September 26

7 algeng einkenni lesblindu

0  comments

Þekkir þú algeng einkenni lesblindu? Sum þeirra eru lúmsk og kunna að koma á óvart, en eru oftast augljós eftir á. Hver eru þau?

More...

Lesblinda vex ekki af barninu

Lesblinda er samansafn einkenna. Lesblinda er ekki sjúkdómur, við greinum hana því ekki með einföldum hætti eins og blóðprufu. Og það sem meira er, lesblindueinkennin geta verið afar breytileg milli einstaklinga.

Og til að gera þetta enn fjölbreyttara, þá eru einkennin einnig breytileg hjá sama einstaklingnum.  Neðst í pistlinum bendi ég á úrræði fyrir foreldra sem eiga barn í þessari stöðu.

1. Erfiðleikar með tákn

Flestir lesblindir nemendur eiga erfitt með tvívíð tákn. Einkum þau sem líkjast öðrum táknum, s.s. b og d, o og ó. Stafaruglingur er reyndar mjög algengur meðal byrjenda en hann rjátlast oft seint og illa af þeim sem síðar greinast lesblindir.

Hik eða óvissa við að þekkja í sundur bókstafi er bæði eðlilegt og algengt við upphaf lestrarnáms, en þrálátur stafaruglingur er eitthvað sem vinna þarf í.

2. Lítið úthald

Þegar nemandinn erfiðar við úrvinnslu bókstafa og orða, þreytist hann fljótt.  Þessi umskráning er mikilvægur hluti lestrarþjálfunarinnar, enda er markmiðið okkar að umskráningin verði sjálfvirk sem fyrst.  Með sjálfvirkri umskráningu er átt við að nemandinn þekki bæði bókstafi og orð án þess að hugsa.  

Orðin sem nemandinn þekkir sjónrænt, getum við kallað sjónrænan orðaforða.  Sá orðaforði stækkar hratt um og eftir 7 ára aldurinn.  Nemendur sem basla í lestri, eiga það oft sameiginlegt að þessi sjónræni orðaforði stækkar hægt, og því situr nemandinn nokkuð fastur í hljóðun. 

Hljóðun er það þegar nemandinn les með því að tengja saman hljóð stafanna, fremur en að bera kennsl á hugtakið sjálft.

3. Órói þegar einbeitingar er þörf

Lesblindur nemandi finnur oft til óróa og jafnvel svima þegar hann reynir að einbeita sér við eitthvað sem hann skilur illa. Hann getur verið djúpt sokkinn og rólegur þegar hann leirar eða leikur sér með legó eða teiknar, en iðar allur þegar hann reynir að lesa, skrifa eða reikna.

Þessi órói getur birst með ýmsum hætti, s.s.:

✅Nemandinn ruggar sér í sætinu
✅Höfuðhreyfingar
✅Pirringur


Lestrarörðugleikar geta haft mikil áhrif á sjálfsmynd og líðan barnsins

4. Erfiðleikar við að skilja merkingu huglægra orða

Orð sem fela í sér huglæga merkingu eiga það oft sameiginlegt að það er erfitt að sjá þau í huganum. Myndræn hugtök eins og “stóll” og “epli” festast fljótt og vel í minni, en orð með óljósa (bókstaflega!) merkingu festast seint og illa.

Dæmi um slík orð geta verið orð tengd tíma ("síðar", "kortér", "gengin"), áttir ("austur "og "vestur", "hægri" og "vinstri", "lóðrétt" og "lárétt") svo ekki sé minnst á algeng stærðfræðihugtök (nefnari, teljari, námundun ofl.).

5. Erfiðleikar við að læra raðir

Að læra röð krefst samfelldrar einbeitingar og athygli. Einstaklingur sem á erfitt með að halda athygli gefst oft upp á að læra raðir og af þeim sökum gengur oft hægt að læra runur eins:

✅Vikudagana
✅Mánuðina
✅Stafrófið
✅Margföldun.
Hafðu í huga að þessar runur samanstanda af ómyndrænum orðum sem gera þetta enn erfiðara.

6. Styrkleikar í sjónrænum, verklegum og skapandi greinum

Eitt helsta einkenni lesblindu er gott ímyndunarafl. Nemandinn á því oftast auðvelt með að sjá hluti fyrir sér. Þessi hæfileiki nýtur sín einna best í greinum þar sem hugur og hönd fá að njóta sín, s.s.

✅smíði
✅handavinnu
✅matreiðslu

Það þarf því ekki að koma á óvart að áhugamálin endurspegla þessa styrkleika gjarnan.  Nemandinn nýtur sín oftast best í áhugamálum eins og:

✅Að teikna/myndlist
✅Handavinna
✅Skapandi tölvuleikir (Minecraft ofl.)
✅Lego
✅Púsluspil
✅Hreyfing

7. Uppsker ekki eins og hann/hún sáir

Æfingin skapar meistarann. Ef barnið þitt reynir ítrekað að læra það sama og fylgir æfingunum samviskusamlega, en með litlum árangri, þá er líklegt að eitthvað sé að hamla framvindunni. Æfingar eru gríðarlega mikilvægar en ef þér finnst þú hjakka í sama farinu, þá er tilefni til að skoða málið betur.

Athugaðu að þetta er alls ekki tæmandi listi og er aðeins ætlað að gefa mynd af algengum einkennum lesblindu, því miklu skiptir að grípa inn í þá óheillaþróun sem lestrarörðugleikar eru sem allra fyrst.

Lesblinda, og lestrarörðugleikar, geta hamlað námsárangri verulega

Lesfimi er úrræði fyrir foreldra barna sem eiga erfitt updráttar í lestri.  Smelltu hér til að kynna þér það betur.


Tags

dyslexia, einkenni lesblindu, lesblinda, lesblindueinkenni, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>