skilja einkakennara. Sé ekki gripið inn í þetta ferli, mun spilaborgin hrynja fyrr eða síðar.
KENNSLUFORMÚLA SEM VIRKAR!
Að læra stærðfræði er í sjálfu sér einfalt. Eins og að læra tungumál.
Við byrjum á byrjuninni, og tökum eitt skref í einu.
6 lyklar að árangri
Árangurinn byggir á því að byrja á efni sem nemandinn skilur. Sérsamið kennsluefni okkar myndar samfellu svo engu er sleppt sem skiptir máli.
Hugtakamyndbönd
Margir leiðbeinendur gera þau mistök að að nota stærðfræðihugtök þegar þeir kenna, og gera ráð fyrir því að nemandinn skilji þau. Þess vegna útskýrum við alltaf ný hugtök í sérstökum hugtakamyndböndum, svo nemandinn skilji hugtökin sem kennarinn notar í útskýringunum.
Lausnarmyndbönd
Þegar nemandi getur ekki leyst dæmi, þá strandar hann. Þess vegna fylgja lausnarmyndbönd með öllum dæmum, þar sem nemandinn getur horft á kennara leysa dæmið skref fyrir skref. Enginn nemandi strandar á námskeiði hjá okkur.
Stutt myndbönd
Önnur algeng mistök er að hafa kennslumyndböndin of löng, jafnvel 5-10 mínútur. Nemendur með athyglisbrest (ADHD) eiga gjarnan erfitt með stærðfræði, og því eru löng kennslumyndbönd alls ekki það sem þeir þurfa.
100% samfella
Bil eða stökk á milli efnishluta er hættulegt fyrir nemanda sem stendur tæpt. Við höfum algjöra samfellu í öllu efni, og tryggjum þannig að nemandinn komist alltaf áfram, jafnvel einn og óstuddur.
Þjálfun
Oft fylgja engin æfingadæmi sýnikennslu. Eigi nemandinn að öðlast færni og sjálfstraust, þarf hann að geta reiknað sjálfur. Þess vegna fylgja sérsamin æfingadæmi með hverjum kafla hjá okkur.
Kennum eitt í einu
Þetta er eitt mikilvægasta atriðið í góðri stærðfræðikennslu...og mörgum leiðbeinendum sést oft yfir. Við kennum bara eitt í einu, útskýrum það vel og sjáum til þess að nemandinn öðlist skilning og færni í hverjum hluta fyrir sig.
"Sjáum stóran mun!"
Dóttir mín var orðin á eftir í stærðfræði og fannst erfitt að skilja nýjar aðferðir sem útskýrðar voru á venjulegan hátt. Henni fannst mjög spennandi að læra á þennan hátt.
Að fá sýnikennslu í tölvunni sem hún gat horft á aftur og aftur þangað til að hún skildi.
Við sjáum stóran mun á henni, hún er komin með áhuga á stærðfræði og finnst hún oft skemmtileg. Við þökkum kærlega fyrir okkur!
"Sló í gegn!"
Almennu brotin slógu algjörlega í gegn og hér var sko beðið eftir því að nýtt efni kæmi á vefinn! Það var afar ánægjulegt að sjá krakka hreinlega velja að reikna - ánægjunnar vegna - heldur en að gera eitthvað annað.
Ég er þess fullviss að námskeiðið á stóran þátt í jákvæðu hugarfari nú í upphafi skólaárs. Takk kærlega fyrir okkur!

Tengir þú við þetta?
Reyndir námskeiðshöfundar

Kolbeinn Sigurjónsson
lesblinduráðgjöf
Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004 og sérhæft sig í úrræðum tengslum lestrar- og stærðfræðiörðugleikum. Kolbeinn tók virkan þátt í innleiðinu Davis lesblinduaðferðanna á Íslandi og hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir fjölda fræðslumiðstöðva.

Halldór Þorsteinsson
stærðfræðikennari
Halldór er viðskiptafræðingur og stærðfræðikennari til langs tíma. Halldór hefur sérstöðu þegar kemur að því að kenna nemendum með lítinn grunn í stærðfræði og brotna skólagöngu. Kennslustíll Halldórs er einstakur kennari, hann útskýrir flókna hluti á mannamáli og gætir þess ávallt að kenna allt frá grunni. Kennsluefni námskeiðanna bera þess sannarlega merki.
KENNSLUFORMÚLA SEM VIRKAR
"Stærðfræðin gengur mun betur!"
Þetta hefur gengið vonum framar og ég finn að sonur minn hefur líka styrkst mikið í öðrum þáttum stærðfræðinnar vegna námskeiðsins.
Stærðfræðin gengur mun betur en í fyrra, svo er þetta svo góð upprifjun fyrir mig. Kærar þakkir fyrir gott námskeið!
"Einstaklega skýrt!"
Upptökurnar, útskýringarnar og dæmin sem sett eru upp á námskeiðinu eru einstaklega skýr og mjög vel farið í gegnum öll atriði. Takk fyrir okkur!
Faðir
Gekk frábærlega!
Námskeðið gagnaðist mínu barni alveg frábærlega við erfiðeikum í stærðfræðináminu. Takk!
Kaupaukar að upphæð kr. 24.800.-!
Bara þessir kaupaukar gera það að verkum að námskeiðið er í raun frítt!

