lestrarþjálfun fyrir 1.-4. bekk
ÁHYGGJUR AF LESTRINUM?
gengur lestrarnámið hægt?
Lesum hraðar námskeiðið eykur leshraða og framfarir með einföldum æfingum sem taka aðeins 5 mínútur á dag,og krefjast ekki bóka!
Sonum minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn 🙂
Sigurbjörg Ágústsdóttir
Lestrarþjálfun þarf að taka föstum tökum frá byrjun
Sonur minn hefur aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa!
Foreldri um árangur barnsins síns eftir námskeiðið

Barnið þitt þarf ekki að vera lesblint til að ná árangri með Lesum hraðar. Námskeiðið er hannað af lesblinduráðgjafa, æfingarnar taka stuttan tíma og henta því vel samhliða hefðbundnum heimalestri eða nemendum með lítið úthald.
Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn 🙂
Sigurbjörg Ágústsdóttir // Foreldri
Ef þú átt barn sem ruglast á stöfum, les algeng orð mjög hægt (hljóðar), notast við ágiskanir eða sýnir almennt litlar framfarir, þá eigum við samleið.
SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!
EINFALDAR ÆFINGAR SEM VIRKA
1.-4. BEKKUR
Barnið byggir upp lestrartæknina þegar mest liggur við.
ENGIN BÓK!
Æfingarnar eru í snjallsíma eða spjaldtölvu og henta vel samhliða heimalestri.
5 MÍNÚTUR
Mörg börn hafa lítið úthald. Æfingarnar taka því bara nokkrar mínútur á dag.

Lesum hraðar bætir lestrarviðbragðið með markvissum æfingum sem taka bara nokkrar mínútur á dag. Við æfum - og mælum - viðbragðið við bókstöfum og algengum hugtökum og bætum þannig nefnuhraðann og sjálfvirknina í lestrinum!

Nemandinn fær sjónræna endurgjöf eftir hverja umferð og sér því vel hvað þarf að æfa betur. Betra viðbragð eykur sjálfstraust og skilar sér í léttari og liprari lestri.
65-70% lenda í námsörðugleikum síðar
VISSIR ÞÚ að 65-75% barna sem gengur lestrarnámið treglega lenda í námserfiðleikum síðar, samanborið við aðeins 5-10% barna sem gengur vel að lesa?
Rannsókn Badian, 1988; Scarborough, 1998
Les miklu hraðar
Dóttir mín las hægt og stafaði sig í gegnum mörg orð. Fannst hún vera að dragast aftur úr í bekknum og henni leiddist heimalesturinn.
Dóttir mín les miklu hraðar eftir 2ja mánaða æfingar. Núna les hún miklu hraðar, hefur mikinn metnað í heimalestri og það sem okkur finnst lang mikilvægast er að hún er farin að lesa bækur sér til skemmtunar.
Móðir
Ég á einn 6 ára sem hefur verið í talþjálfun í 3 ár og tal hefur gengið brösuglega. Þegar hann byrjaði í skóla þá var hann ólæs og ég hafði áhyggjur af því að þetta myndi ekki ganga vel.
Æfingarnar hafa gengið mjög vel, hann var áhugasamur og endurtekningin hentaði honum mjög vel. Við sjáum mikinn árangur, ég get nánast sagt að hann hafi orðið fluglæs á þessum eina vetri!
SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!
Æfingar hafa gengið vel, hann er áhugasamur og vinnur hratt og örugglega. Mér finnst uppsetningin sniðug og hann ætti að ná að virkja minnið og þar af leiðandi leshraðann.
Á dögunum tók hann þátt í Stóru upplestrarkepninni, sem hefði í raun verið óhugsandi miðað við hvernig málin voru stödd á sínum tíma.
Hann sigraði keppnina bæði í sínum skóla og svo í Skagafirði. Mér finnst að þetta gefi mynd að því hvað er hægt að áorka ef maður hefur góða aðstoð!
Garðar P. Jónsson Faðir
Ég vil byrja á því að þakka fyrir góð námskeið, Lesum hraðar og Reiknum hraðar sem sonur minn hefur verið að nota. Ég þakka kærlega fyrir okkur bæði og mæli hiklaust með þessum námskeiðum, þau gerðu kraftaverk.
Guðrún Lára Móðir
Við erum mjög ánægð með námskeiðið og sonur okkar sem er í 2. bekk hefur náð mjög góðum árangri. Kristinn tók lestrarpróf í gær og það er mikil framför. Hann var með 74 atkvæði í janúar og núna í febrúar er hann með 115 atkvæði! Takk fyrir frábært námskeið!
María Móðir

Um höfundinn
Lesum hraðar er hannað og þróað af Kolbeini Sigurjónssyni sem hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004. Kolbeinn lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og hefur sinnt þjálfun, kennslu og ráðgjöf um árabil, bæði til einstaklinga og fræðslumiðstöðva og fjölmiðla.

