lestrarþjálfun fyrir nemendur í 1.-6. bekk
GENGUR LESTRARNÁMIÐ HÆGT?
LAGAÐU LESTURINN MEÐ EINFÖLDUM ÆFINGUM SEM TAKA BARA 5 MÍNÚTUR Á DAG - ÁN BÓKA!
Sonur minn er 8 ára og var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn 🙂
Sigurbjörg Ágústsdóttir
Áhyggjur af lestrinum?
Ruglast barnið á bókstöfum?
Les barnið algeng orð vitlaust, giskar eða hljóðar?
Þreytist barnið fljótt við lestur?
Byrjaðu strax og minnkaðu hættuna á varanlegum erfiðleikum í lestri - og námi
Tvær góðar ástæður til að byrja strax
Rannsóknir sýna að börn sem lenda í vanda með lestur geta átt í varanlegum lestrarörðugleikum út ævina (Snowling, Bishop og Stothard, 2000).
65-75% barna sem gengur lestrarnámið treglega lenda í námserfiðleikum síðar. - Rannsókn Badian, 1988; Scarborough, 1998
Lesum hraðar lestrarþjálfun
Betri lestur - án þess að lengja lestrartímann eða auka álag!
Árangur með einföldum, stuttum og léttum æfingum í 5 mínútur samhliða heimalestri
Strákurinn minn er í 1. bekk og ég ákvað að skrá hann á námskeiðið hér til að hjálpa honum að ná fyrr tökum á lestrinum.
Það er mikill kostur að æfingarnar taka stutta stund og ég sé strax mun eftir 2 vikur! Hann er öruggari og farinn að lesa meira og hraðar.
Birna Hannesdóttir - Móðir
Dóttir mín átti í erfiðleikum með að byggja upp hraðann í lestrinum. Ef leiðbeiningunum er fylgt er ÁRANGUR ÓUMFLÝJANLEGUR.
Rúnar Þór Þórarinsson -
Það gengur mjög vel og ég sé miklar framfarir nú þegar. Mér finnst þetta svínvirka
Það hefur líka verið mjög gott að leita til þín.
Unnur Friðriksdóttir // Móðir
Sonur minn hefur aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa!
Foreldri um árangur barnsins síns eftir námskeiðið
Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.
Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr, eftir 3 mánuði hefur dóttir mín tekið alveg gríðarlegum framförum.
Hún er miklu öruggari núna og í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði! Mér fannst það rosa stórt skref️ Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa
Vala Ólöf Jónasdóttir - Foreldri "Lesum hraðar" nemanda
SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!
Lesum hraðar þjálfunin eykur sjálfvirkni og flæði í lestri
Einfaldar æfingar
Hentar samhliða heimalestri
5 mínútur á dag
Innbyggð tækni eykur árangur
Allt sem þú þarft að vita um Lesum hraðar
- á innan við 2 mínútum!
Umsagnir foreldra
Sé strax breytingar
Ég vildi prófa hvort það væri auðveldara að halda við og jafnvel bæta lesturinn í sumarfríinu með aðstoð þessa námskeiðs
Já mjög góðar
Bara vel.
Það eru bara komnar um 2 vikur sem við höfum verið akrìv en já mér finnst þetta koma vel út hjá okkur.
Já virkilega gott að fá upplýsingar og aðstoð eftir þörfum.
Nei, mér dettur ekkert í hug
Fáránlega lóðrétt!
Sælar, nú eru heldur betur framfarir hjá okkar manni 😊
Hann las 95 orð í lesfimi og vantaði lítið upp á að hann náði V2, línan hans er fáranlega lóðrétt.
Lesskilningur fylgir hratt með og hann svaraði 17 af 20 spurning rétt. Textinn er erfiður og alls ekki auðlesinn.
Við erum svo ánægðar með árangurinn , til hamingju með flotta strákinn ykkar sem gefst svo sannarlega ekki upp!
Kveðja [Umsjónarkennari]
Frábærar framfarir!
Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þessar frábæru framfarir hjá honum og hverni hann náði loksins að ná tökum á stöfunum eftir að hafa kennt honum með annarri aðferðarfræði. Innilega þakkir fyrir það🙏
Líkti þessu við kraftaverk!
Sonur okkar er nú í 3. bekk og gat ekki lesið "Sísí og Lóló". Síðasta haust tókum við hann úr lestrarkennslunni og fylgdum þessari kennsluaðferð og hann er nú farinn á lesa eftir eina önn. Við fengum nú tölvupóst frá kennaranum. Hún var svo hissa yfir framförunum að hún fór að gráta og líkti þessu við kraftaverk!
Lásum 8 bls!
En magnað, hann er orðinn áhugasamur að lesa og lásum 8 bls í gær🙏
Gengur frábærlega!
Lestrarörðugleikarnir úr sögunni!
Dóttir mín átti í erfiðleikum með að byggja upp hraðann en eftir Lesum hraðar æfingarnar eru lestrarörðugleikarnir eru eiginlega alveg úr sögunni.
Forritið leysti úr erfiðleikunum á snilldarlegan hátt og með því að leyfa barninu að finna fyrir HRAÐRI FRAMFÖR (börn eru óþolinmóð) þá hélst áhuginn.
Molar niður fyrirstöðurnar!
Dóttir mín ruglaðist á ólíklegustu stöðum í lestrinum svo við skráðum okkur á Lesum hraðar.
Sérlega ánægjulegt var að fylgjast með því hvernig æfingaforritið hvatavæðir árangur og er eldsnöggt að finna út lestrarveikleikana og ræðst á fyrirstöðurnar og hjálpar barninu - dóttur minni - að mola þær á ÁNÆGJULEGAN HÁTT með jákvæðri svörun
ÁRANGUR ÓUMFLÝJANLEGUR!
Dóttir mín átti í erfiðleikum með að byggja upp hraðann í lestrinum. Ef leiðbeiningunum er fylgt er ÁRANGUR ÓUMFLÝJANLEGUR.
Mæli með fyrir öll börn!
ÁRANGUR ÓUMFLÝJANLEGUR!
Dóttir mín átti í erfiðleikum með að byggja upp hraðann í lestrinum, ruglaðist á ólíklegustu stöðum þannig að erfitt var að átta sig á hvað var að því á sömu stundu var stafsetningargeta hennar ágæt, þannig að ólíklegt var að um dæmigerða lesblindu væri að ræða. Ég kynnti mér Lesum Hraðar hjá Betra nám og leist mjög vel á áherslurnar og uppsetninguna, og keypti áskrift.
Við fórum samviskusamlega eftir öllum leiðbeiningum og til að segja stutta sögu enn styttri þá er þetta svona: Ef leiðbeiningunum er fylgt er ÁRANGUR ÓUMFLÝJANLEGUR.
Sérlega ánægjulegt var að fylgjast með því hvernig forritið hvatavæðir árangur og er eldsnöggt að finna út lestrarveikleikana og ræðst á fyrirstöðurnar og hjálpar barninu - dóttur minni - að mola þær á ÁNÆGJULEGAN HÁTT með jákvæðri svörun.
Mikilvægt er að vera með barninu, ekki láta það vera einsamalt í þessu, það er gaman fyrir barnið, því börn gangast upp í því að verða betri og fara hratt fram fyrir framan augun á mömmu sinni eða pabba. Þau VILJA vera dugleg og uppskera hrifningu og það er það sem gerist.
Lestrarörðugleikarnir eru eiginlega alveg úr sögunni. Þegar dóttir mín var orðin þokkaleg var hún farin að vilja lesa bækur frekar en að gera síðustu æfingarnar í forritinu, sem er líka FRÁBÆRT því auðvitað vill maður ekki að síminn/snjalltölvan verði forsenda þess að barnið manns vilji lesa. Það kom í ljós að litlu orðin, og ekki bara ákveðnir stafir heldur ýmis stafasambönd voru vandamálið. Vel þekktir stafir og hljóð, voru að vefjast fyrir henni í ákveðnum samhengjum og ekki öðrum. Forritið leysti úr því á snilldarlegan hátt og með því að leyfa barninu að finna fyrir HRAÐRI FRAMFÖR (börn eru óþolinmóð) þá hélst áhuginn.
