August 15

Það besta við lesblinduna

0  comments

Öll vitum við að lesblindan hefur ákveðna ókosti í för með sér, en hvað með jákvæðar hliðar hennar?  Við nánari skoðun kemur í ljós að lesblindan leynir á sér.

Um orsakir lesblindu er í sjálfu sér ekki vitað, en nóg er af kenningum. Það breytir ekki því að þeir sem greinast með lesblindu eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með lestur og (oftast) skrift. Jafnvel stærðfræði.

More...

Lesblinda er samansafn einkenna sem geta komið sér vel í öðrum aðstæðum

En kostir lesblindu er fjölmargir. Flestir sem greinast með lesblindu eða athyglisbrest – lenda í námsörðugleikum – eiga það sameiginlegt að hafa mjög ríkt ímyndunarafl.

Davis hugmyndafræðin byggir á þeim kenningum að orsök lesblindunnar liggir einmitt þar, í ímyndunaraflinu. Hugarástandið sjálft er stundum kallað “skynvilla” (eða skynbjögun), en við upplifum skynvillu margoft á dag, þegar við “dettum út”, “hugurinn reikar” og við erum “djúpt sokkinn”.

Athygli hugans beinist semsagt inn á við en ekki út á við. Þetta eru frjóir og skapandi einstaklingar, uppfinningasamir og verklega sterkir. Sjónminni er gott og styrkleikar þeirra njóta sín helst í verklegum skapandi greinum, s.s. myndlist, matreiðslu og smíði.

Lestrarörðugleikar stöðvuðu ekki Jay Leno

Fjölmargir þekktir leikarar og tónlistarmenn eru lesblindir og þakka árangur sinn og velgengni ekki síst lesblindunni.

Því miður er ekki nób um skapandi hugsun í skólastarfi. Hefðbundið skólastarf hentar þeim betur sem geta setið kyrrir og haft athyglina á fremur kyrra í langan tíma.

Eins og að horfa á málningu þorna. Það er hlutverk athyglinnar að reika, hún skimar umhverfið fyrir hugsanlegum hættum. Jaðarsjónin greinir minnstu hreyfingu og hluti heilans sem stjórnar varnarviðbragði er eins og reykskynjari, tilbúinn að grípa inn í við minnstu hættu.

Þessir meðfæddu eiginleikar eru óæskilegir í nútíma skólastarfi, þeir valda truflunum og koma í veg fyrir að nemandinn geti fylgst með.

Lesum hraðar er þjálfunarnámskeið í lestri fyrir byrjendur eða þá sem fara hægt af stað.  Ef lestrarörðugleikarnir rista dýpra eða barnið þitt er hreinlega lesblint, þá gæti Lesfimi verið fyrir þig, smelltu hér til að skoða það.


Tags

dyslexia, lesblinda


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>