lestrarþjálfun fyrir 1.-6. bekk

GENGUR LESTRARNÁMIÐ HÆGT EÐA ILLA?

áttu barn sem strögglar við að ná tökum á lestri?

Viltu sjá árangur með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag - og krefjast ekki bóka?

Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri.  Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn 🙂

Sigurbjörg Ágústsdóttir

Sýnir barnið þitt þessi einkenni þegar það les?

Saklaus einkenni geta verið merki um djúpstæðari vanda sem taka þarf á

Ruglast barnið á stöfum?

Stafaruglingur er algengur og getur verið þrálátur og erfiður viðureignar.  Stafaruglingur dregur úr úthaldi og hægir á framförum.

Lesum hraðar þjálfunin leysir úr stafaruglingi svo barnið þitt getur komist á næsta stig lestrarins og notið þess að læra að lesa.

Les barnið algeng orð vitlaust eða giskar?

Margir nemendur ná ekki þeim sjónræna orðaforða sem þarf svo lesturinn flæði betur.  Þessi hópur stólar á stafatengingu (hljóðalestur) og dregst því fljótlega aftur úr þegar kemur að lestrarviðmiðum skólans.

Með vísindalegum hætti eykur Lesum hraðar sjónræna orðaforðann hratt, sem auðveldar nemandanum að þekkja algeng hugtök á sekúndubroti í stað þess að hika og þurfa að brjóta heilann til að lesa orðið.

Þreytist barnið fljótt við lestur, eða pirrast?

Lestrarvandi útheimtir mikla orku sem bitnar á athygli og úthaldi nemandans.  Barn sem glímir við lestrarvanda uppsker oft lítið þrátt fyrir að viljinn sé fyrir hendi.  Með tímanum gera tilfinningasveiflur gjarnan vart við sig, s.s. pirringur, uppgjöf og mótþrói.

Þegar sjónræni orðaforðinn stækkar þarf nemandinn ekki að eyða orku í að lesturinn og getur því notið þess að lesa skemmtilegt efni bæði hraðar og lengur.

Vissir þú að erfiðleikar við upphaf lestrarnáms geta leitt til varanlegra lestrarörðugleika og almennra námsörðugleika?

Það er mjög mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þá óheillaþróun sem lestrarörðugleikar geta verið.  Rannsóknir sýna að börn sem lenda í vanda með lestur geta átt í varanlegum lestrarörðugleikum út ævina (Snowling, Bishop og Stothard, 2000).

65-70% nemenda sem ströggla í lestri lenda í námsörðugleikum síðar

VISSIR ÞÚ að 65-75% barna sem gengur lestrarnámið treglega lenda í námserfiðleikum síðar, samanborið við aðeins 5-10% barna sem gengur vel að lesa?  Rannsóknir sýna einnig að ekkert skiptir eins miklu máli í tengslum við lestrarvanda og snemmbært inngrip.  Með því að bíða og sjá til hvort barnið þitt rétti úr kútnum ertu að taka mikla áhættu - á kostnað barnsins.

Rannsókn Badian, 1988; Scarborough, 1998

Lesum hraðar þjálfunin er einföld í notkun, krefst ekki bóka og tekur minna en 5 mínútur á dag!

Sérhannað þjálfunarnámskeið fyrir nemendur í 1.-6. bekk sem eiga erfitt uppdráttar í lestri, hafa lítið úthald eða lesa hægt.

Lesum hraðar námskeiðið eykur hvorki álag né lestrartíma heima

Lesum hraðar æfingarnar bæta flæðið í lestrinum með einföldum æfingum sem taka bara 5 mínútur á dag - og krefjast ekki bóka.  Lestrarþjálfunin styður við heimalesturinn með því að styrkja nemandann í undirstöðuþáttum lestrartækninnar sem hann annars fær litla þjálfun í.

Heimalesturinn leysir sjaldnast vandann

Heimalesturinn er vissulega lykilþáttur í lestrarnáminu, en þegar vandamál eru annars vegar er alls ekki sjálfgefið að þau hverfi sjálfkrafa með góðri ástundun og reglulegum heimalestri.