Allt um grunnaðgerðir, kr. 9.900.-
Mikilvægar grunnaðgerðir eru útskýrðar ofan í kjölinn.
Hér kennum við á mannamáli hvernig við vinnum með samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu stórra talna.

Allt um rúmfræði, kr. 14.900.-
5 ítarlegir efnishlutar um rúmfræði.
Nákvæm kennslumyndbönd með æfingadæmum og lausnum ásamt ítarlegum lausnarmyndböndum. Við lærum allt það mikilævægasta um horn, þríhyrninga, Píþagóras, Einshyrnda þríhyrninga og hringi.
Nýtt efni vikulega meðan á námskeiði stendur
Aðgangur helst opinn að öllu efni meðan áskrift er virk
Þú stjórnar áskriftartímanum og lokar áskrift þegar þér hentar
30 daga endurgreiðsluábyrgð!
Engin áhætta! Við bjóðum þér 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu. Ef námskeiðið stendur ekki undir væntingum þarftu bara að senda okkur tölvupóst innan 30 daga frá skráningu og við endurgreiðum þér skráningargjaldið að fullu!
30% AFSLÁTTUR
Raunverulegt úrræði fyrir svipaða upphæð á mánuði og einn stakur einkatími getur kostað!
allt um almenn brot
2 hlutar vikulega í 7 vikur og aðgangur að öllu efni þar til áskrift er lokað.
Aukanámskeið að verðmæti 24.800.-
8.330/mán
11.900/mán
allt um algebru
2 hlutar vikulega í 12 vikur og aðgangur að öllu efni þar til áskrift er lokað.
Aukanámskeið að verðmæti 24.800.-
8.330/mán
11.900/mán
ALLUR PAKKINN
4 hlutar vikulega og aðgangur að öllu efni þar til áskrift er lokað.
Aukanámskeið að verðmæti 24.800.-
12.530/mán
23.800
/mán
allt um almenn brot
Aukanámskeið að verðmæti 24.800.-
20.930.-
29.900.-
allt um algebru
Aukanámskeið að verðmæti 24.800.-
20.930.-
39.900.-
ALLUR PAKKINN
Aukanámskeið að verðmæti 24.800.-
48.930.-
69.900.-
Engin áhætta. 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa á 30 daga fresti þar til sagt upp, sjá skilmála.
EFNISTÖK
Allt um almenn brot
14 kennsluhlutar
EFNISHLUTAR

Lykilhugtök
Samlagning
Frádráttur (samnefnd)
Styttingar
Fullstyttingar
Óeiginleg brot
Blandnar tölur
Samnefnari
Lengingar
Heill
Margföldun brota
Deiling brota
Krossstyttingar
Brotabrot
Veldu skráningarleið »
Allt um algebru
24 kennsluhlutar
EFNISHLUTAR

Grunnur
Líkir liðir
Liðastærðir
Röð aðgerða
Einföldun liðastærða
Svigar 1
Svigar 2
Gildi stæðu
Svigamargfeldi
Þáttun – Grunnur
Þáttun 1
Veldi og veldareglur
Jöfnur – Grunnur
Jöfnur – Með svigum
Jöfnur – Með brotum
Jöfnur – Krossmargföldun
Jöfnur – Svigar og brot
Veldi – Negatív
Rætur og brotin veldi
Stæður
Þáttun 2
Þáttun 3– Með svigum
Algebrubrot
Jöfnuhneppi – Tvær óþekktar
Veldu skráningarleið »
Áskrift: Nýtt efni vikulega og aðgangur opinn meðan áskrift er virk eða þar til lokað af notanda.
Allt efnið í einu: Ein greiðsla og fullur aðgangur að öllu efni strax. Aðgangur er virkur í 3 mánuði fyrir Allt um almenn brot og 3 mánuði fyrir Allt um algebru.
Hugtakamyndband - Sýnidæmi
Oft má rekja erfiðleika í stærðfræði til þess að nemandinn skilur stærðfræðihugtökin ekki nægilega vel.
Við gætum þess ávallt að byrja ekki á nýju efni nema útskýra fyrst veigamikil hugtök sem efnið byggir á.
"Sjáum stóran mun!"
Dóttir mín var orðin á eftir í stærðfræði og fannst erfitt að skilja nýjar aðferðir sem útskýrðar voru á venjulegan hátt. Henni fannst mjög spennandi að læra á þennan hátt.
Að fá sýnikennslu í tölvunni sem hún gat horft á aftur og aftur þangað til að hún skildi.
Við sjáum stóran mun á henni, hún er komin með áhuga á stærðfræði og finnst hún oft skemmtileg. Við þökkum kærlega fyrir okkur!