ÓKEYPIS!

Fáðu ókeypis rafbókina Úr vörn í sókn - handbók fyrir ráðþrota foreldra.

Þekkir þú þessi einkenni?
Bættu lesturinn - án þess að auka álag eða lengja æfingatímann!
Þú flytur bara 5 mínútur af heimalestrinum yfir í Lesum hraðar!

Þannig bætir þú markvissum tækniæfingum sem barnið vantar inn í lestrarnámið. Æfingarnar skila sér í meiri leshraða, auknu úthaldi og síðast en ekki síst, meira sjálfstrausti.
Lesum hraðar er einfalt í notkun, krefst ekki bóka og tekur minna en 5 mínútur á dag!
SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!
Umsagnir foreldra um Lesum hraðar
30 DAGA ENDURGREIÐSLUÁBYRGÐ - ENGIN BINDING!
Við skráningu færðu strax fullan aðgang að Lesum hraðar. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa á 30 daga fresti þar til sagt er upp. Engin binding og 30 daga endurgreiðsluábyrgð!.
Hvernig virkar Lesum hraðar?
Nemandi sem á auðvelt með lestur, þekkir bókstafi án þess að hugsa. Hann þekkir líka útlit og merkingu flestra hugtaka án þess að hugsa. Vandamál í lestri má oft rekja til þess að nemandinn hikar eða ruglast þegar hann sér bókstaf eða hugtak.
Lesum hraðar æfingarnar bæta sjálfvirka viðbragðið sem lesturinn byggir á.

STAFAÞJÁLFUN
Lesum hraðar þjálfunin tekur markvisst á stafaruglingi. Hér sést hvaða stafir trufla lesturinn og viðbragðið er mælt og þannig er gefið til kynna hvaða stafi þarf að þjálfa betur.

NEFNUHRAÐI
Námskeiðið byggir á snerpuæfingum og þannig er nefnuhraði aukinn markvisst. Sérstakur orðabanki fylgir æfingunum og orð með háa birtingartíðni í texta eru æfð sérstaklega til að auka sjónrænan orðaforða barnsins. Viðbragð barnsins er mælt og þannig sést hvaða orð þarf að þjálfa betur, auk þess sem barnið fær endurgjöf strax sem hvetur það til dáða.

LESFIMI
Nemandinn getur valilð brot úr vinsælum barnabókum til að þjálfa lestur samfellds texta. Hér þjálfast barnið í því að nota jaðarsjónina til að öðlast tilfinningu fyrir "næsta" orði í setningunni. Hraðinn er birtur í rauntíma og árangurinn sést svart á hvítu þegar textinn er lesinn aftur.

FLÆÐI
Hér þjálfast augnhreyfingar og flæði þar sem lesandinn les kafla úr vinsælum bókum á stighækkandi hraða. Þessar æfingar flétta saman öllu sem á undan er komið og vekja auk þess áhuga barnsins á viðkomandi bók.

