September 2

Skessuhorn: Byltingarkennd fjarnámskeið í stærðfræði

0  comments

Fyrirtækið Betra nám hefur hannað nýtt og byltingarkennt vefnámskeið í stærðfræði fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í menntaskóla.

More...

 Áherslan er almenn brot en þau gegna lykilhlutverki í framhaldsnámi barna. Námsefnið er sett fram áafar skýran og kerfisbundinn hátt svo auðvelt er að ná tökum á því. Allt námsefni er mjög sjónrænt og byggir á nýjustu tækni í kennsluaðferðum.

Námskeiðið er spjaldtölvu- og snjallsímavænt og keyrir á yfir 300 myndskeiðum. Þannig getur nemandi nálgast efni námskeiðsins hvort sem í fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Öll kennslufyrirmæli eru myndræn og því er lesefni í algjöru lágmarki. Það er gert til aðgera nemendum sem glíma við lesblindu og athyglisbrest námið auðveldara.

Fjarnámskeiðið er óháðbúsetu og er hugsað þannig að nemandinn geti unnið sjálfstætt og þurfi ekki aðra utanaðkomandi aðstoð, s.s. frá foreldrum. Námskeiðið hentar nemendum hvort sem þeir glíma við námserfiðleika í stærðfræði eða vilja einfaldlega þjálfa sigbetur.  Sjá allar nánari upplýsingar áheimasíðu Betra náms, www.betranam.is

Kolbeinn Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti1992 og útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands 1995.

Kolbeinn starfaði sem kerfisfræðingur, m.a. hjá Tölvun og Þróun. Hann hefur starfað sem Davisleiðbeinandi frá árinu 2004.  Kolbeinn er kvæntur Guðlaugu Ágútu Kjærnested og eiga þau fjögur börn.

Greining birtist í Skessuhorni, 26. mars 2014.


Tags


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

Viðtal í Morgunblaðinu

Viðtal í Morgunblaðinu
{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>