Vönduð fjarnámskeið sem styrkja námsfærni barnsins þíns til frambúðar


Sérhönnuð námskeið

Námskeiðin okkar eru hönnuð frá grunni til að mæta þörfum nemenda með skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl.  Þetta einkennir flesta sem greinast með lesblindu eða ADHD og er í mínum huga styrkur en ekki veikleiki.  

Frjótt ímyndunarafl?

Margir sem ströggla í námi eru með frjótt ímyndunarafl og sterkt sjónminni.  Til að nýta þennan styrkleika eru kennslumyndböndin okkar rík af myndum, litrík og lifandi.

Lítil athygli?

Okkar æfingar og kennslumyndbönd eru mjög stutt, oftast undir 2 mínútum.  Þannig heldur nemandinn fullri athygli út í gegn og meðtekur efnið mun betur.

Gloppóttur skilningur?

Námskeiðin okkar gera engar forkröfur um skilning.  Við byrjum alltaf á byrjuninni og leiðum nemandann í gegnum ferlið frá A-Ö.  Við tryggjum 100% samfellu í efninu og sleppum engu.

FJARNÁMSKEIÐ

Öllum námskeiðum fylgir 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.

LESTRARÞJÁLFUN

1.-4. bekkur

Fer lestrarnámið hægt af stað?  Er lesturinn hægur, hikandi eða er úthaldið lítið?

REIKNINGUR

3.-6. bekkur

Er hugarreikningur erfiður, er talið á fingrum eða gengur margföldun illa?

ALLT UM ALMENN BROT

7.-10. bekkur

Allt sem skiptir máli á einum stað, í réttri röð.  Kennt skref fyrir skref frá A-Ö.

ALLT UM ALGEBRU

7.-10. bekkur

Allt sem skiptir máli á einum stað, í réttri röð.  Við kennum allt skref fyrir skref.

MINNISÞJÁLFUN

20 ára og eldri

Svíkur minnið þig?  Gleymir þú nöfnum?  Minnistækni margfaldar minnisgetuna.

GLÓSUSKÓLINN

Framhalds- og háskóli

Lærðu námstækni sem minnkar lestrarálag verulega og eykur árangur á prófum.

>