Veikleikar heimalesturs

 • Heimalestur er í eðli sínu ómarkviss nálgun á lestrarvanda
 • Nemandinn fær ekki hjálp sem hann þarf, foreldra skortir þekkingu
 • Barnið festist í hljóðun og hægum lestri
 • Heimalestur er tímafrekur og þ.a.l. lýjandi nálgun fyrir nemanda sem strögglar

Lesum hraðar þjálfar viðbragð nemandans og styrkir þannig sjálfvirka umskráningu bókstafa og lestexta.

Lesum hraðar (3-5 mín)

 • Markviss viðbragðsþjálfun 
 • Brestir koma í ljós og eru lagaðir
 • Sjálfvirk upprifjun eykur árangur, nemandinn lærir hraðar
 • Æfingarnar taka stuttan tíma, auðveldara að halda athygli
 • Hugtök með háa birtingartíðni eru æfð markvisst og festast í sjónminni

Niðurstaða:

Um 75% vandamála í lestri má rekja til lítils nefnuhraða (skv. lesvefnum).  Nefnuhraði segir til um hve lengi það tekur nemandann að nefni bókstaf eða hugtak -  bera kennsl á það.


Sonur minn hefur aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa!

Foreldri um árangur barnsins síns eftir námskeiðið

Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.

Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr.  Við erum búnar að vera að vera með í 3 mánuði og dóttir mín hefur tekið alveg gríðarlegum framförum.

Hún er miklu öruggari núna og í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði!  Mér fannst það rosa stórt skref️ Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa 😊

Vala Ólöf Jónasdóttir - Foreldri "Lesum hraðar" nemanda

Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn 🙂

Sigurbjörg Ágústsdóttir // Foreldri

Barnið þitt þarf ekki að vera lesblint til að ná árangri með Lesum hraðar.  Námskeiðið er hannað af Kolbeini Sigurjónssyni lesblinduráðgjafa hjá Betra nám.  Æfingarnar taka bara 5 mínútur á dag og henta því vel samhliða hefðbundnum heimalestri.

SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!

EINFÖLD OG ÁRANGURSRÍK AÐFERÐ

1

1.-6. BEKKUR

Barnið byggir upp lestrartæknina þegar mest liggur við.

2

ENGIN BÓK!

Æfingarnar eru í snjallsíma eða spjaldtölvu og henta vel samhliða heimalestri.

3

BARA 5 MÍN!

Mörg börn hafa lítið úthald.  Æfingarnar taka því bara nokkrar mínútur á dag.

Þjálfun byggð á vísindalegum grunni

#1: Við byggjum upp sterkan grunn


Lesum hraðar bætir lestrarviðbragðið með markvissum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.  Við æfum - og mælum - viðbragð nemandans bætum þannig flæðið og sjálfvirknina í lestrinum.

#2: Við eyðum óvissu og hámörkum minnið


Rót lestrarvanda liggur oft í óvissu barnsins við að bera kennsl á bókstafi og hugtök.  Við gefum nemandanum tíma til að eyða þessari óvissu og öðlast þannig meira öryggi og sjálfstraust.

#3: Nemandinn sér árangurinn strax


Nemandinn fær sjónræna endurgjöf eftir hverja umferð og sér því vel hvað þarf að æfa betur.  Betra viðbragð eykur sjálfstraust og skilar sér í léttari og liprari lestri.

Lesum hraðar þjálfunin vinnur með heilanum - en ekki á móti

Innbyggð upprifjunartækni eykur árangur

Staðreynd: Heilinn gleymir flestu strax!  
Æfingakerfið hefur innbyggða "Teygða endurtekningu" (e. "spaced repitition") til að hámarka minnið.

45% gleymt eftir 20 mínútur!

Upplýsingar sem ekki eru rifjaðar upp fá ekki forgang og við gleymum þeim fljótt.

Endurtekning gerir gæfumuninn

Teygð upprifjun bjargar upplýsingum frá glötun, þær færast þannig ofar í minnið og við lærum hraðar.

Allt sem þú þarft að vita um Lesum hraðar
- á innan við 2 mínútum!

Sýnidæmi um áhrif nefnuhraða á lesturinn


Viltu vita hvaða áhrif nefnuhraði hefur á lesturinn?  Fylgstu með Hauki Gabríel 8 ára gera æfingu í Lesum hraðar æfingaforritinu. 


Nefnuhraði er í raun mæling á viðbragði nemandans.  Gott viðbragð tryggir léttari og hraðari lestur, með betra flæði.


