Fyrsta skrefið

Til hamingju!


Takk fyrir skráninguna á námskeiðið!  Almenn brot reynast mörgum nemendum erfið, og þess vegna er markmiðið okkar í þessu námskeiði einfalt:

Að sýna nemandanum fram á að það er hægt að komast í gegnum alla stærðfræði, meðan kennslan fylgir ákveðinni formúlu.

Veikleikar bekkjarkennslu

Þessir brestir eru oft til staðar í bekkjarkennslu

Veikleikar

  • Of margir nemendur í hóp
  • Lítil athygli frá kennara - erfitt að hjálpa hverjum og einum nemanda
  • Kennari notar ómeðvitað hugtök og fyrirmæli sem nemandinn skilur ekki
  • Farið úr einu efni í annað - bitnar á þjálfun og færni
  • Nemandi fær ekki aðstoð þegar þörf er á - strandar eða gefst upp
  • Nemandi hættir smám saman að skilja efnið - bilið eykst
  • Tímapressa á kennara - mikið námsefni í námsskrá
  • Erfitt að fá aðstoð fyrir eldra efni - kennarinn þarf að halda áfram skv. áætlun
  • Nemandi missir sjálfstraust og áhuga

Niðurstaðan:

Fyrir marga eru þetta kjöraðstæður til að dragast aftur úr og missa af lestinni.  Þegar það gerist er illmögulegt að vinna upp tapaðan tíma og færni.

Kennsluformúlan okkar:

1

Skref 1 - Vönduð kennslumyndbönd

Kennslumyndböndin eru stutt og hntimiðuð.  Við kennum bara eitt í einu og notum einfalt mál.  Við gætum þess að nemandinn skilji alltaf hugtökin sem notuð eru í fyrirmælunum.

2

Skref 2 - Sérsamin æfingadæmi

Æfingadæmin eru sérsamin og í fullu samræmi við kennsluleiðbeiningarnar.  Engin skyndileg þynging eða snúin dæmi sem nemandinn skilur ekki.

3

Skref 3 - Lausnarmyndbönd fyrir öll dæmi

Þetta er lykilatriði og kemur í veg fyrir að nemandinn strandi eða sé háður utanaðkomandi aðstoð.  Ef nemandinn fær ranga niðurstöðu eða þarf hjálp við úrlausn dæma, þá er lausnarmyndbandið alltaf innan seilingar.

Hæ, ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og ég hef starfrækt Betra nám síðan 2004 og síðan þá sérhæft mig í úrræðum tengdum lestrar- og stærðfræðiörðugleikum.

Ég vona sannarlega að þið eigið eftir að hafa bæði gagn og gaman af námskeiðinu.

Gangi ykkur vel!
Kolbeinn Sigurjónsson
Betra nám

>