Næstu dagar
Skoðum nú hvernig næstu dagar gætu litið út. Þar sem staða hvers og eins er mismunandi eru allir námskeiðshlutarnir opnir.
Þið getið því farið í gegnum efnið á ykkar hraða.
Dagur/Hluti 1 - Grunnurinn lagður
Við erum núna hér. Nú veistu út á hvað námskeiðið gengur og þú hefur (vonandi) svarað spurningunum um það hvað leiddi ykkur hingað.
Dagur/Hluti 2 - Stærðfræðihugtök
Slakur hugtakaskilningur er algeng orsök erfiðleika í stærðfræði. Þess vegna skoðum við hugtökin fyrst.
Dagur/Hluti 3 - Samlagning og frádráttur
Hér leggjum við fyrir samlagningu og frádrátt almennra brota. Samfella tryggir að nemandi sem leysir þennan hluta er sjálfkrafa tilbúinn í þann næsta.
Dagur/Hluti 4 - Stytting brota
Hver kennsluhluti byggir á sömu uppsetningu eða formúlu - og við gætum þess að kenna bara eitt í einu.
Dagur/Hluti 5 - Óeiginleg brot
Nú reynir strax á hugakaskilning og allt kemur saman.
Ef þú hefur einhverjar spurningar er velkomið að senda mér skilaboð í gegnum bláa hnappinn í horninu.
Gangi ykkur vel!
Kolbeinn Sigurjónsson, Betra nám