Lesum hraðar bætir viðbragð og sjálfvirkni í lestrinum með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.

Móðir

Barnið mitt var lengi að lesa og fannst það leiðinlegt. Það er mikill munur á hraðanum og ég er rosa anægð.😊

Íris H. Klein

Móðir

Drengurinn minn var með leshraða rétt um 30 orð á mínútu, eftir þjálfunina vorum við að mæla hann með allavega 50 orð á mínútu.

Einnig er lesskilningur orðinn meiri og hann kom út yfir meðaltali bekkjarins í fyrsta læsisprófi vetrarins!

Sandra Sif Jónsdóttir

SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!

Æfingar hafa gengið vel, hann er áhugasamur og vinnur hratt og örugglega. Mér finnst uppsetningin sniðug og hann ætti að ná að virkja minnið og þar af leiðandi leshraðann.

Á dögunum tók hann þátt í Stóru upplestrarkepninni, sem hefði í raun verið óhugsandi miðað við hvernig málin voru stödd á sínum tíma.  

Hann sigraði keppnina bæði í sínum skóla og svo í Skagafirði.  Mér finnst að þetta gefi mynd að því hvað er hægt að áorka ef maður hefur góða aðstoð!

Garðar P. Jónsson Faðir


Ég vil byrja á því að þakka fyrir góð námskeið, Lesum hraðar og Reiknum hraðar sem sonur minn hefur verið að nota.  Ég þakka kærlega fyrir okkur bæði og mæli hiklaust með þessum námskeiðum, þau gerðu kraftaverk.

Guðrún Lára Móðir


Við erum mjög ánægð með námskeiðið og sonur okkar sem er í 2. bekk hefur náð mjög góðum árangri.  Kristinn tók lestrarpróf í gær og það er mikil framför.  Hann var með 74 atkvæði í janúar og núna í febrúar er hann með 115 atkvæði!  Takk fyrir frábært námskeið!

María Móðir

Um höfundinn

Lesum hraðar námskeiðið er þróað af Kolbeini Sigurjónssyni sem hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Kolbeinn lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og hefur sinnt þjálfun, kennslu og ráðgjöf um árabil, bæði til einstaklinga og fræðslumiðstöðva og fjölmiðla.

ÓKEYPIS!

Fáðu ókeypis rafbókina Úr vörn í sókn - handbók fyrir ráðþrota foreldra.


Bættu lesturinn - án þess að lengja lestrartímann

Þú flytur bara 5 mínútur af heimalestrinum yfir í Lesum hraðar!

Með Lesum hraðar bætir þú markvissum tækniæfingum sem barnið vantar inn í lestrarnámið, án þess að auka álagið!

Lesum hraðar æfingarnar taka bara 3-5 mínútur á dag og henta því vel samhliða hefðbundnum heimalestri.

5 mínútur á dag styrkja færni sem annars verður út undan!

LESUM HRAÐAR STYRKIR STOÐIRNAR SEM HEIMALESTURINN BYGGIR Á

 • Hvert æfingaborð tekur innan við eina mínútu.  Barnið þitt getur því gert 5-10 umferðir daglega sem auka snerpu og nefnuhraða án þess að þreytast.
 • Sérvalin hugtök með háa birtingartíðni í texta.  Með því að endurtaka sama borðið styrkist sjónminnið og barnið þarf síður að hugsa eða brjóta heilann um hugtakið.  Þetta léttir á huganum og eykur lestrarhraðann.
 • Æfingar námskeiðsins taka á mikilvægustu þáttum lestrartækninnar.  Með því að æfa hvern þátt afmarkað - en ekki í belg og biðu eins og gerist í venjulegum heimalestri - næst meiri árangur á skemmri tíma.
 • Markviss endurgjöf í stað margra mánaða óvissu.  Lesum hraðar mælir viðbragðstíma barnsins og veitir myndræna endurgjöf í lok hverrar umferðar.  Barnið sér því daglegar framfarir svart á hvítu.

SKRÁNING Í GANGI - VERTU MEÐ!

Umsagnir foreldra um Lesum hraðar

profile-pic
Vala Ólöf Jónasdóttir

Hefur tekið gríðarlegum framförum

Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.

Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr🙄 Við erum búnar að vera að vera með í 3 mánuði og dóttir mín hefur tekið alveg gríðarlegum framförum.

Hún er miklu öruggari núna og í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði. Mér fannst það rosa stórt skref. Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa.

profile-pic
Ragnhildur Elín Garðarsdóttir

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Elsý V.

Sjáum mikinn árangur

Stelpunni minni gekk ekki nógu vel í lestri í 1. bekk, við notuðum námskeiðið til að viðhalda lestrinum yfir sumarið. Ég mæli hiklaust með þessu, því það var mjög gott að nota þetta. Ég sé mikinn árangur og dóttir mín fann það líka sjálf.

profile-pic
Ragnhildur SIF Reynisdottir

Móðir

Stráknum mínum hefur ekki gengið nægilega vel með lesturinn, var orðinn þreyttur á þessum venjulega heimalestri. Við skráðum hann námskeiðið og hann bætti sig umtalsvert. Áhugavert að nálgast lestraræfingarnar á annan hátt en venja er. Við erum mjög ánægð með námskeiðið og getum hiklaust mælt með því. Þetta hefur hjálpað mikið, sérstaklega vegna þess að æfingarnar eru frábrugðnar þessum hefðbundna heimalestri og sonur minn hefur bætt sig í leshraðanum🙂

profile-pic
Guðrún Lára Móðir

Námskeiðið gerði kraftaverk

Ég vil byrja á því að þakka fyrir gott námskeið sem sonur minn sem nú er í 7. bekk hefur verið að nota.

Ég þakka kærlega fyrir okkur bæði, námskeiðið gerði kraftaverk og ég mæli hiklaust með þessu námskeiði.

profile-pic
Elísabet Sveinsdóttir

Móðir

Ég skráði son minn því hann þurfti hvatningu í lestri.

Lesm hraðar æfingarnar henta honum vel og eru skemmtilegar.

Öryggið er núna meira hjá honum. Þetta er frábært efni.

profile-pic
Brynja Pétursdóttir

Barnið mitt er tvítyngt og á erfitt með lestur og talar ekki rétt.

Æfingar hafa gengið mjög vel og ekki skemmir að þetta er í símanum svo þetta er alltaf við höndina. Eldra barnið og það yngra sem er fimm ára eru líka að prófa og oft eru þau að gera þetta saman í bílnum eða jafnvel úti í bæ.

Við sjáum framfarir sjást strax þetta er snilldar námskeið!

profile-pic
Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir

Les þrefalt hraðar!

Árangur hefur verið skýr, litla 7 ára fiðrildið mitt sem ekki hefur eirt við bækurnar hefur fengist til að lesa þessar stuttu æfingar á skjánum.

Frá 19 atkvæðum er hún komin uppí 58 og vegna framfara er byrjuð að eira mun betur við lestrarbókina.

Stefnum að lágmarki 80 atkvæði í vor!

profile-pic
Sigurbjörg Ágústsdóttir

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Þórunn Ásta

Móðir

Dóttir mín las hægt og stafaði sig í gegnum mörg orð. Fannst hún vera að dragast aftur úr í bekknum og henni leiddist heimalesturinn.

Æfingarnar hentuðu okkur mjög vel, æfingarnar eru stuttar og dóttir mín var mjög áhugasöm um þær. Hún fékk strax mjög jákvæða örvun af að keppa við sjálfa sig. Lítið mál að bæta þessu við heimalesturinn.

Dóttir mín les miklu hraðar eftir 2ja mánaða æfingar. Núna les hún miklu hraðar, hefur mikinn metnað í heimalestri og það sem okkur finnst lang mikilvægast er að hún er farin að lesa bækur sér til skemmtunar.

profile-pic
Helga Hallgrímsdóttir

Móðir

Strákurinn minn er með lesblindu og ég vildi finna einhverja leið til að hjálpa honum. Æfingarnar hafa gengið vel og að hafa þetta í forriti hjalpaði til að fá hann til að lesa og fannst honum það spennandi.

Þetta eru góðar æfingar og sé árangur eftir að hafa gert þær. Hann einbeitir sér meira við að lesa rétt i stað þess að flýta sér og lestrarhraðin er meiri.

