Að nota námskeiðið

Góðan daginn !

Til hamingju með fyrsta skrefið, að byrja!  Það er auðvelt og þægilegt að nota námskeiðið.   Ég mæli þó eindregið með því að þið farið í gefnum efni námskeiðsins í réttri röð, frá upphafi til enda.

Um efnisvalmyndina

Ath. Myndirnar fyrir neðan eru úr öðru námskeiði, en uppsetningin á efnisvalmyndum er alltaf sú sama.

Smelltu á myndina til að stækka

Forsíðan

Á forsíðu námskeiðsins sérðu efnishluta námskeiðsins sem þú hefur aðgang að. 

Smelltu á myndina til að stækka

Efnisyfirlit

Efnisyfirlitið er staðsett vinstra megin á skjánum.

Ég mæli með því að fara í gegnum verkefnin í þeirri röð sem þau birtast í efnisyfirlitinu.  Þú getur rifjað upp efni þegar þér hentar.

Ath. Skjámyndin sýnir hlutverk valmyndar, en kann að vera úr öðru námskeiði

Að ljúka verkefni

Neðst í hverjum efnishluta (verkefni) finnur þú bláa hnappa.  Þar er hnappur sem merkir hluta sem "lokið".  Smelltu alltaf á hann þegar þú hefur lokið verkefni.

Að merkja verkefni sem "lokið" læsir ekki verkefninu eða lætur það hverfa.  Þú getur alltaf skoðað verkefni aftur þegar þér hentar.  Að merkja verkefni sem "lokið" er eingöngu til að auðvelda þér að sjá hvaða verkefnum þú hefur lokið og hverjum ekki.

Flott, nú ertu klár í næsta skref!

Smelltu á "lokið" hnappinn sem er neðst á síðunni.  Þá opnast næsti hluti sjálfkrafa og þessi kafli fær stöðuna "lokið".  

ATH: Þú hefur alltaf aðgang að efninu, það læsist ekki.  "Lokið" táknar eingöngu að þú hafir farið í gegnum hlutann.

Sýnishorn.

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>