March 27

Það er ekki sjálfgefið að dæmigert tungumálanámskeið samræmist ÞÍNUM markmiðum

0  comments

Rósa er 35 ára og hefur alltaf langað til að læra spænsku.  Hún ákveður loks að láta verða af því og skráir sig á spænskunámskeið.  Hún ferðast reglulega til Spánar og dreymir um að geta skilið spænskuna betur og jafnvel talað svolítið sjálf.

More...

Spænskunámskeiðið er dæmigert fyrir tungumálanámskeið:

 • Einn tími í viku þar sem kennt er í 2 klst  í senn í 8 vikur.
 • Samtals 16 klukkustundir.
 • Námskeiðið kostar rúmlega 30.000 krónur og Rósu hlakkar mikið til.

Þegar námskeiðið er hálfnað rennur upp fyrir Rósu að líklega mun hún ekki læra að tala spænsku.  En hún lærir alls konar aðra hluti en að tala.

Hún fékk fína vinnumöppu, kennarinn talar stundum spænsku í kennslustundum en þá skilur Rósa hann ekki.

Rósu finnst samt gaman og hlakkar til að mæta.  En það er eins og markmið skólans samræmist ekki hennar markmiði.

Rósa á í fullu kappi við að uppfylla kröfur skólans, fylgjast með, gera æfingar og læra málfræði.

Hún hugsar stundum með sér hvort þetta ætti ekki að vera öfugt.  Ætti skólinn ekki að  uppfylla kröfur nemendanna?

Þetta er jú allt saman fullorðið fólk sem langar fyrst og fremst að tala og skilja spænsku betur, hver með sínar persónulegu ástæður.

Námslýsingin

Rósa hefði e.t.v. átt að líta betur á námslýsinguna.  Þar segir:

Námskeiðið er fyrir byrjendur í spænsku.  Lögð er áhersla á undirstöðuatriði í málfræðiorðaforði aukinn og kennd er nútíð sagna.

Hún skoðar lýsinguna fyrir framhaldsnámskeiðið, sú lýsing er nánast eins nema þar eru kenndar þátíðarmyndir sagna.

Hún áttar sig á því að orðaforðaþátturinn í námskeiðinu byggir á því að glósa og fletta upp merkingu orða í orðabók.  Jafnvel þótt það sé gert í tölvu þá er það tímafrek og fremur leiðinleg vinna.

Að námskeiðinu er Rósa  er með langa lista af spænskum orðum hún á eftir að gefa sér tíma til að fara yfir og læra.

Sagnirnar og málfræðin eru gleymd.

Á Spáni

Fjórum vikum síðar er Rósa komin til Spánar.  Hún er stödd í verslun og langar að tjá sig á spænsku við afgreiðsludömuna en hún finnur engar setningar.

Orðin koma bara ekki.  Hún stautar setningarbrot af veikum mætti og notar bendingar.

Það er engin samfella í talinu og framburðurinn er skelfilegur.

Hún grípur því til enskunnar.  Hún hugsar aftur til spænskunámskeiðsins sem hún fór á og veltir því fyrir sér hvað hafi farið úrskeiðis.

Hún kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé bara svo léleg tungumálamanneskja.

Hvert er þitt markmið þegar þú kaupir tungumálanámskeið?

Rósa er raunverulegt dæmi.  Tilgangurinn með þessari lýsingu er ekki að gera lítið úr hefðbundnum kennsluháttum.  En þú þarft að vera viss um að þú náir markmiðum þínum þegar þú skráir þig á námskeið.

Hún sér líka betur núna að það var bjartsýni að læra eitthvað á 8 tímum.  Hún spyr sig hvort peningunum hafi verið vel varið.

Aðrir valkostir – hlustaðu nú!

Tungumálanámskeið Betra náms byggja á hljóðrænum aðferðum og hlustun.

 • Það eru engar vinnubækur
 • Enginn lestur
 • Engin málfræði
 • Þú hefur námskeiðið í spjaldtölvu og síma
 • Hlustar þegar þér hentar
 • Þú LÆRIR AÐ TALA og skilja
 • Orðaforðinn eykst hratt
 • Framburðurinn þjálfast með
 • Síðast en ekki síst, þau eru ódýr.

Þú lærir með eyrunum og getur þannig nýtt tímann mun betur en ella.

Það er mikið úrval tugumála í boði, enska, ítalska, spænska, franska og svo mætti lengi telja (um 50 tungumál).


Tags

enskunámskeið, Tungumálakennsla


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>