February 21

Hvers vegna að reikna hraðar?

Reiknar barnið þitt á fingrum? Skiptir yfirhöfuð máli að geta reiknað auðveldlega í huganum? Hvaða máli skiptir hvort maður reiknar hratt eða hægt?  Skoðum nokkur vídeó sem hjálpa okkur að skilja um hvað máli snýst.

More...

Í stærðfræði gildir að hafa grunninn í lagi.  Þá skiptir engu hvort nemandinn glími við lesblindu, athyglisbrest eða jafnvel reikniblindu (talnablindu).

Stærðfræði er einfaldlega þannig að best er að læra hlutina í "réttri" (rökréttri) röð, svo hægt sé að byggja á því.  Og þá komum við að efni dagsins, hugarreikningi.

Það auðveldar nemandanum mjög stærðfræðinámið að hafa þokkaleg tök á hugarreikningi.  Þetta snýs ekki um að hætta að nota vasareikna, heldur skilning, álag og árangur.

Ég setti saman nokkur vídeó um þetta, til gamans hvet ég þig til að hafa barnið þitt með ef þú átt þess kost.

Vídeó 1


Vídeó 2


Vídeó 3


Vídeó 4


Vídeó 5


Vídeó 6


Stærðfræðin þung?

Betra nám býður upp á úrræði tengdum námsörðugleikum, bæði í stærðfræði og lestri.  Námskeiðin byggja á heimaþjálfun og henta því vel óháð búsetu og eru mun hagkvæmari en einkatímar.

Reiknum hraðar er þjálfunarnámskeið sem hjálpar nemendum að....reikna hraðar og með minni fyrirhöfn.  Svo orkan geti farið í það sem skiptir máli.

Smelltu hér til að skoða nánar »

Allt um almenn brot og algebru er fjarnámskeið fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem standa tæpt eða þurfa hjálp.

Smelltu hér til að skoða nánar »


Tags

hugarreikningur, margföldun, reikniþjálfun, Reiknum hraðar


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>