Í þessu myndbandi
5 leiðir sem auðvelda okkur að yfirstrika lykilatriði í texta. Hafðu þessi atriði í huga, meðan þú lest í þeim tilgangi að strika í námstextann. Skýrt markmið skerpir athyglina þegar lest, og minnkar líkur á því að hugurinn fari að reika.
Sá sem les án þess að strika í lykilatriði, getur auðveldlega látið hugann reika meðan hann les. Lesturinn skilur því lítið eftir sig. Sá sem temur sér að strika í svör, kemst ekki upp með þetta þar sem það leynir sér ekki ef heilu blaðsíðurnar eru óstrikaðar.
Að strika í lykilatriði setur þannig pressu á nemandann.
00:38
#1. Strikaðu í svörin - ekki spurninguna. Forðastu að strika í setningar og málsgreinar. Markmið lestrarins verður skýrara, lestu á þínum hraða og vandaðu þig. Strikaðu í það sem skiptir máli, það sem þú verður að læra.
01:48
#2. Er þetta fullyrðing? Er þetta prófspurning? Gæti þetta komið á prófi? Hugsaðu svona þegar þú skimar textann. Strikaðu með því hugarfari að þú ætlir ekki að lesa textann aftur. Ótrúlega hátt hlutfall af textanum er "loft" og hefur lítið vægi.
03:30
#3. "Þarf ég að skilja þetta?" er annað sem þú skalt hafa í huga. Þetta getur átt við ákveðin ferli - eins og ljóstillívun. Gættu þess að merkja við skýringarmyndir sem þú þarft að kunna skil á.
04:05
#4. Lestu fyrirsagnir vel. Fyrirsögnin gefur oftast góða mynd af innihaldi kaflans, og þar með hverju þú átt að geta svarað úr honum, t.d. "Hlutverk þörunga". Þú þarft þá að vita hvert hlutverk þörunga er, geta talið það upp og gert grein fyrir því. Finndu hlutverk þörunga, og strikaðu í svörin.
04:53
#5. Skoðaðu vel spurningar, t.d. aftast í köflum eða spurningablöð. Ekki láta hanka þig á því að vita ekki svörin við þessum spurningum. Skimaðu textann með því hugann að finna svörin við þessum spurningum...þú þarft ekki að læra þau strax, það kemur síðar.