Þetta er mjög flott æfingaforrit og minnir pínu á tölvuleiki því það eru borð eins og við kölluðum það. En takk fyrir þetta snilldar námskeið. Bestu kveðjur.

profile-pic
Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir Móðir

Skilaði miklum árangri

Í byrjun námskeiðs átti dóttir mín í erfiðleikum með að tengja vel stafina. Æfingarnar hentuðu frábærlega og skiluðu miklum árangri. Ég er mjög þakklát fyrir þetta námskeið. Dóttir mín var mjög dugleg að gera æfingarnar daglega í ca 4 mánuði og ég sé mikinn árangur. Ég er mjög sátt með námeiðið. Takk fyrir 🙂 Við eigum pottþétt eftir að skoða fleiri námskeið hjá þér Kolbeinn.

profile-pic
Þorvaldur Hermannsson Faðir

Snarpari í sínum lestri

Stelpan mín er mjög hæglæs og óörugg í sínum lestri. Hún er reyndar komin í 5. bekk en ég ákvað að taka námskeiðið og athuga hvort að þetta hentaði okkur.

Æfingarnar hafa gengið mjög vel og henni þykir þetta mjög skemmtilegt. Það er ekkert mál að láta hana gera æfingarnar.

Ég sé hraðamun og það tekur hana minni tíma að byrja og hún er snarpari í sínum lestri. Nú fer minni tími í að átta sig á orðunum og það er hægt að láta hana keppa við sjálfa sig. Hraðalestrinum með einni snertingu er mjög gott.

Það gæti líka verið sniðugt að gera skemmtileg verkefni þar sem lesskilningurinn er kannaður. Gæti t.d. komið inn á milli og þegar barnið er búið að ná góðum skilningi er hægt að halda áfram.

profile-pic
Sandra Sif Jónsdóttir

Móðir

Drengurinn minn er í 2. bekk sem var með leshraða rétt um 30 orð á mínútu,,, og það hafði í raun hægst á honum frá því í fyrsta bekk. Mjög hæglæs semsagt og stafaði sig í gegnum flest orð. Við vildum auka hraða og draga úr að stafa sig áfram.

Æfingarnar gengu vel. Stundum fékk hann nóg af þessu en var þó alltaf duglegur. Að þetta var í spjaldtölvu gerði gæfumuninn, hann hefði aldrei gert þessar æfingar af blaði.

Eftir þjálfunina vorum við að mæla hann með allavega 50 orð á mínútu.

Einnig er lesskilningur orðinn meiri og hann kom út yfir meðaltali bekkjarins í fyrsta læsisprófi vetrarins!

profile-pic
Karen Rúnarsdóttir

Heimalestur hefur gengið illa og framfarir hægar. Það myndast leiðinleg stemming á heimilinu þegar lesa á heima og mér finnst námserfiðleikarnir farnir að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd stelpunnar minnar og viðhorf hennar til skóla og náms.

Æfingarnar hafa gengið vel. Við erum ennþá í stafborðinu og flýtum okkur hægt. Mun auðveldara að fá hana til að nota appið en að lesa í lestrarbókinni. Við höfum því fækkað þeim mínútum sem hún þarf að lesa í bókinni og notum appið á móti því. Hún verður stundum leið þegar illa gangur en vill samt oftast halda áfram til þess að reyna að gera betur.

Árangurinn er sá að hún er farin að muna betur muninn á stöfum sem hún ruglaði saman áður s.s. u og ú, f og v, þ og ð ofl.

profile-pic
Auður Hanna Ragnarsdóttir

Barnið mitt ruglaðist á stöfum og var þreytt og óánægt við lesturinn. Ég ákvað því að prófa Lesum Hraðar námskeiðið og barnið var miklu ánægðara.

Æfingarnar ganga mjög vel, barninu finnst gaman að vinna verkefnin og við tölum um það sem vel var unnið.

