Markmiðið okkar

Flott !

Nú leggjum við línurnar fyrir næstu daga.  Skoðum fyrst markmiðið með námskeiðinu og hvernig mismunandi nemendur fá mismunandi útkomu.

Námskeiðið er stutt og það tekur bara nokkrar mínútur að ljúka hverjum dagshluta.

Staða og aldur nemanda spilar auðvitað stórt hlutverk, en það að nemandinn komist auðveldlega í gegnum efnið þýðir alls ekki að hann ætti að sleppa því.

Við hverju megið þið búast?

1

Staða 1 - Illa staddur nemandi 

Þessi nemandi stendur tæpt eða hefur dregist aftur úr.  Hann mun læra nýja hluti, eða loksins skilja það sem hann skildi ekki áður.  Jákvæð upplifun mun auka sjálfstraust nemandann því hann bæði skilur og getur.

2

Staða 2 - Betur staddur nemandi 

Þessi nemandi kannast við efnið, finnst það jafnvel auðvelt.  Upprifjun er alltaf af hinu góða.  Þessi nemandi þarf ekki að hafa áhyggjur af grunninum, og nú vita foreldrarnir það líka. 

3

Það sem er mikilvægt

1. Ekki "hvað", heldur "hvernig".
Það er stórmál að finna úrræði sem hentar hverjum nemanda, svo uppsetningin á efninu hefur mikið að segja.  Við leggjum mikið upp úr kennsluformúlu sem tryggir að nemandinn á alltaf að skilja, alltaf að geta reiknað, og alltaf að fá úrlausn ef hann stoppar.

2. Næsta skref fyrir nemanda sem stendur tæpt eða illa
Ef nemandinn á sögu um erfiðleika í stærðfræði, en kemst í gegnum þetta námskeið, mæli ég eindregið með því að þið haldið áfram.  Meira um það síðar.

3. Framhaldið fyrir nemanda sem stendur vel
Var þetta námskeið auðvelt?  Engar áhyggjur.  Kennsluformúlan gerir það að verkum að nemandinn mun skilja flókið efni með auðveldum hætti.  Ef þessi nemandi heldur áfram eftir þetta námskeið mun hann öðlast dýrmætt forskot sem endist honum upp í 10. bekk.  Meira um það síðar.

Hvað svo?

Fyrir nemanda sem stendur tæpt þarf meira inngrip en nokkurra daga grunnnámskeið.  Auðvitað vitum við það.


Þess vegna skaltu fylgjast vel með því hvernig barninu gengur að fara í gegnum efnið.


Ef allt gengur vel mun þetta reynast auðvelt.  Við metum stöðuna og framhaldið betur í lok námskeiðsins.

>