Glósutækni
Glósuskólinn
Lærðu að glósa með traustum og einföldum aðferðum sem minnka álag og auka árangur.
Öflug námstækni sem minnkar álag, streitu og bætir árangur.
Lærðu allt um hugarkort, glósutæknina sem heilinn elskar!
Engin áhætta - 30 daga ábyrgð
Frábært námskeið sem ég vildi óska að ég hafi fundið fyrr. Er nýlega greind með adhd og hef ég aldrei lært námstækni fyrr en nú. Hef verið mjög óskipulögð og kvíðin fyrir öllum prófum… og háskólaganga mín gengið brösulega. Nú er ég í fyrsta skipti spennt að læra og hlakka til að nýta nýju námstæknina sem ég er búin að læra 😁
Lengdin á myndböndunum var fullkomin. Nægilega stutt svo athyglin hélst út allt myndbandið og frábært að geta merkt við hvern kafla og séð í prósentu hvað maður er kominn langt. Virkilega hvetjandi.
Er að læra fyrir inntökupróf í sjúkraþjálfun og sé ég fyrir mér að nota glósutæknina fyrir öll fögin sem eru til prófs.
Mér fannst námskeiðið mjög gagnlegt og það var ekkert sem fór í taugarnar á mér. Takk fyrir að deila þessu námskeiði með okkur, að mínu mata er mikil þörf á svona námskeiði. Mér fannst gæðin mjög góð, röddin áheyrileg og hver kafli af réttri lengd.
Það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig að læra undir próf, þar sem ég veit aldrei hvar ég á að byrja og enda á því að glósa of mikið og beint upp úr glósum/glærum kennarans. Týpískur páfagaukalærdómur. En með því sem ég lærði af myndböndunum, er ég handviss um að það komi til með að nýtast mér vel í námi hér eftir. Takk!
Innihaldið var frábært og lengd myndbandanna hélt manni við efnið. Ég var í svolitla stund að koma mér inn í "sónið" ef svo má segja. Mér fannst myndirnar trufla til að byrja með, en því fleiri myndbönd sem ég horfði á, þá vandist ég myndunum.
Ég hef aldrei tileinkað mér þessa námstækni á öllum mínum skólaferli. Eins og ég sagði hér fyrir ofan, þá glósa ég beint upp úr glósum kennarans og skil ég því aldrei það sem ég "læri".
En mikið hlakka ég til að nýta mér hverja tækni fyrir sig og vonandi fara að finna fyrir árangri í námi.