Þrjár öflugar aðferðir

Í þessu myndbandi

Lítum á þrjár mismunandi aðferðir sem við fléttum saman til að fá sem sterkasta heild.

00:50

Fyrst skoðum við lesturinn  (ekki lestrartæknina).  Skoðum leiðir sem geta hjálpað þér að finna það sem skiptir mestu máli, svo þú getir sleppt því sem skiptir litlu máli.

01:15

Yfirstrikanir eru mjög mikilvægar.  Án þeirra þarftu alltaf að lesa allan textann aftur.  Það skiptir líka miklu máli hvernig þú strikar í textann.

01:25

Hugarkort eru ein öflugasta glósuaðferð sem til er - ef rétt notuð.  Við skoðum hvernig hugarkort efla skilning og bæta minni.  Við notum þau þegar reynir á samhengi og skilning.  Gott hugarkort kemur í stað lesefnis.  Hugarkort krefjast sáralítils lestrar.

02:25

Minnisspjöld eru hentug til að læra mikið magn staðreynda utan að á stuttum tíma.  Við notum minnisspjöld samhliða hugarkortum, eða ein og sér.

>