Lesblindusetrið er til húsa í Kjarnanum, Mosfellsbæ og býður upp á lesblindumeðferð með svokallaðri Davis-aðferð. Einnig eru hjá Lesblindusetrinu haldin hraðlestrarnámskeið fyrir börn.
More...
Kolbeinn Sigurjónsson er Davisráðgjafi: „Davis-námskeiðin eru ætluð bæði börnum og fullorðnum semglíma við lesblindu eða tengda námsörðugleika, en fólk á aldrinum 6 til 65 ára hefur leitað til Lesblindusetursins til meðferðar,“ segir Kolbeinn.Davis-aðferðin, eða Davisleiðrétting, er kennd við Ron Davis sem þróaði þjálfunarkerfi til að hjálpa fólki að ná tökum á lesblindu.
Upphaf aðferðanna má rekja aftur til 1980 en hún barst fyrst hingað tillands árið 2003: „Áður en meðferðhefst fer fram ítarlegt viðtal þar sem lagt er mat á hvort og hvernig þjálfunin getur nýst þeim sem leitar aðstoðar,“ segir Kolbeinn.
„Um er aðræða nokkuð umfangsmikið námskeið sem spannar heila viku þarsem nemandinn er einn með leiðbeinanda og í stöðugri þjálfun allandaginn.“
Kolbeinn segir best mega lýsaDavis-aðferðinni þannig að hún byggist á styrkleikum nemendanna frekar en veikleikum: „Þjálfunin liggur því oft vel fyrir nemendum oglæra þeir meira fyrir vikið á skemmri tíma,“ segir Kolbeinn.
„Lesblindu fylgja iðulega hæfileikar eins og gott ímyndunarafl og ríksköpunargáfa, enda finna lesblindir sig oft vel í verklegum greinum. Davis-leiðrétting byggist á þessari staðreynd og er leirinn helsta verkfærið á námskeiðinu, en með því að notast ekki við blað og blýant má segja að eitt stærsta vandamálið sé tekið úrmyndinni. Byrjað er á að fást við erfiðleika tengda einbeitingu, og síðan unnið í gegnum grunntáknin; bókstafi og greinarmerki. Loks er ráðist að orðunum sjálfum.“
Kolbeinn leiðbeinir einnig á hraðlestarnámskeiði fyrir 9–15 ára krakka, en þau námskeið gagnast bæði börnum sem hafa farið í gegnum Davis-meðferð sem og þeim börnum sem eiga ekki við lestrarvandamál að stríða: „Margir sækja hraðlestrarnámskeið á meðan þeireru í framhalds- eða háskóla, en fáir gera sér grein fyrir að börn geta auðveldlega tileinkað sér hraðlestur,“ segir Kolbeinn. „Raunar eru börn svo móttækileg að þau eru oftast mun fljótari en fullorðnir að ná tökum á hraðlestri, og ná yfirleitt betri árangri en fullorðnir.
“Þess má geta að Lesblindusetrið kennir hluta af námskeiðinu Aftur í nám sem nýtur mikilla vinsælda hjá Mími símenntun. Þar er boðið upp á Davis-leiðréttingu sem hluta af námskeiðinu, auk íslenskukennslu og þjálfunar í tölvunotkun.
Þá má vekja athygli á að 22. febrúar næstkomandi flytur Kolbeinn erindi um Davis-aðferðina á fundi foreldrafélaga grunnskólanna á Akureyri.

Kolbeinn Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti1992 og útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands 1995.
Kolbeinn starfaði sem kerfisfræðingur, m.a. hjá Tölvun.Hann hefur starfað sem Davisleiðbeinandi frá árinu 2004. Kolbeinn er kvæntur Guðlaugu Arnardóttur snyrtifræðingi og eiga þau fjögur börn.
Viðtalið birtist í Morgunblaðinu, 21. janúar 2007.