Áttu ungling sem þarf hjálp í stærðfræði eða vantar grunn?
Staðan tæp? Við kennum stærðfræði með ákveðnum hætti sem auðveldar nemandanum að skilja og læra - án erfiðis.
Úrræði fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem þurfa hjálp í stærðfræði

Allir geta lært stærðfræði - eða hvað?
Það er auðvelt að dragast aftur úr í stærðfræði. Á einhverjum tímapunkti hættir nemandinn að skilja og hægt og örugglega breikkar bilið. Loks verður bilið svo mikið að nemandinn gefst upp; sér ekki til lands. Hann hættir að skilja kennarann og getur ekki unnið sjálfstætt né lært heima. Útskýringar og einkakennsla á þessum tímapunkti skila oft litlu því nemandinn hefur ekki forsendur til að skilja útskýringarnar. Sjálfstraustið fer og áhuginn líka. Þá eru góð ráð dýr.
KOLBEINN SIGURJÓNSSON // Betra nám
Sonur minn er lesblindur ásamt því að vera með athyglisbrest/ADHD. Borið hefur á erfiðleikum í vetur í náminu og því skráði ég hann á þetta námskeið.
Honum finnst þetta bara ekkert mál eftir að hafa horft á kennslumyndböndin. Takk fyrir snilldar framsetningu á námsefni!
Ragnheiður
Móðir nemanda
Okkar sérstaða
Jafnvel illa staddur nemandi kemst í gegnum námsefnið, án hjálpar frá foreldri. Já, við kennum barninu þínu svo þú þurfir þess ekki!

