April 13

Einfalt ráð til að bæta afköst í námi

0  comments

Finnst þér þú koma litlu í verk?  Kemstu yfir minna efni en þú vonaðist til?  Góðar hugmyndirnar eru oft ekki flóknar.  Ef þú vilt bæta afköst þín og létta þér lífið í leiðinni, þá gæti þetta einfalda ráð komið að góðum notum.

More...

Fátt er meira truflandi en að vera sífellt að hugsa um hvað tímanum líður, meðan þú lærir?  Ef þú átt barn þá kannast þú líklega við spurningar eins og “hvað er mikið eftir?”, “Fer þetta ekki að vera búið?”.

Í námi getur verið mjög slítandi og truflandi að velta sífellt fyrir sér hvað maður eigi að sitja lengi við í viðbót.  Jafnvel á meðan þú lærir, er heilinn stöðugt að spá í hvað tímanum líður, hvort þú eigir að halda áfram eða taka pásu.  Þú ímyndar þér jafnvel að þú sért svangur/svöng🍕   Hugurinn er ótrúlega klókur þegar hann leitar að afsökunum fyrir sjálfan sig🙉

Þú getur aukið afköstin verulega með því að losa þig við þessar hugsanir.  Skeiðklukka losar þig við þessar vangaveltur.  Þú getur líka notað E.ggtimer og stillir inn tímann sem þú ætlar að halda þig að verki.

Pásan þarfnast réttlætingar

Gallinn við að taka ótímasetta pásu er að við þurfum að rífa okkur aftur í gang og það getur verið erfitt. Stoppaðu stutt ef þú stoppar!

👉Ef pásan dregst á langinn, verður erfiðara að byrja aftur.

Og vittu til, tíminn líður og áður en þú veist af ertu jafnvel kominn mun lengra en þú reiknaðir með👏👏👏

3 einföld ráð til að auka afköst í námi

Stuttar lotur auka afköst

Taktu stutta pásu á 30 mínútna fresti.

Settu þér svo markmið að vinna/lesa eins hratt og þú getur þar til tíminn rennur út.  Þú þarft ekki að velta fyrir þér hve lengi þú þarft að sitja við.  Þetta bætir líka minni og eykur eftirtekt um leið og þú bægir frá þér hugsunum sem gera ekkert annað en að trufla.

Settu símann á flugstillingu

Símar eru hannaðir til að trufla okkur.

Forritahönnuðir gera allt til að fanga athygli okkar.  Jafnvel titringur á síma, blikkandi ljós svo ekki sé minnst á tilkynningar, hjálpa ekki þegar við lærum.  Gott er að slökkva á þessu tímabundið, þú getur þá notað símann með betri samvisku í pásunni.

Lærðu þegar þér líður best

Það gengur betur þegar við erum ekki þreytt

Þetta er hins vegar mjög persónubundið, og ráðleggingar og rannsóknir eru ekki á einu máli.  En almennt séð er erfiðara að læra þegar við erum orðin þreytt, eða á tímum sem það er meira áreiti í kringum okkur (t.d. á kvöldin).

Áreiti tætir athyglina í sig

Almenna reglan er að minnka áreiti, og það getur verið hægara sagt en gert.  Áreiti ýtir setur okkur sífellt í viðbragðsstöðu, þ.e. heilinn er alltaf að bregðast við.  Þetta geta verið smávægilegar truflanir, en þær kosta sitt.

Ef þú mögulega getur, forðastu að læra í aðstæðum eða á tíma þegar hætta er á eftirfarandi:

☑️Mikill hávaði, umferðarniður, geltandi hundar
☑️Þegar þú ert mjög svöng/svangur
☑️Þegar þú ert mjög þreytt/ur
☑️Truflanir frá síma

Í stuttu máli, forðastu umhverfi sem sífellt kallar á athygli þína.  Það fer ótrúlega mikil orka í að hefjast aftur handa.

Námið gengur betur ef þú hugsar um þetta

Þetta er í raun ekki svo flókið.  Hafðu þessa punkta bak við eyrað og þú munt finna að afköstin aukast, og þér líður líka betur - því þetta er einfaldlega þægilegra.

✅Reyndu að læra í lotum, amk. 30 mínútur í senn.
✅Ekki gera neitt annað en að læra, innan lotunnar.  Allt annað getur þú gert í pásunni.
✅Gættu þess að vera ekki svangur/svöng.  Hafðu nesti eða borðaðu áður en þú byrjar.
✅Hafðu símann á flugstillingu eða utan seilingar meðan þú lærir


Tags

adhd, athyglisbrestur, námstækni


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>