April 1

Örninn í hænsnabúinu

0  comments

Allir eins?  Við erum öll misjöfn, með okkar kosti og galla, styrkleika og veikleika.  Að meðhöndla alla með sama hætti leiðir óhjákvæmilega til meðalmennsku.  Velkomin í skólann!

More...

Sagan um örninn í hænsnabúinu lýsir þessu fyrirbæri vel,.

Einu sinni ólst arnarungi upp meðal hænsna.  Með tímanum fór honum að þykja vænt hænurnar,enda vissi hann ekki betur en að hann væri sjálfur hænsni.

En arnarunginn átti erfitt með að aðlagast.  Honum gekk ekki vel að krafsa með klónum eftir ormum og strögglaði líka með alls kyns hluti sem hænurnar áttu auðvelt með.

Það var líka ljóst að örninn hafði lítinn áhuga á þessu atferli hænsnanna.  Af augljósum ástæðum fór erninum að líða illa með tímanum, þar sem hann aðlagaðist fremur illa.

Dag einn sveif tignarlegur örn um loftið yfir hænsnabúinu.  Ungi örninn fylgdist með og leit aðdáunaraugum á örninn svífa um loftin blá.

Það sem meira var, ungi  örninn fann til sterkar samkenndar með erninum fljúgandi.  En tilfinningin var ruglingsleg.

Hann sagði hænunum frá því að dag einn vildi hann svífa um loftin blá eins og örninn gerði.  Hænurnar hljógu og gerðu lítið úr hugmyndinni.  Örninn upplifði sterka vanmáttarkennd og vanlíðanin jókst fljótt.

Dag einn, breiddi örninn loks út vængina og hóf sig til flugs.  Hann sveif hátt og á fluginu áttaði hann sig á því að hann gat auðveldlega fylgst með bráð sinni á jörðu niðri.  Hann gat líka gripið hana með stórum og kröftugum klóm sínum, sem áður höfðu lítið gagnast honum við að krafsa eftir ormum.

Fyrir örninn, var mun auðveldara að lifa sem örn, fremur en hæna.  Sjálfstraustið jókst og sjálfsmyndin lagaðist.

Boðskapurinn?

Í fyrsta lagi hafði örninn engan áhuga á hlutum sem hann átti erfitt með að framkvæma af náttúrunnar hendi.

Í öðru lagi var auðveldara fyrir örninn að gera stórbrotna hluti þegar áskoranirnar voru á sömu línu og styrkleikar hans.  Örn er ekki betri en hæna.  Ernir og hænur eru bara ólíkir fuglar.

Hver og einn þarf að uppgötva sínar sterku hliðar og rækta þær.  Við eigum öll okkar sterku hliðar, eitthvað sem við eigum auðveldara með að gera en flestir aðrir.

Allir eins - og hvað svo?

Þekkir þú einhvern - sem fékk að læra meira og eyða meiri tíma í það sem lá best fyrir honum eða henni?

Líklega ekki.

Á  hinn bóginn.  Þekkir þú einhvern sem var látinn eyða meiri tíma í það sem hann átti erfitt með?

Það er rík áhersla á það t í skólakerfinu að halda sem flestum á svipuðu róli, enda auðveldast að kenna þannig.

Skólakerfið skilgreinir ákveðin fög sem mikilvægari en önnur, og hættan er að nemendur tengi sjálfsmynd og sjálfsvirði sitt við það hversu vel eða illa þeim gengur í þessum tilteknu fögum.

Vissulega er ákveðin grunnmenntun mikilvægt en spurningin er þessi: Hvaða fög eiga að vera í forgrunni og hve lengi?

Hvers vegna eru valfög eða verklegar greinar ekki orðin mun umfangsmeiri í efstu stigum grunnskóla en raun ber vitni?

Hvers vegna þurfa nemendur sem eiga mjög erfitt með sum fög að þrælast áfram í þeim langt fram á fullorðinsár jafnvel þótt hugur þeirra stefni í allt aðra átt?

Hvenær ætlum við að átta okkur á því að allir hagnast þegar hver og einn fær tækifæri til að rækta styrkleika sína fremur en að eyða dýrmætum tíma í að "laga" veikleika?

Segir það sig ekki sjálft að kerfi sem kennir öllum það sama, og leggur meiri áherslu á að laga veikleika en að rækta styrkleika - leiðir í besta falli til meðalmennsku á öllum sviðum?

Mega þeir sem elska stærðfræði ekki eyða meiri tíma þar, þótt það sé á kostnað dönsku sem þeir þola ekki?

Hvað með nemandann sem ákveður snemma að læra smíði, þarf hann virkilega að læra allt um málfræði?

Gleymum því ekki að við glímum við stórkostlegt brottfall úr námi eftir að grunnskólanámi lýkur.

Myndi meira svigrúm í námi grafa undan skólakerfinu og skilja allt eftir í rjúkandi rúst?  Ég held ekki.


Tags


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>