Kostir og gallar mismunandi yfirstrikunaraðferða

Í þessu myndbandi

Það er gott að yfirstrika námstexta með það í huga að strika í allt sem skiptir máli.  Ef þú strikar í of lítið, eða of mikið...þá verður yfirlesturinn töluvert þungur.  Reyndu að strika í "nóg".  Hugsaðu þetta þannig, að ef þú mættir eingöngu læra efnið sem þú strikar í, þá myndir þú ná prófi.

00:20

Með því að minnka lesefni um 90%, skiljum við eftir 10% textans til að lesa aftur og læra.  

01:32

Lesum með því hugarfari að finna svörin.  Sleppum heilabrotum og utanbókarlærdómi.  Heilabrotin og lærdómurinn kemur síðar og þá getum við jafnvel sleppt lestrinum.  Þetta er miklu auðveldara.  

02:45

Strikaðu í stikkorð og staðreyndir.  Forðastu að strika í samfelldan texta, setningar eða málsgreinar.

Dæmi um yfirstrikanir

Of miklar yfirstrikanir

Betra. Hér er strikað í stikkorð/svör.

03:20

Sjóndæmi um samanburð milli þess að yfirstrika ekki neitt, yfirstrika of mikið, og loks að strika í svörin.

Dæmi um yfirstrikanir

Í fyrsta dæminu eru engar yfirstrikanir.  Efnið gleymist fljótt og lesa þarf allt  efnið aftur til upprifjunar.

Í miðjudæminu eru yfirstrikanir of miklar.  Það er skárra en enn þarf að lesa mikið til upprifjunar og finna þarf út úr því hvers vegna strikað var í þessa hluta textans.

Dæmið lengst til hægri er best.  Þar er strikað í lykilatriði, stikkorð eða svör.  Lykilatriðin eru því ekki grafin í óstrikaðan texta, eða of mikið strikaðan texta.  Þau einfaldlega standa út úr.

Engar yfirstrikanir.

Of miklar yfirstrikanir

Hér er strikað í stikkorð/svör.

>