Formúlan að árangri er einföld
Eigi nemandi að ná árangri í stærðfræði þarf tvennt að gerast. Í fyrsta lagi þarf kennslan að byrja frá grunni. Það þýðir ekki að kenna efni sem nemandinn hefur ekki forsendur til að skilja. Í öðru lagi þarf næsta skref að koma í rökréttu framhaldi af því sem nemandinn kann fyrir. Röð og samfella efnisins skiptir gríðarlegu máli. Sé þessu fylgt ætti kennslan að ganga vel því nemandinn öðlast forsendur til að læra meira. Færni og sjálfstraust haldast þannig í hendur.
KOLBEINN SIGURJÓNSSON // Betra nám
En er þetta ekki kennt í skólanum?
Efnislega jú. Þetta snýst ekki um hvað er kennt - heldur hvernig er kennt. Jafnvel kennari sem reynir sitt besta hefur ekki tíma til að hjálpa nemanda sem hefur dregist aftur úr og vantar grunn. Áherslan í skólakerfinu er eðlilega á efni líðandi stundar og því er erfitt - ef ekki ómögulegt - að koma til móts við nemanda sem þarf að bakka langt aftur og fá ítarlega kennslu frá byrjun. Til þess er einfaldlega hvorki tími né mannafli í skólanum.
Nemandinn stjórnar hraðanum og álaginu. Engin tímafrek skylduverkefni eða próf. Stutt kennslumyndbönd á mannamáli sem auðvelt er að skilja.
Kennsluformúlan okkar virkar vel fyrir illa stadda nemendur eða þá sem hafa misst mikið úr. Námskeiðið virkar eins og færiband sem tryggir framfarir.
Vikulegir einkatímar kosta tugi þúsunda á mánuði og gera oft lítið fyrir illa stadda nemendur sem vantar forsendur til að nýta sér kennsluna.
Ummæli ánægðra viðskiptavina er besta hrósið:
Markmið okkar var frá byrjun að hanna námskeið sem setur nemandann í fyrsta sæti.
"GAME CHANGER!" - FORELDRI
Hulda Katla
Móðir nemanda
"HEFUR GENGIÐ VONUM FRAMAR"
Þetta hefur gengið vonum framar og ég finn að sonur minn hefur líka styrkst mikið í öðrum þáttum stærðfræðinnar vegna námskeiðsins.
Stærðfræðin gengur mun betur en í fyrra, svo er þetta svo góð upprifjun fyrir mig.
Kærar þakkir fyrir gott námskeið!
Olga
Móðir nemanda
"VIÐ ERUM MJÖG ÁNÆGÐAR MEÐ NÁMSKEIÐIÐ!"
Hæ hæ! Það gengur vel hjá dömunni og hún er að vinna þetta á góðum hraða.
Mér finnst þetta henta henni mjög vel. Hún biður mig sjaldan um hjálp lengur, vinnur þetta bara sjálf og fer yfir.
Í skólanum vantar ýmislegt inn í hjá henni því hún hefur oftast dregist aftur úr. Hún hefur fengið sérkennslu þar sem þau geta unnið hægar en í bekk.
Við erum mjög ánægðar með námskeiðið!
Eyþór Árni Sigurólason
Fullorðinn nemandi
"FRÁBÆRT NÁMSEFNI OG ÞAKKA YKKUR FYRIR AÐ HAFA BÚIÐ ÞETTA TIL"
Sælir! Það er ekki auðvelt að viðurkenna það en ég er 35 ára gamall og er að stunda fjarnám í verkmenntaskólanum á Akureyri í meistaranámi.
Ég skráði mig til að rifja upp allt og finna það sem er að hjá mér í stærðfræðinni,
Ég hef alla tíð átt erfitt með stærðfræði og vonaði að námið ykkar muni létta mér róðurinn í gegnum stærðfræðina,
Það sem ég er búinn að sjá af þessu er frábært námsefni og ég þakka ykkur fyrir að hafa búið þetta til þið eruð eflaust búnir að hjálpa mörgum krökkum í gegnum ómögulega tíma.
Það er gott að vita af þessu þegar guttinn minn byrjar í stærðfræði.
Með fyrir fram þökk!!
námskeiðin
Þetta eru úrræðin okkar!
Þú velur það námskeið sem best hentar þínu barni. Öll námskeið fylgja sömu vinningsformúlunni: Við kennum aðeins eitt í einu, og byrjum á byrjuninni. Við leiðum nemandann áfram skref fyrir skref - og sleppum engu. Þannig öðlast nemandinn djúpan skilning á efninu, færni og öryggi sem hægt er að byggja á.
VÖNDUÐ FJARNÁMSKEIÐ FYRIR 7.-10. BEKK
Allt sem skiptir máli á einum stað. Einfalt í notkun og hagkvæmara en einkatímar.
Námskeiðið inniheldur:
- Hugtakamyndbönd
- Kennslumyndbönd
- Dæma- og lausnarblöð
- Lausnarmyndbönd
Námskeiðið inniheldur:
- Hugtakamyndbönd
- Kennslumyndbönd
- Dæma- og lausnarblöð
- Lausnarmyndbönd
Námskeiðið inniheldur:
- Hugtakamyndbönd
- Kennslumyndbönd
- Dæma- og lausnarblöð
- Lausnarmyndbönd
Ekki enn viss? Hér eru fleiri umsagnir frá ánægðum foreldrum:
"....önnur nálgun...."
"Ég mátti til með að óska ykkur til hamingju með þetta námskeið. Myndböndin eru framúrstefnuleg og lífleg og nálgast nemendur á annan hátt en ég hef séð fyrr."
Fjalar
Eðlis- og stærðfræðikennari
"úr 2 í 7!"
Með ykkar hjálp tosuðum við dóttur okkur úr 2 í 7 í stærðfræði í vor, svo hún flaug inn í skólann sem hana langaði í. Takk fyrir okkur!
Sigríður
móðir
"MJÖG SPENNANDI AÐ LÆRA"
Dóttir mín var orðin á eftir í stærðfræði og fannst erfitt að skilja nýjar aðferðir sem útskýrðar voru á venjulegan hátt. Henni fannst mjög spennandi að læra á þennan hátt.
Við sjáum stóran mun á henni, hún er komin með áhuga á stærðfræði og finnst hún oft skemmtileg. Við þökkum kærlega fyrir okkur!
Birna
móðir nemanda
Höfundar
Námskeiðið er samið af Kolbeini Sigurjónssyni, lesblinduráðgjafa og stofnanda Betra nám, og Halldóri Þorsteinssyni, reyndum stærðfræðikennara.
Í stað þess að semja efni fyrir tiltekinn aldur, hönnuðum við efnið frá a-ö, eins og færiband.
Þannig kemst nemandinn í gegnum allt efnið, án aðstoðar, jafnvel þótt hann sé illa staddur.
Skráðu þig okkar og við sendum þér nánari upplýsingar

Skráðu þig og fáðu skilning á því hvers vegna unglingurinn þinn baslar í stærðfræði.
Hvert eigum við að senda lausnina?
Engin skuldbinding. Þú getur afskráð þig úr póstlista Betra nám hvenær sem er.