lestrarþjálfun fyrir nemendur í 1.-6. bekk

ÞARF BARNIÐ ÞITT HJÁLP Í LESTRI?

Lesturinn í lag fyrir haustið - 20% afsláttur!

Sonur minn er 8 ára og var hægur í lestri.  Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu!  Kennarinn var alveg strórhrifinn 🙂

Sigurbjörg Ágústsdóttir

Áhyggjur af lestrinum?

Þekkir þú þessi einkenni?

✅Ruglast barnið á bókstöfum?
Nemendur sem eru líklegri til að lenda í lestrarvanda eiga það sameiginlegt að ruglast mikið á bókstöfum við upphaf lestrarnáms.

✅Les barnið algeng orð vitlaust, giskar eða hljóðar?
Þetta hamlar framförum, dregur úr hraða og minnkar úthald.  Hljóðun getur líka bitnað á lesskilningi og verið íþyngjandi fyrir barnið.

✅Þreytist barnið fljótt við lestur?
Barn sem les hægt og erfiðar við lestur þreytist fljótt. Áhugaleysi og mótþrói getur aukist hratt þegar árangurinn lætur á sér standa.

Forðaðu barninu frá varanlegum erfiðleikum í lestri og námi

Tvær góðar ástæður til að byrja strax

1️⃣ Rannsóknir sýna að börn sem lenda í vanda með lestur geta átt í varanlegum lestrarörðugleikum út ævina (Snowling, Bishop og Stothard, 2000).

2️⃣ 65-75% barna sem gengur lestrarnámið treglega lenda í námserfiðleikum síðar. - Rannsókn Badian, 1988; Scarborough, 1998

Lesum hraðar lestrarþjálfun

Betri lestur - án þess að lengja lestrartímann eða bæta álag!

Árangur með einföldum, stuttum og léttum æfingum í 5 mínútur samhliða heimalestri

Það gengur mjög vel og ég sé miklar framfarir nú þegar. Mér finnst þetta svínvirka 😊
Það hefur líka verið mjög gott að leita til þín.

Unnur Friðriksdóttir // Móðir

Sonur minn hefur aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa!

Foreldri um árangur barnsins síns eftir námskeiðið

Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.

Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr, eftir 3 mánuði hefur dóttir mín tekið alveg gríðarlegum framförum.

Hún er miklu öruggari núna og í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði!  Mér fannst það rosa stórt skref️ Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa 😊

Vala Ólöf Jónasdóttir - Foreldri "Lesum hraðar" nemanda

VERTU MEÐ - NÚ ER 20% AFSLÁTTUR!

Lesum hraðar vinnur með heilanum

Einfaldar æfingar

✅Hentar samhliða heimalestri
✅5 mínútur á dag
✅Innbyggð tækni eykur árangur

Allt sem þú þarft að vita um Lesum hraðar
- á innan við 2 mínútum!

Umsagnir foreldra