February 6

Erfiðleikar með bókstafi eða tölustafi?

0  comments

Flestir nemendur sem síðar greinast með lesblindu eða reikniblindu (talnablindu) hafa átt erfitt með að læra grunntáknin; bókstafi og tölur. Til að átta sig á æastæðunni er mikilvægt að undirstrika að lesblindir eru alla jafna mjög frjóir
einstaklingar, með mikið ímyndunarafl og ríka sköpunargáfu.

More...

Þetta sést oft á áhuga þeirra á verklegum greinum (fremur en bóklegum), legó, teikning og smíði eiga oft hug þeirra allan. Myrkfælni er algeng.

Bókstafir og tölustafir eru tvívíð tákn. Hugsanir eru myndrænar, í þrívídd. Við lifum í þrívíðri veröld og því njóta þessir nemendur góðs af hagleikni og verklagni.

Myndir tala fyrir sig sjálfar. Þannig þarf engin orð að hafa um „tré“, við vitum hvað það er þegar við horfum á það. Sömu sögu er ekki að segja um orðið „tré“ eins og það er skrifað á blað. Þá vandast málið.

Bókstafir og tölustafir eru tákn sem við þurfum að læra. Merking þeirra liggur ekki ljós fyrir. Leslindur einstaklingur ruglast auðveldlega á táknum sem líkjast öðrum táknum, s.s. „b“ og „d“, „+“ og „x“. 

Nemandinn ruglast á þessum táknum, man ekki hvað þau heita, hikar og giskar og snýr þeim vitlaust þegar hann skrifar.

Við bregðumst við óvissunni með skynvillu, sem er leið hugans til að eyða óvissunni; við brjótum heilann. Vandamálið nú er að skynvillan virkar ekki sem skyldi og óvissuástandið breytist í rugling.  Barnið giskar því til að höggva á hnútinn. Þetta veldur áframhaldandi óvissu sem endurtekur sig þegar viðkomandi tákn birtist aftur. 

Ekki valda öll tákn óvissu (og þar með skynvillu). Þau sem eru afgerandi eru alla jafna auðveldust (t.d. M og K) en önnur geta valdið ruglingi árum saman. Þau tákn eru kölluð kveikjur eins og áður var sagt.

Ef nemandi getur ekki lært stafina á fyrsta ári í skóla er líklega um þessi óvissuviðbrögð að ræða. Lestrarþjálfun getur ekki hafist að neinu marki fyrr en leyst hefur verið úr þessu.

Því miður er það samt svo að skólinn hefur lestrarkennslu og ég fæ reglulega til mín nemendur á 2.-3. Ári sem ekki kunna stafina en er samt uppálagt að lesa heima.  Hvernig eiga þau að gera það?

Lesum hraðar þjálfunin byggir nemandann upp með því að þjálfa lestrartæknina frá grunni.

Þannig er farið markvisst í gegnum alla bókstafi svo þeir trufli ekki lestur og hægi á framförum.

Þú getur lesið meira um Lesum hraðar þjálfunina hér.


Tags

dyslexia, lesblinda, lestrarkennsla, lestrarþjálfun, Lestur, talnablinda


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>