Spurningar og vangaveltur

"Þetta er of auðvelt fyrir mitt barn"

Úps, ekki svona fljótt!  Ef nemandinn kann efnið, þá er það í góðu lagi.  

En ekki stoppa núna!  Það er meira sem bíður ykkar!

"Barnið mitt er komið lengra"

Það er í fínu lagi!  Við eigum miklu meira efni tilbúið svo ég vil undirstrika að við erum fyrst og fremst að finna leiðina áfram.

"Er nauðsynlegt að reikna æfingadæmin?"

Já!  Heilinn blekkir okkur, okkur finnst við oft skilja hlutina betur en við í raun gerum.

Ekki falla í freistni og sleppa æfingadæmunum.  

Æfingadæmin eru mjög fá, svo það ætti að vera lítið mál fyrir nemandann að reikna örfá dæmi ef hann kann þetta svona vel.  Sammála?

kaflalok

Ef þið hafið spurningar megið þið endilega senda mér þær.

Gangi ykkur vel!
Kolbeinn Sigurjónsson, Betra nám

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>