lærðu námstækni

VILTU MINNKA LESTRARÁLAGIÐ, GLÓSA MINNA OG FÁ HÆRRI EINKUNNIR?

námstækni sem gerir bóknámið að leik!

Ég hefði viljað læra þetta fyrir 20 árum!

Ólafur Geir // Laganemi

Lestu hægt?  Er erfitt að halda athygli við lesturinn?

Flestir gera þau mistök að lesa of oft, glósa ýmist of mikið eða ekki neitt.

Minni lestur

Lágmarkaðu lestrarálagið og þar með tíma og orku sem fer í lestur.

Betri glósur

Lærðu að glósa með aðferðum sem heilinn skilur - og minnið elskar.

Léttari próf

Markvissari prófaundirbúningur með minni próflestri.

LÆRÐU AÐ GLÓSA!

NÁMSTÆKNI BORGAR SIG ALLTAF - AFTUR OG AFTUR

  • Viltu minnka lestrarálag til muna?
  • Ertu með lesblindu eða ADHD?
  • Viltu finna lykilatriðin í texta, auðveldlega?
  • Eru glósurnar þínar í óreiðu?
  • Finnur þú fyrir prófkvíða?

Námstækni minnkar álag, streitu og bætir árangur!

Frábært námskeið sem ég vildi óska að ég hafi fundið fyrr!  Er nýlega greind með adhd og hef ég aldrei lært námstækni fyrr en nú.

Hef verið mjög óskipulögð og kvíðin fyrir öllum prófum… og háskólaganga mín gengið brösulega.  Nú er ég í fyrsta skipti spennt að læra og hlakka til að nýta nýju námstæknina sem ég er búin að læra.

Lengdin á myndböndunum var fullkomin. Nægilega stutt svo athyglin hélst út allt myndbandið og frábært að geta merkt við hvern kafla  og séð í prósentu hvað maður er kominn langt. Virkilega hvetjandi.

Er að læra fyrir inntökupróf í sjúkraþjálfun og sé ég fyrir mér að nota glósutæknina fyrir öll fögin sem eru til prófs.

Rakel Marín Jónsdóttir // Stefnir á sjúkraþjálfun

Umsögn um  Glósuskólann

Ég hef kynnt mér Glósuskólann og verð að hrósa Kolbeini hjá Betra nám fyrir frábært námskeið. Ég lærði mjög mikið sjálfur sem hefði auðveldað mér námið á mínum námsárum. 


Í Glósuskólanum eru kenndar aðferðir sem létta nemandanum lífið og námið til muna og lærdómurinn verður markvissari.  Mun meiri athygli fer að ná aðalatriðum í lestrinum.  Undirbúningur fyrir próf verður árangursríkari og mikill tími sparast með því að fylgja þeim aðferðum sem eru kenndar á námskeiðinu.

Halldór Þorsteinsson / Kennari og viðskiptafræðingur

Námstækni borgar sig margfalt - alltaf!  Námstækni er hvorki flókin né kostnaðarsöm.  Engin áhætta fylgir því að bæta námstæknina, því þú færð hana margfalt til baka.  Er ekki kominn tími til að þína stærstu fjárfestingu í lífinu alvarlega - menntunina þína?

Prófkvíði, lesblinda eða ADHD?

Kvíði dregur verulega úr náms- og minnisgetu.  Prófkvíði og fullkomnunarárátta valda því að margir byrja of seint að læra fyrir próf eða verkefni, sem veldur svo enn meiri kvíða og vítahringur skapast.

Þjáist þú af prófkvíða?  Þú ert ekki ein(n)!  Svör nemenda úr könnun Betra náms segja sína sögu, þar sem uþb. 70% finna oft fyrir prófkvíða.

Um höfundinn

Kolbeinn Sigurjónsson lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Kolbeinn hefur sérhæft sig í úrræðum tengdum námsörðugleikum með áherslu á nemendur með lesblindu og ADHD.

Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.

nánari upplýsingar - vertu með!

Námstækni er líka fyrir þá sem gengur vel í námi

Námstækni gagnast öllum, á öllum skólastigum.  Námstækni snýst einfaldlega um að nota skilvirkari leiðir við námið.  Þér þarf ekki að ganga illa til að hafa gagn af námstækni.

"Ég er með ADHD, er námstækni fyrir mig?"

Já!  Ef eitthvað er, þá ættir þú að læra námstækni, einmitt VEGNA þess að þú ert með ADHD eða lesblindu.

Glósuaðferðirnar henta þessum hópi einmitt sérstaklega vel, þar sem þær geta dregið verulega úr lestrarálagi og hjálpað þér í glímunni við lesfögin.

89% nemenda vilja læra að glósa betur - Hvað með þig?

