
Um höfundinn
Kolbeinn Sigurjónsson lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004. Kolbeinn hefur sérhæft sig í úrræðum tengdum námsörðugleikum og hefur sinnt þjálfun, kennslu og ráðgjöf um árabil.

Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.







10 mínútna upprifjun - fyrir heilann
Nokkurra mínútna upprifjun getur komið í veg fyrir að þú gleymir því sem þú lærðir nýlega. Þú munt líka skilja efnið betur og nýja efnið framundan verður auðveldara viðfangs!
3 ástæður til að rifja strax upp
1. Þú manst meira
Upprifjunin þvingar heilann til að sækja aftur upplýsingar sem annars myndu gleymast.
2. Þú skilur betur
Þegar þú rifjar upp þá skilur þú efnið enn betur en þú gerðir þegar þú sást það síðast.
2. Þú verður klárari
Upprifjun styrkir grunninn og auðveldar þér þannig að skilja nýtt efni betur.
Ég mæli með að halda öllum útreikningum til haga á einum stað, þú getur t.d.:
Skrifað dæmin upp og reiknað í sérstaka reikningsbók
Prentað dæmablöðin út og reiknað á þau. Safnaðu blöðunum í möppu.