BETRA MINNI Á 4 VIKUM - Fjarnámskeið

GLEYMIR ÞÚ NÖFNUM?

viltu geta munað miklu meira - án erfiðis?

"Hissa hvað þetta er auðvelt!" - María Cederborg

Hissa hvað þetta er auðvelt!

Maria Cederborg

Svíkur minnið þig?  Minnistækni er einföld, skemmtileg og auðveldar þér að muna miklu meira!

Minnistækni er fyrir unga sem aldna!  Áttu erfitt með að muna nöfn?  Gleymir þú staðreyndum auðveldlega?  Minnistækni er frábær heilaleikfimi sem skilar sér í ótrúlegum framförum og þú sérð árangurinn strax!

"Algjör uppljómun!" - Nanna Teitsdóttir

Kostir minnistækni

Hversdagsgleymska er ekki bara amaleg heldur getur hún líka valdið kvíða.  Minnistækni er einföld og skemmtileg leið til að bæta minnisgetuna, jafnvel margfalda.

Einfalt

Allir geta lært minnistækni.  Ég kenndi minnistækni um árabil og hef séð fólk frá 7-70 ára ná frábærum árangri.

Skemmtilegt

Minnistækni er holl og góð heilaleikfimi sem eykur sjálfstraust og færni.

Gagnlegt

Minnistækni nýtist þér bæði í daglegu lífi og starfi.  Það eru engin takmörk á því hvar og hvenær þú notar minnistækni. 


Áttu erfitt með að muna nöfn og tölur?

Nú getur þú bætt minnið með minnistækni - Sjáðu umsagnir nemenda:

Frábært námskeið. Bæði ótrúlega skemmtilegt og gagnlegt.

Anna G. Árnadóttir

Ég verð að segja að ég gat virkilega gert mig “heillandi” í augum nokkurra barnabarna…..gat hreinlega þulið upp fram og tilbaka. Þetta vakti mikla lukku....frábært…….þannig að þetta er skemmtilegur leikur :):) hjálpar okkur öllum…… (frá 10 ára til 71 árs.) …

Lilja Sigurðardóttir

Mér finnst þetta gott námskeið, fáránlega einföld aðferð en samt þarf að segja manni hvað á að gera. Ég er hæstánægð!

Þóra Ásgeirsdóttir

Það hefur gengið framar vonum.

Ég hlustaði einu sinni og gat þá svarað öllu nema einu atriði, en það kom strax við næstu tilraun og nú get ég þulið upp allt, nánast án þess að hugsa mig um!

Sólrún Valdimarsdóttir

Sæll Kolbeinn. Þetta er svo spennandi og skemmtilegt að ég get ekki beðið eftir næstu viku. Akkurat það sem ég þurfti!

Eva Aasted

Enn fleiri ástæður til að læra minnistækni:

Í starfi:

Minnistækni er öflugt verkfæri fyrir fólk á vinnumarkaði sem umgengst marga aðila og daglegt minni er undir álagi.

Í daglegu lífi:

Minnistækni er notadrjúg í hversdagsleikanum, hvort sem er heima við eða á ferðalögm.

Í starfi:

Minnistækni er frábær fyrir fólk á besta aldri, sem á erfitt með að muna nöfn eða finnur fyrir vaxandi óöryggi sem getur tengst erfiðleikum við að muna hluti.

Heilaleikfimi

Minnistækni byggir á hollum og góðum æfingum sem skerpa á minni og bæta einbeitingu.  Að æfa heilann er jafn mikilvægt og hver önur heilsurækt.

Vandræðalegt?

Finnst þér erfitt að læra ný nöfn og fyllist þú óöryggi í aðstæðum eins og veislum eða á vinnustað?  Okkur finnst traustvekjandi þegar einhver man nafn okkar.  Að sama skapi getur það farið öfugt ofan í okkur ef einhver man það ekki, eða notar jafnvel vitlaust nafn!  Minnistækni gerir þér kleift að læra ný nöfn á færibandi, án vandræða.

Auður Ragnarsdóttir, kennari í Grunnskóla Bolungarvíkur bauð nemendum sínum að læra minnistækni Betra náms.  96% nemendanna sögðu minnistæknina nýtast sér í náminu.  96 PRÓSENT!!

Um höfundinn

Kolbeinn Sigurjónsson

betra nám

Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Kolbeinn er sérfræðingur í lesblinduráðgjöf frá DDAI og tölvunarfræðingur.  Auk þess að hjálpa nemendum sem glíma við námsörðugleika vegna lesblindu eða ADHD, hefur Kolbeinn astoðað nemendur á öllum skólastigum við að sér minnistækni í námi.  Kolbeinn kenndi um 10 ára skeið eigið námskeið í minnistækni hjá Hringsjá, en auk þess hefur hann kennt minnistækni hjá Fræðsluneti Suðurlands, miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Mími símenntum.

Kolbeinn hefur verið ráðgefandi í fjölmiðlum í tengslum við umræðu um nám, námsörðugleika og námstækni

MINNISTÆKNI ER AUÐVELD!

  • Þú lærir  heima.  Við sendum þér strax aðgang að námskeiðinu, svo þú getur æft þig hvar sem er, á tíma sem hentar.  Enginn akstur, kostnaður eða tími.
  • Skýr vídeókennsla. Öll kennsla fer fram á stuttum myndböndum.  Engin flókin, skrifleg fyrirmæli.  Þú horfir og hlustar eins oft og þú þarft.
  • Skemmtilegar æfingar.  Æfingar og æfingablöð hjálpa þér að ná betri tökum á minnistækninni.  Þau eru á PDF sniði sem opnast í öllum tölvum og auðvelt er að prenta út.

Kostir minnistækni

Með því að læra minnistækni lærir þú aðferð eða tækni sem nýtist þér aftur og aftur um ókomin ár.  Í fjölmörgum fögum!

Snilldin liggur í ótrúlega einföldum "trixum" sem bókstaflega margfalda minnisgetuna.  Með því að nýta minnistækni í námi má minnka lestrarálag og tíma sem fer í lestur og endurtekningar.

Minnistækni ætti að vera jafnsjálfsögð í námi og hlaupaskór á hlaupabrautinni.  Bóklegt nám án minnistækni er eins og að hlaupa í gúmmístígvélum: Mögulegt, en þreytandi, leiðinlegt og þú kemur örugglega síðastur í mark.

100% endurgreiðsluábyrgð

Engin áhætta!

Við vitum að minnistækni virkar og þeir sem nota hana uppskera árangur og meiri frítíma.  Engu að síður bjóðum við 30 daga, 100% endurgreiðsluábyrgð.   Svo ábyrgðin er öll okkar.  Skráningu fylgir engin áhætta.  Svo hvers vegna ekki að prófa?

Ofurminni

100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga!

Fullur aðgangur að öllu efni í 2 mánuði

>