March 29

Hvað er skrifblinda?

0  comments

Skrifblinda (rithömlun) kallast það þegar lesblindur einstaklingur á í erfiðleikum með að skrifa eða draga til stafs.  Nokkrar ástæður eru fyrir skriftarörðugleikum. Það kemur kannski á óvart en ein algengasta orsök lélegrar (ljótrar) rithandar er slök stafsetning.  Ljót skrift er semsagt notuð til að leyna stafsetningarvanda.

More...

Skynbjögun (skynvilla) kemur við sögu í alvarlegri tilvikum skrifblindu, en þá hefur einstaklingurinn í raun aldrei skynjað (séð) línurnar eins og þær eru í raun, heldur einungis bjagaða útgáfu af þeim.

Til að geta skrifað þarf m.a. að kunna að teikna beinar línur. Ef skrifblint barn hefur aldrei séð þær (tekið eftir þeim) þá teiknar barnið það sem það hefur séð.

Bjagaða myndin sem heilinn meðtók þegar barnið horfið á skálínurnar, verður fyrirmyndin að því sem síðar kemur.

Léleg samhæfing og jafnvægisskyn getur haft með þetta að gera einnig. Í mörgum tilvikum hefur skrifblint barn einnig litað illa – átt í erfiðleikum með að lita innan ramma.

Myndbandið (0:47) sýnir dæmi um “leiðréttingu” á rithönd skrifblinds nemanda


Tags

lesblinda, Skrifblinda, stafsetning


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>