ENDURGJÖF EYKUR ÁRANGUR
Rannsóknir sýna að endurgjöf skiptir gríðarlegu máli. Hver æfingaumferð er stutt og í lok hennar birtist mælir sem sýnir hraða og viðbragð svart á hvítu. Þetta auðveldar bæði foreldri og barni að sjá hversu oft þarf að æfa hvert borð áður en haldið er áfram.
Lesturinn gekk alls ekki nógu vel og var strákurinn okkar hæglæs og ruglaðist auðveldlega í lestrinum. Lesturinn var erfiður og þar af leiðandi leiðinlegur og hann hafði lítið úthald og pirraðist auðveldlega. Lesum hraðar hjálpaði honum mjög mikið að ná upp meiri hraða, sjálfvirkni og öryggi í lestrinum.
Við byrjuðum að nota Lesum hraðar um haustið í 3. bekk og sáum miklar framarir og hann fann það sjálfur. Æfingarnar hentuðu okkar strák mjög vel. Það var gaman fyrir hann að sleppa lestrarbókinni og fannst skemmtilegt að lesa af spjaldtölvunni. Honum fannst þetta alltaf gaman og hvetjandi að sjá tímann og árangurinn sjónrænt í forritinu.
Þetta skilað góðum árangri og við fundum hraðann og öryggið aukast. Hann bætti sig ótrúlega mikið og fékk svo verðlaun við skólaslit fyrir mestar framfarir í lestri í bekknum sínum.
Hann var ótrúlega stoltur af þeim árangri og það hvatti hann áfram. Við sáum mikinn árangur en hann á samt enn í erfiðleikum og les ekki alltaf rétt, enda lesblindur en Lesum hraðar hjálpaði okkur ótrúlega mikið.
Hann var hæglæs og að ströggla mikið í lestrinum en getur nú lesið sér til ánægju og hraðinn er orðinn ásættanlegur.
Foreldri drengs í 3ja bekk
Skilaði miklum árangri
Í byrjun námskeiðs átti dóttir mín í erfiðleikum með að tengja vel stafina. Æfingarnar hentuðu frábærlega og skiluðu miklum árangri. Ég er mjög þakklát fyrir þetta námskeið. Dóttir mín var mjög dugleg að gera æfingarnar daglega í ca 4 mánuði og ég sé mikinn árangur. Ég er mjög sátt með námeiðið. Takk fyrir 🙂 Við eigum pottþétt eftir að skoða fleiri námskeið hjá þér Kolbeinn.
Móðir
Það er mikil lesblinda í fjölskyldu drengsins. Báðir foreldrar hans eru lesblindir og fjögur af fimm systkinum. Einnig hefur hann átt erfitt með allt námsefni, en það hefur breyst eftir að hann fór á ofvirkni og athyglisbresta lyf. Hann er í raun alveg rúmum 2 árum eftir á í námi. Mér var bent á þetta nám af tengdamóður minni. Og var ekki spurning að reyna á þetta, bæði fyrir mig að læra að kenna honum betur að lesa og fyrir hann að ná tökum á lestrinum. Núna er barnið mitt farið að lesa sér til skemmtunar og er ég svo hamingjusöm. Honum finnst þetta gaman og því held ég að æfingarnar hæfi honum vel.
Ég sé mun á hraðanum hjá honum og finnst finnst þetta svo flott námskeið. Bara takk fyrir þetta frábæra nám! Mun mæla með þessu við alla sem ég þekki og veit að eru í þessum erfiðleiknum. Kannski annað sem mér dettur í hug, hentar þetta námskeið fulloðnum líka? eða ertu með annað námskeið ætlað þeim?
Móðir
Mér fannst þetta námskeið frábær leið til að hjálpa til við lesturinn í sumarfríinu og um leið að þjálfa upp góðan leshraða.
Æfingarnar hentuðu dóttur minni mjög vel og spennandi að klára hvern áfanga fyrir sig
Við sjáum mun á fyrir og eftir námskeiðinu hjá henni, les hraðar og hugsar meira um hvað hún er að lesa.
Vinsælir höfundar leggja okkur lið
Lesæfingar ganga betur ef þær eru skemmtilegar!
Lesum hraðar byggir að hluta til á efni frá vinsælum höfundum sem við erum svo lukkuleg að eiga í gæfuríku samstarfi við.
Börn sem fara hægt af stað í lestri eða glíma við lestrarörðugleika eiga á hættu að geta ekki lesið sér til skemmtunar, hvað þá gagns. Því leituðum við til vinsælla höfunda og útgefenda þeirra um að leggja okkur til efni úr frábærum, vönduðum bókum.
Flestar bækurnar tilheyra bókaflokkum því það auðveldar okkur að velja næstu bók! Markmið okkar er að vekja áhuga barnsins svo það geti haldið lestrinum áfram í bókinni sjálfri!

Ævar Þór Benediktsson

Birgitta Haukdal

David Walliams

Ingibjörg Valsdóttir

Lesum hraðar námskeiðið var mjög góð innspýting í lesturinn. Strákurinn minn hafði aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa. Hann var miklu viljugri til þess að lesa smá í símanum hjá mér heldur en að taka upp bók. Árangurinn var áþreifanlegur eftir Lesum hraðar námskeiðið!
Sigrún Bjarnadóttir Móðir
Ath. Lesum hraðar er tímabundið einungis í boði fyrir Android síma og spjaldtölvur. Apple útgáfan er væntanleg innan skamms. Ef þú notar iPhone eða iPad, þarftu að hafa aðgang að Android tæki tímabundið. Þú skiptir svo yfir í Apple útgáfuna um leið og hún kemur.
SKRÁNING
Skráning kostar aðeins kr. 9.900.- /mán og þú stjórnar æfingatímanum.
Engin binding og 30 daga endurgreiðsluábyrgð!
skráning
Byrjaðu að bæta lesturinn strax í dag
9.900
/mán
Við skráningu færðu strax fullan aðgang að Lesum hraðar. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa á 30 daga fresti þar til sagt er upp. Engin binding og 30 daga endurgreiðsluábyrgð!.