Í þessu myndbandi
00:30
5 ástæður þess að mikilvægt er að skera niður lestur sem fyrst. Það þarf ákveðið hugarfar til að ráðast í niðurskurð á lestri með þessum hætti. Mikilvægt er að átta sig því hvað býr að baki, hver er ávinningurinn og hver er áhættan.
00:37
#1: Lestur er líklega það tímafrekasta sem við gerum. Í námi skipta afköst máli, og því borgar sig að lesa sem minnst, og sjaldnast. Ég er ekki að hvetja til þess að þú lesir lítið, ég er að undirstrika mikilvægi þess að þú lesir efni sem skiptir máli.
01:02
#2: Lestur krefst mikillar athygli og flestir þreytast fljótt. Það fer því mikil orka í lesturinn sem hægt væri að nýta betur.
01:28
#3: Lestur er ekki góð leið til að "geyma" upplýsingar, og því er erfitt að ganga að upplýsingunum aftur síðar þegar við þurfum á þeim að halda, t.d. fyrir próf.....nema lesa allt aftur.
01:50
#4: Próflestur er erfiður og seinlegur líka. Oft óraunhæft að fara yfir mikið lesefni fyrir próf.
02:07
#5: Erfitt er að greina aðalatriði frá aukaatriðum í texta þegar lesið er "venjulega". Því er auðvelt að missa af mikilvægum upplýsingum þegar við lesum.
02:45
Að skera niður lesefni strax, felur í sér vissa áhættu. Með smá þjálfun lærum við að standa og falla með því sem við "veljum" að læra. Ávinningurinnn er mun meiri en áhættan.