Könnun okkar varpar ljósi á þá þætti sem trufla nemendur mest í námi.  Tengir þú við þetta?

bæta leshraða (45%)
Current Progress
Current Progress
Current Progress
að finna mikilvæg atriði í texta (94%)
Current Progress
Current Progress
Current Progress
að muna betur staðreyndir og svör (87%)
Current Progress
Current Progress
Current Progress
að læra að glósa betur (89%)
Current Progress
Current Progress
Current Progress
að stytta námstímann (63%)
Current Progress
Current Progress
Current Progress
bæta undirbúning fyrir próf (90%)
Current Progress
Current Progress
Current Progress

Mun 100% nýta mér!


Erla Hadda Franksdóttir Laganemi

Mjög góð námstækni miðluð af þekkingu á einfaldan hátt. Frábært! Talar mannamál og kemur hlutunum vel til skila. Myndir og uppbygging myndbandanna virkilega góð og lengdin fullkomin, þannig að einbeitingin helst út myndbandið. Frábært að hafa svona "litla skammta" svo það þurfi ekki að klára allt á einu bretti. Ég mun 100% nýta mér þetta, ég hef ekki [glósað] rétt hingað til og þetta mun klárlega nýtast mér, í mínu mjög svo krefjandi námi. Takk fyrir mig! :)

Betra nám kynnir

Fjarnámskeið í GLÓSUTÆKNI!

Glósuskólinn byggir á þaulreyndum aðferðum sem Kolbeinn Sigurjónsson hefur bæði kennt um árabil og notað sjálfur.  Þessar aðferðir hafa reynst breiðum hópi nemenda á öllum aldri sérstaklega vel.

Glósuskólinn er 100% fjarnámskeið þar sem öll kennsla fer fram á stuttum, skýrum myndböndum.

Hefði viljað læra fyrir 20 árum!


Ólafur Geir Ottóson Laganemi

Þetta á eftir að muna gríðarlega miklu þegar maður hefur náð tökum á þessu og þjálfað færnina. Hefði viljað gera þetta fyrir 20 árum 😊

Mun nýtast mér í krefjandi lögfræðinámi sem ég er í núna, enda er all svakalegur lestur í því námi.

Þetta lærir þú í Glósuskólanum

Taktu námið föstum tökum með því að læra nýja hluti og verða enn betri í því sem þú kannt fyrir.

Lestur

Lærðu að finna lykilatriði í námstexta með markvissari hætti, og minnka lesefni til prófs verulega, allt að 90%.

Glósur

Við kryfjum hugarkort til mergjar og þú lærir að gera kort sem dýpka skilning þinn á námsefninu.

Upprifjun

Góð minnisspjöld gegna lykilhlutverki í upprifjunum fyrir próf.  Lærðu að gera minnisspjöld sem virka.

Meðal efnis í Glósuskólanum:

hvers vegna að nota námstækni?

  • Er hægt að stytta námstímann og bæta árangur í leiðinni?
  • Hvers vegna það getur borgað sig að lesa sem minnst (og sem sjaldnast)?
  • Hvernig þú getur stórbætt námsgetu þína - án þess að lesa hraðar
  • Hvers vegna heilinn blekkir okkur til að lesa oftar en við þurfum
  • Hvað ber að varast ef þú hefur prófað námstækni áður

lestur - yfirstrikanir & niðurskurður lesefnis

  • Að skera niður lesefni til prófs um allt að 90%
  • 4 algengar glósugildrur
  • Þegar lesturinn skilar okkur litlu
  • Kostir og gallar mismunandi yfirstrikunaraðferða
  • 5 leiðir til að finna lykilatriði í námstexta
  • Lykillinn að árangri

HUGARKORT - SAMHENGI & SKILNINGUR

  • Hvað eru hugarkort og hvernig þau geta leyst vandann sem lesturinn skapar
  • 7 ástæður þess að hugarkort eru konfekt fyrir heilann
  • Hvernig hugarkort endurspegla skilning okkar á námsefninu
  • Ávinningur þess að glósa á "tungumáli" sem heilinn skilur (og þarf ekki að túlka)
  • Raunverulegt hlutverk hugarkorta
  • Galdurinn við HÁSTAFI
  • Hvers vegna eitt orð segir oft meira en heil setning
  • Hvernig einfaldar teikningar geta bætt dýpt í glósurnar þínar

minnisspjöld - upprifjanir fyrir próf

  • Minnisspjöld eða upprifjunarlestur – Hvort er betra?
  • 7 algeng mistök við gerð minnisspjaldanna
  • Eru minnisspjöld tímasóun?
  • 7 eiginleikar minnisspjalda sem virka
  • Hvernig litir láta glósurnar lifna við
  • 7 lyklar að betri upprifjunartækni
  • Spilaðu á undirvitundina og hún spilar með þér
  • Þrennt sem getur fellt þig

aukaefni

  • Er lesefnið þitt á rafrænu formi?

Efnishlutarnir eru birtir með fyrirvara um breytingar á efnistökum námskeiðs.  Heiti efnishluta gæti hafa breyst.  Efnishlutar gætu hafa bæst við, verið fjarlægðir eða breytt.

