Lesblinda og hægur lestur er orðin algengari meðal íslenskra ungmenna. Betra Nám býður þeim sem kljást við þessi vandamál upp á námskeið sem hjálpa.
More...
Kolbeinn Sigurjónsson stofnaði og rekur fyrirtækið Betra Nám. Kolbeinn stofnaði fyrirtækið utan um námstækni- og lesblindunámskeið sem hann hefur haldið í nokkur ár.
„Þjónustan skiptist milli einstaklings- og einkaþjónustu, en einnig vinn ég fyrir Mími símenntun og Hringsjá. Inn á milli held égsvo námskeið fyrir fræðslumiðstöðvar svo þetta er fjölbreyttog skemmtilegt. Mest snýst þetta um aðstoð vegna lestrar- og námsörðugleika en síðan eru fjölmargir sem vilja bæta árangur sinn án þess að námsörðugleikar séu til staðar.
Ég notast við einfaldar en öflugaraðferðir sem allir geta lært að tileinka sér, s.s. hraðari lestur, minnistækni og myndræna glósutækni,“ segir Kolbeinn og bætir því við að góður árangur í námi snúist ekki síst um góða tækni í bland við dugnað og eljusemi. Námskeið Kolbeins eru að hans sögn fyrir fólk áöllum aldri. „Námskeiðin eru í raun fyrir alla sem eru byrjaðir í skóla, frá sex ára og upp úr. Það eru allirvelkomnir og á vef Betra náms er hægt að skrá sig ókeypis í póstklúbb. Auk þess er mikið af efni um lesblindu og námsörðugleika að finna á vefsíðunni betranam.is.
Árangur námskeiðanna
Ekkert námskeið og engin aðferðer algild og virkar fyrir alla. Hinsvegar hafa verið byggðar upp aðferðir sem reynst hafa mörgum velog byggjast á traustum grunni.
„Hraðlestur og minnistækni byggjast á þaulreyndum aðferðum semflestir geta nýtt sér og virka fljóttog vel. Fólk sér strax árangur sem skilar sér í námi og vinnu. Hraðlestur og minnistækni er ákveðin tækni eða aðferð sem við tileinkum okkur til að lesa hraðar og muna meira. Þetta er alls engin töfralausn en hjálpar flestum sem á annað borð vilja bæta árangur sinn.
Lesblindan er annað mál því hún geturhaft áhrif á líðan og líf einstaklinga sem erfitt getur verið að mæla. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins lét gera könnun á viðhorfi og árangri tæplega 600 nema sem sótt hafa námskeiðin „Aftur í nám“ sem byggja að stórum hluta á Davis lesblindunámskeiði og þar voru um 96% ánægð eða mjög ánægð með árangurinn,“ segir Kolbeinn og bætir því að nálgast þurfi huglægt mat á annan hátt en hlutlægt.
„Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á námskeiðum sem byggjast á Davis aðferðinni sýna að fólk er ánægt með sjálf námskeiðin og árangurinn af þeim. Það má því slá því föstu að aðferðin virki fyrir flesta þó alltaf geti komið upp tilfelli þar sem leita þarf annarra leiða.“
Sjálfur er Kolbeinn með réttindi frá Davis lesblindusamtökunumásamt því að hafa diplóma í dáleiðslu. Netnámskeið sem virka vel Betra nám býður einnig upp á vefnámskeið en Kolbeinn sem einnig er menntaður tölvunarfræðingur segir það þó ekki eingöngu hafa komið til vegna menntunar sinnar á því sviði.
„Það er erfitt fyrir mig að halda námskeið um allt land og auk þess eru vefnámskeið hentug og hagkvæm leið fyrir marga sem vilja þjálfa börn sín heima. Ég vildi því gera hluta af efninu aðgengilegan á netinu. Í dag eru tvö námskeið í boði sem fjarnámskeið á netinu; lestrarnámskeið fyrir byrjendur sem nefnist „Lesum hraðar“ og „Reiknum hraðar“ sem þjálfar hugarreikning og margföldun.
Námskeiðin eru fyrst og fremst þjálfunarnámskeið. Þau eru einföld og þægileg í notkun og eru hönnuð með þarfir lesblindra í huga. Þau henta krökkum frá 2.-6.bekkjar og að sjálfsögðu geta foreldrar hvaðanæva af landinu nýtt sér þau,“ segir Kolbeinn og bendir á að námskeiðin komi ekki í staðinn fyrir einstaklingsþjálfun og ráðgjöf.„Fyrir suma eru fjarnámskeiðin allt sem þarf.
Aðrir koma í einstaklingsráðgjöf síðar og enn aðrir nota þau í kjölfar einstaklingsnámskeiða hjá mér til að auka hraða og snerpu. Allt í allt eru fjarnámskeiðin einföld og hagkvæm leið til að efla færni barnsins á tilteknu sviði.“
Ný námskeið í haust„Það er von á tveimur nýjum fjarnámskeiðum með haustinu. Þjónustan er ýmist veitt sem einstaklingsráðgjöf eða í formi fjarnámskeiða á netinu. Í haust opna ég nýtt fjarnámskeið í hraðlestri fyrir 13 ára og eldri sem hentar öllumsem vilja bæta lestrar hraða sinn og tækni.
Námskeiðið byggist m.a. árótgrónu efni frá Guðna Kolbeinssyni og Fjölni Ásbjörnssyni. Einnig mun ég opna fyrir fjarnámskeið í minnistækni. Markmiðið er að gera breiðum hópi kleift að bæta námsárangur sinn heima í stofu með lágmarkskostnaði.“

Kolbeinn Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti1992 og útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands 1995.
Kolbeinn starfaði sem kerfisfræðingur, m.a. hjá Tölvun og Þróun. Hann hefur starfað sem Davisleiðbeinandi frá árinu 2004. Kolbeinn er kvæntur Guðlaugu Ágútu Kjærnested og eiga þau fjögur börn.
Viðtalið birtist í Morgunblaðinu, 19. ágúst 2011.