BETRA MINNI Á 4 VIKUM - Fjarnámskeið
GLEYMIR ÞÚ NÖFNUM?
viltu geta munað miklu meira - án erfiðis?
Lærðu að nota einfalda og skemmtilega heilaleikfimi til að stórbæta minnisgetuna á ótrúlega stuttum tíma!
Hissa hvað þetta er auðvelt!
Maria Cederborg
Viltu stórbæta minnið á einungis 4 vikum?
Það er algengur misskilningur að minnið sé ýmist gott eða slæmt. Í raun er minnisgetu okkar engin takmörk sett.
Með einfaldri minnistækni getur þú margfaldað minnisgetuna á stuttum tíma!
Þetta er svo spennandi og skemmtilegt að ég get ekki beðið eftir næstu viku!
Eva Aasted
Vertum með á vönduðu og skemmtilegu fjarnámskeiði í minnistækni og lærðu að stórbæta minnisgetuna!
Þjáist þú af eftirfarandi?
Minnisnámskeiðið byggir á aldagömlum aðferðum sem hentar fólki á öllum aldri. Minnistækni er auk þess frábær heilaleikfimi sem skilar sér í ótrúlegum minnisframförum og þú sérð árangurinn strax!
"Algjör uppljómun!" - Nanna Teitsdóttir
90% ENDURGREITT?
Þú gætir fengið allt að 90-100% námskeiðsgjaldsins endurgreitt frá þínu stéttarfélagi. Vinnumálastofnun endurgreiðir allt að 70%!
100%
ábyrgð
engin áhætta - 100% ábyrgð
Ef svo ólíklega vill til að minnistæknin tvöfaldar ekki minnisgetu þína, færðu námskeiðið endurgreitt! Allt sem þú þarft að gera er að senda okkur tölvupóst innan 30 daga frá skráningu og óska eftir endurgreiðslu.
Kostir minnistækni
Einföld
Allir geta lært minnistækni. Ég hef séð fólk frá 7-70 ára ná frábærum árangri.
Skemmtileg
Minnistækni er holl og góð heilaleikfimi sem eykur sjálfstraust og færni.
Gagnleg
Minnistækni nýtist þér bæði í daglegu lífi og starfi.
Þetta segja nemendur
Sæll Kolbeinn. Ég tók þátt í námskeiðinu hjá þér fyrir ca 2 árum. Mér fannst það alveg meiriháttar gott, og ég er alveg að nýta mér það enn. Þetta ættu sem flestir að gera! Kærar kveðjur og takk fyrir mig.
Þórey Eyjólfsdóttir
Já ég SKEMMTI mér svo sannarlega. Það er yndisleg tilfinning að finna að maður er ekki alveg elliær gleymiskjóða.
Mjög góð framsetning og enn fleiri verkefnablöð gætu komið að góðu gagni. Það er tilhlökkunarefni að opna verkefnin og spennandi að vita hvernig maður stendur sig og hvað maður man. Bestu þakkir fyrir mig 😊
Fyrirmælin eru skýr og kennslumyndböndin passlega löng 😊
Það er mér sönn ánægja að segja mína upplifun á námskeiðinu. Námskeiðið var mjög vel framsett og hnitmiðað að mínu mati.
Þessi tækni mun án efa fylgja mér áfram því mér finnst hún hjálpa við að muna.
Ég get með sanni sagt að ég hafði mikið gagn og gaman af námskeiðinu
Mér gengur ágætlega, kemur mér á óvart hvað mér gengur vel að tengja, ég er með gott sjónminni.
Þetta þvældist aðeins fyrir mér fyrst en svo eftir samtal við Kolbein hjá Betra nám kom þetta 😊
Sé ekki eftir því!
Fyrir mig að muna fannst mér erfitt. Ég sá kynningu á Minnispúkanum á Facebook og fannst þetta vera sniðugt og geta hjálpað mér. Hér er ég og sé ekki eftir því að hafa skráð mig, Tel að þetta hjálpi mér, þetta gengur vel og mér finnst minnistæknin gagnleg fyrir mig. Ég þarf bara að gefa mér góðan tíma í þetta með opnum huga.
Minnistækni bætir lífsgæðin
Í starfi:
Minnistækni er öflugt verkfæri fyrir fólk á vinnumarkaði sem umgengst marga aðila og daglegt minni er undir álagi.
Í daglegu lífi:
Minnistækni er notadrjúg í hversdagsleikanum, hvort sem er heima við eða á ferðalögm.
Fyrir allan aldur:
Minnistækni er frábær fyrir fólk á besta aldri, sem á erfitt með að muna nöfn eða finnur fyrir vaxandi óöryggi sem getur tengst erfiðleikum við að muna hluti.
Heilaleikfimi
Minnistækni byggir á hollum og góðum æfingum sem skerpa á minni og bæta einbeitingu. Að æfa heilann er jafn mikilvægt og hver önur heilsurækt.
Betra minni eykur sjálfstraust
Auður Ragnarsdóttir, kennari í Grunnskóla Bolungarvíkur bauð nemendum sínum að læra minnistækni Betra náms. 96% nemendanna sögðu minnistæknina nýtast sér í náminu. 96 PRÓSENT!!
Um höfundinn
Kolbeinn Sigurjónsson er sérfræðingur í lesblinduráðgjöf frá DDAI og tölvunarfræðingur. Auk þess að hjálpa nemendum sem glíma við námsörðugleika vegna lesblindu eða ADHD, hefur Kolbeinn astoðað nemendur á öllum skólastigum við að nýta sér minnistækni í námi. Kolbeinn kenndi um 10 ára skeið eigið námskeið í minnistækni hjá Hringsjá, en auk þess hefur hann kennt minnistækni hjá Fræðsluneti Suðurlands, miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Mími símenntum.
Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.
VERTU MEÐ!
lesarar
Þórunn Lárusdóttir, leikkona
Kolbeinn Sigurjónsson, leiðbeinandi
Um námskeiðið
- 1100% fjarnámskeið. Þú lærir heima, þegar þér hentar.
- 2Stutt og skýr kennslumyndbönd. Engin flókin, skrifleg fyrirmæli. Þú horfir og hlustar eins oft og þú þarft.
- 3Skemmtilegar æfingar hjálpa þér að ná góðum tökum á minnistækninni.
ÓKEYPIS STUÐNINGUR
Með skráningu fylgist ókeypis stuðningur eftir þörfum.
Tölvupóstur eða símtal, þitt er valið.
SKRÁNING
29.900.-
Við skráningu færðu strax fullan aðgang að námskeiðinu. Engin binding og 30 daga endurgreiðsluábyrgð!
90% endurgreitt?
Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðskostnað um allt að 90% - og Vinnumálastofnun um 70%!