Takk fyrir að vera hér!

Þú ert líklega hér vegna þess að þú átt barn sem glímir við áskoranir í námi.  Námsárangur snýst ekki um gáfur.  Nemandi sem á erfitt uppdráttar skortir ekki greind.  Erfiðleikar í námi snúast oftar en ekki um það að ákveðinn hópur nemenda hugsar öðruvísi en flestir.  Sér hlutina frá öðru sjónarhorni.

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef haft áhuga á því "hvernig við lærum" frá menntaskólaárunum.  Þá sá ég að skólakerfið hentar öðrum hópnum mun betur, þar sem það getur ekki boðið upp á kennsluaðferðir sem henta minni hópnum.

Kolbeinn Sigurjónsson

Upplifði erfiðleika á eigin skinni

Síðar kom að því að ég þurfti að aðstoða eigin börn sem glímdu við lesblindu og ADHD.  Fimm af sex fjölskyldumeðlimum eru annað hvort greind með lesblindu, ADHD eða bæði.  Áhuginn jókst og ég ákvað að læra Davis lesblinduráðgjöf.  Í nokkur ár starfaði ég bæði sem tölvunarfræðingur og við lesblinduráðgjöf.

Betra nám verður til

Davis lesblinduaðferðirnar voru framandi og mætti innleiðingin á Íslandi jafnvel andstöðu úr kennarasamfélaginu.  Það hefur þó breyst.  Í upphafi var einungis um lesblinduráðgjöf að ræða en fljótlega bættust við námskeið í tengslum við stærðfræðiörðugleika og námstækni.

Um mig

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfrækt Betra nám frá árinu 2004 og frá þeim tíma sérhæft sig í úrræðum tengdum lestrar- og stærðfræðiörðugleikum.   Auk einstaklingsráðgjafar hef ég haldið fyrirlestra og námskeið fyrir fjölda fræðslumiðstöðva, s.s. Mími símenntun, Fræðslumiðstöð Suðurlands og Hringsjá auk þess að hafa verið ráðgefandi í ýmsum fjölmiðlum varðandi umræðu um nám og námsörðugleika.

Kolbeinn Sigurjónsson er tölvunafræðingur að mennt og hefur starfað við lesblinduráðgjöf frá árinu 2004, eftir að hafa lært lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association (DDAI).  Kolbeinn tók þátt í að innleiða Davis lesblinduráðgjöf á Íslandi ásamt fleirum og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um nám og námsörðugleika.

Áhugavert efni

Námskeið

Sérhönnuð fyrir nemendur sem þurfa hjálp

Öll námskeið...
  • Öll námskeið...
  • Efni
  • Stærðfræði
  • Minnistækni
  • Námstækni
  • Lestur
  • Annað
  • Aðangshömlur
  • Lokað námskeið
  • Framhaldsnámskeið
  • BN Klúbburinn

Einstakt námskeið til að læra á klukku þar sem foreldri og barn vinna saman með skapandi hætti.

Vídeó/Texti

12 hlutar

Grunnnámskeið

Ólokið

Vandað námskeið í glósutækni fyrir framhalds- og háskólanema. Farið er yfir lestur og úrvinnslu lykilatriða, áhrifaríkar glósuaðferðir og upprifjun fyrir próf.

Vídeó/Texti

35 hlutar

Framhalds- og háskóli

Ólokið

Lærðu að lágmarka lestrarálagið og þar með tíma og orku sem fer í lestur.

Vídeó/Texti

16 hlutar

Framhalds- og háskóli

Ólokið

Lærðu allt um eina öflugustu glósuaðferð sem völ er á, hugarkort. Þú lærir að nota þau rétt svo þau virki sem best.

Vídeó/Texti

19 hlutar

Framhalds- og háskóli

Ólokið

Lærðu að undirbúa þig fyrir próf á skemmri tíma með auðveldari og markvissari hætti. Sjáðu hvernig rétt notkun minnisspjalda getur gert þér kleift að læra fyrir próf með lágmarks lestri - jafnvel án þess að lesa.

Vídeó/Texti

19 hlutar

Framhalds- og háskóli

Ólokið

Námskeið fyrir foreldra barna sem þurfa hjálp í lestri.

Vídeó/Texti

20 hlutar

Foreldranámskeið

Ólokið

>