100% fjarnámskeið

Engin mæting, enginn akstur.  Þú færð aðgang að öllu efni og lærir í tölvunni heima þegar þér hentar.

léttir bóklegt nám

Glósuskólinn hentar þér hvort sem þú ert byrjandi í glósutækni eða hefur glósað árum saman.  Þú getur ekki tapað á því að læra nýja hluti eða sjá gamla hluti í nýju ljósi.  Jafnvel eitt nýtt atriði sem þú tilteinkar þér getur hjálpað þér verulega.

100% endurgreiðsluábyrgð

Það fylgir engin áhætta skráningu í Glósuskólann.  Það er 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.

SKRÁNING

VELDU ÞÍNA LEIÐ:

Léttu þér námið til frambúðar - fyrir minni kostnað en 2 stakir einkatímar myndu kosta þig!

Öllum námsleiðum fylgir eftirfarandi:

  • 100% fjarnámskeið - engin mæting eða skilaverkefni
  • Aðgangur að efni í 4 vikur + 1 aukavika!
  • 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga
  • Allt að 30 mín. stuðningur í tölvupósti og/eða síma (kr. 14.900.-)

Lestur

Minnkaðu lestrarálagið

Lærðu að finna lykilatriðin í texta, skera niður texta og minnka lestrarálag verulega - jafnvel þótt þú lesir hægt.

15.900.-

  • Finndu lykilatriðin auðveldlega
  • Virkar þótt þú lesir hægt
  • Grunnurinn að góðum glósum
  • Fljótlegur yfirlestur

Glósur

Glósur sem virka

Allt um hugarkort, glósuaðferðina sem eykur minnisgetu og dýpkar skilning.

15.900.-

  • Lítið að skrifa
  • Lítið að lesa
  • Dýpri skilningur
  • Betra minni

Próf

Léttari upprifjun

Minnkaðu álag og streitu fyrir próf.  Marvissari upprifjun sem minnkar kvíða og eykur árangur í prófum.

15.900.-

  • Lærðu að nota minnisspjöld rétt
  • Hröð og markviss yfirferð fyrir próf
  • Lærðu að forðast algeng mistök
  • Meira sjálfstraust og minni kvíði fyrir próf

37% afsláttur!

Allir 3 hlutarnir í einum pakka!

29.900.-

Í stað kr. 47.700.-

  • 100% fjarnámskeið
  • 60 daga aðgangur
  • 30 daga ábyrgð

*Tvískipt greiðsla:  Fyrri greiðslan er greidd strax og sú seinni 30 dögum síðar.

Örugg greiðslumiðlun.  100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.
Með skráningu samþykkir þú skilmála Betra náms.
Mörg stéttarfélög og Vinnumálastofnun endurgreiða hluta námskeiðsgjalds.

Kolbeinn Sigurjónsson

Betra nám

Um höfundinn

Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Betra nám hefur veitt ráðgjöf og haldið námskeið fyrir þá sem glíma við erfiðleika í námi, einkum vegna lesblindu og ADHD.

Kolbeinn hefur auk þess haldið námskeið fyrir fræðslumiðstöðvar, s.s. Fræðslunet Suðurlands og Mími símenntun.  Um 10 ára skeið kenndi Kolbeinn sitt eigið námskeið í Minnistækni hjá Hringsjá.

Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004 og var virkur í innleiðingarferli Davis lesblindunámskeiðanna á Íslandi 2003.  Kolbeinn er með Diplóma í lesblinduráðgjöf frá Alþjóðlegu Davis samtökunum, dáleiðslu ásamt því að vera BSc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. 

Betra nám hefur verið ráðgefandi í fjölmiðlum varðandi málefni sem tengjast námi og námsörðugleikum

Fyrir hverja er Glósuskólinn?

Fjarnámskeiðið Glósuskólinn er hugsaður fyrir framhalds- og háskólanema sem vilja bæta námstækni sína.  Námskeiðið hentar nemendum óháð námsgetu.  Námstæknin hentar sérstaklega vel nemendum með lesblindu eða ADHD.

Lesblinda eða ADHD?

Ef þú lest hægt eða átt erfitt með að halda athygli við lestur, þá getur bætt námstækni breytt miklu fyrir þig.  Margir eiga sérstaklega erfitt með að finna lykilatriði í texta, finnst erfitt að skipuleggja glósur og undirbúningur fyrir próf er kvíðavaldandi.  Í Glósuskólanum lærir þú að tileinka þér sjónrænar námsaðferðir auk þess sem markmið okkar er að lágmarka lestur og þar með lestrarálag.

100% Endurgreiðsluábyrgð

Örugg greiðslugátt

100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga

Glósuskólanum fylgir 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.  Ef svo ólíklega vill til að námskeiðið standi ekki undir væntingum þarftu bara að senda mér tölvupóst og ég endurgreiði námskeiðsgjaldið að fullu.

Algengar spurningar

Hvernig er kennt?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Hentar þetta nemendum með lesblindu eða ADHD?

Er hægt að fá endurgreitt?

Hvað ef ég þarf hjálp?

Er þetta einkakennsla?


Allur réttur áskilinn - Betra nám

888-3313

>