Leggja mætti áherslu á það við foreldrana að vera lengi í einu í hvert sinn sem æfingarnar eru gerðar. Reyna að ná skriði og hætta meðan er gaman.
Kennarinn fór að gráta
Sonur okkar er nú í 3. bekk og gat ekki lesið "Sísí og Lóló". Síðasta haust tókum við hann úr lestrarkennslunni og fylgdum þessari kennsluaðferð og hann er nú farinn á lesa eftir eina önn.
Nokkuð sem við vorum búin að berjast við í tvö ár! Hann fór aftur í lestrartíma eftir áramótin og við fengum tölvupóst frá kennaranum. Hún var svo hissa yfir framförunum að hún fór að gráta og líkti þessu við kraftaverk!
Ótrúlega þakklát
Þvílíkt stökk!
Miklu öruggari!
Ég finn mikinn min á leshraðanum. Sonur minn hikstar ekki eins á orðunum og er miklu öruggari. Ég get mælt með þessu 😊
Sjáum mikinn mun!
Drengurinn okkar sem er 7 að verða 8 ára var að lesa mjög hægt og honum fannst hann þurfa að lesa hvern staf og átti mjög erfitt með að læra orð utan að.
Bara eftir 3-4 vikur erum við farin að sjá mjög mikinn mun, hann er farinn að lesa miklu hraðar, öruggar, nota sjónminnið.
Við erum mjög ánægð, við sendum eina fyrirspurn sem við fengum svar við strax og þjónustan er frábær 👍
Minna hik og meira sjálfstraust
Sonur minn var lengi að læra stafina og að byrja að lesa. Komst ekki af stað fyrr en í mars í 1. bekk. Hann les hægt og hefur alltaf talað um að stafirnir lyftist upp af blaðinu og hreyfist. Í vor rétt náði hann lestrarviðmiði 1 í 2. bekk. Við vildum grípa strax inní og ég var búin að spá að kaupa námskeið hjá Kolbeini frá því fyrra vetur, en lét fyrst verða að því núna!
Æfingarnar eru mjög góðar og það hefur gengið mjög vel. Við sáum árangur strax eftir eina viku. Hann æfði sig 6 daga í röð fyrstu vikurnar og er núna orðinn jákvæðari að lesa heima. Hikið hefur minnkað og sjálfstraustið er orðið meira þegar hann les.
Svínvirkar!
Það gengur mjög vel og ég sé miklar framfarir nú þegar. Förum ekki hratt yfir en mér finnst þetta svínvirka 😊
Það hefur líka verið mjög gott að leita til þín.
Ég skráði okkur því barnið mitt sýndi mikil einkenni um lesblindu og er undir meðallagi í lestri í skólanum. Æfingarnar hafa gengið vel því það er mikil aukning í hraða og áhuginn meiri 😊
Barnið mitt er seint til lesturs, ég var búin að fresta þessu í tvö ár þegar ég ákvað loksins að slá til. Æfingarnar eru mjög ítarlegar og góðar. Stundum finnst mér æfingarnar vera auðveldar en það er líka gott að sjá að barninu gengur vel.
Nú er hann hættur að giska á orðin og ég er mjög sátt.
Dóttir mín var að byrja í 2. bekk. Henni gekk illa í 1.bekk og sýndi litlar framfarir í leslestrarprófum. Það var líka erfitt að fá hana til að lesa heima.
Æfingarnar hafa gengið vel og eru mjög góðar, þær henta henni vel og ég er mjög ánægð með árangurinn!
Ég skráði dóttur mína vegna þess að það var svo erfitt fyrir mig að láta hana lesa eftir að grunnskólanum lauk og ég hafði áhyggjur að hún myndi ekki ná ná lestrinum og verða á eftir.
Námskeiðið er mjög skýrt og það hefur gengið mjög vel. Dóttir mín klappar alveg þegar æfingin er búin og hún sér að árangurinn er góður. Þetta er akkúrat sem hún þarf!
Takk fyrir frábært námsefni 😊
Dóttir mín er í 4. bekk og ruglast enn á stöfum og hefur takmarkaðan lesskilning.
Gagnvirkt námsefni hljómaði spennandi því það er alltaf stemming fyrir því að vera í símanum 🙂
Æfingarnar hafa gengið mjög vel og stafirnir eru strax farnir að skýrast hjá henni, þ.e. hún þekkir þá frekar en áður.
Ég sé árangur strax af þessu. Við byrjum með Lesum hraðar æfingunum og færum okkur svo í lestrarbókina úr skólanum og lesturinn flæðir betur.
Sonur minn er bara 6 ára en hann a erfitt með að muna stafina og eg er bara svakalega ánægð með þetta!
Barnið mitt er tvítyngt og á erfitt með lestur og talar ekki rétt.
Æfingar hafa gengið mjög vel og ekki skemmir að þetta er í símanum svo þetta er alltaf við höndina. Eldra barnið og það yngra sem er fimm ára eru líka að prófa og oft eru þau að gera þetta saman í bílnum eða jafnvel úti í bæ.
Við sjáum framfarir sjást strax þetta er snilldar námskeið!
Ég sé mikinn mun
Ég ákvað að skrá barn mitt á námskeiðið því hann hefur átt erfitt uppdráttar í lestri. Hann las hægt, þreyttist auðveldlega og ruglaði saman stöfum. Hann var farinn að dragast afturúr og ég vil gera allt svo hann haldi í sína jafnaldra.
Æfingarnar hafa gengið vel og sonur minn er alltaf spenntur að byrja, honum finnst þetta mjög gaman. Ég sé mikinn mun og það sem skiptir mestu máli er að hann sér sjáanlegan mun við hverja umferð.
Nú höfum við ekki verið lengi á námskeiðinu en ég sé strax mun á heimalestrinum. Það er kominn aukinn hraði hjá honum ásamt auknu sjálfstrausti, sem skiptir gríðarlegu máli. Við erum mjög sátt 😊
Mér fannst sonur minn fastur í að stafa orðin. Það vantaði líka meiri hraða svo mér fannst sniðugt að prófa hvort hægt væri að gera þetta í tölvunni.
Það gengur alltaf betur og betur. Ég sá strax rosalegan mun og tímatakan er spennandi og hvetjandi
Við sjáum mjög mikinn mun og námskeiðið er bara algjör snilld 😉
Man betur stafina
Heimalestur hefur gengið illa og framfarir hægar. Það myndast leiðinleg stemming á heimilinu þegar lesa á heima og mér finnst námserfiðleikarnir farnir að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd stelpunnar minnar og viðhorf hennar til skóla og náms.
Æfingarnar hafa gengið vel. Það er mun auðveldara að fá hana til að nota æfingaforritið en að lesa í lestrarbókinni. Við höfum því fækkað þeim mínútum sem hún þarf að lesa í bókinni og notum appið á móti því.
Árangurinn er sá að hún er farin að muna betur muninn á stöfum sem hún ruglaði saman áður s.s. u og ú, f og v, þ og ð ofl.
<#= testimonial.get('content') #>
Hraðamunur og betri athygli
<#= testimonial.get('content') #>
<#= testimonial.get('content') #>
Algjör snilld!
Lesum hraðar þjálfunin er algjör snilld!
Drengnum okkar hefur farið mjög hægt fram í lestri, og lestrarhraðinn óásættanlegur eftir 3 ár af stífum heimaæfingum. Í haust var hann svo greindur með lesblindu.
Æfingarnar hafa gengið mjög vel og það hentar vel hvað þær eru stuttar og hnitmiðaðar. Við sjáum