Æfingarnar henta mjög vel, það er dagamunur á barninu, og því gengur betur með lesturinn.

profile-pic
Angelika Magdalena Fijal

Ég ákvað að skrá son minn á námskeiðið til að bæta lesturinn hjá honum. Æfingarnar hafa gengið vel, fer rólega af stað fyrst og svo batnar hraðinn eftir hvert borð og ég sé muninn á honum.

profile-pic
Þóra Björk Elvarsdóttir

Klárlega árangur

Ég keypti reiknum hraðar fyrir 10 ára dóttur mína og fannst svo sniðugt hve stuttan tíma það tók að æfa sig á hverjum degi og árangurinn svo sjáanlegur fyrir hana, að ég ákvað að prófa lesum hraðar fyrir son minn sem er 7 ára. Það tekur stuttan tíma að fara í gegnum verkefni dagsins og árangurinn er vel sjáanlegur. Þessar daglegu æfingar hjálpa þeim báðum að halda sér við og gefa þeim úthald til að halda áfram að æfa sig og verða betri. Þetta gefur þeim sjálfstraustið og úthaldi sem þarf👍

Æfingarnar eru stuttar og hnitmiðaðar sem henta okkur fullkomlega því það er svo auðvelt að halda einbeitingunni. Við fórum í gegnum fyrstu borðin léttilega en svo þegar þau fóru að þyngjast og orðin orðin erfiðari þá er það honum kappsmál að gera betur næst.

Það er klárlega er árangur sem við tökum bæði eftir🙏

profile-pic
Ingibjörg Haraldsdóttir

Móðir

Ég ákvað að skrá son minn því hann les mjög hægt og finnst yfir höfuð ekki gaman að lesa. Æfingarnar hafa gengið mjög vel Ég Sè mikin mun á honum og honum finnst þessar æfingar mjög skemmtilegar👍

profile-pic
Kristín Sigurjónsdóttir

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Sandra Sif Jónsdóttir

Móðir

Drengurinn minn var með leshraða rétt um 30 orð á mínútu, eftir þjálfunina vorum við að mæla hann með allavega 50 orð á mínútu.

Einnig er lesskilningur orðinn meiri og hann kom út yfir meðaltali bekkjarins í fyrsta læsisprófi vetrarins!

profile-pic
Erlendur Ísfeld

Les helmingi hraðar!

8 ára sonur minn var ekki að ná tökum á lestrinum, las hægt og heimalesturinn var orðinn að óbærilegri kvöð fyrir hann og okkur foreldrana.

Æfingarnar hentuðu honum mjög vel heimalesturinn varð strax miklu jákvæðara verkefni fyrir hann.

Þegar við byrjuðum þá las hann 70 atkvæði á mínútu þegar hann nennti því.

Strax eftir fyrsta mánuðinn varð mikil breyting.

Þá var hann kominn upp í 90 atkvæði á mínútu og nú er hann kominn í 140 atkvæði!

profile-pic
Guðrún Ríkarðsdóttir

Móðir

Við skráðum okkur til að hjálpa syni okkar að ná upp lestarhraða. Þetta hefur gengið mjög vel, ég sé mun á honum og hann hafði áhuga á þessu. Hann bað frekar um að fá að gera æfingarnar þarna heldur en að lesa í bók!

profile-pic
Svanhildur Bjargardottir

Móðir

Strákurinn minn átti í erfiðleikum með lestur. Æfingarnar henta honum vel, þær eru stuttar og hnitmiðaðar. Ég sé mikinn mun og það er líka meiri ánægja hjá honum að lesa. Við erum mjög sátt við þetta allt😊

profile-pic
Valgerður Bachman Móðir

Móðir

Ég sá rosalega mun hjá stráknum mínum í vor og því byrjuðum aftur. Þetta hefur líka hjálpað mér að sjá hvað má betur fara, þar sem ég skrái niður það sem hann á erfitt með að bera fram. Þetta gefur mjög góða sýn á hvað það er sem hann á erfitt með að lesa. Ég get látið skólann vita og eru því heimili og skólinn að vinna þannig saman í lestrinum út frá Lesum hraðar æfingunum.

profile-pic
Berglind Bergvinsdóttir

Kennari

Er með fjögur börn í Naustaskóla í tilraun hjá þér á vegum Aðalheiðar Skúladóttur. Námskeiðið gengur vel og ég næ að láta þau æfa sig fjóra daga í viku. Æfingarnar henta fínt hjá þessum krökkum sem ég er að prófa þetta á í 2. bekk í Naustaskóla.
Viðbragðið hjá þeim er betra eftir nokkrar umferðir.

profile-pic
Erlendur Ísfeld

8 ára sonur minn var ekki að ná tökum á lestrinum, las hægt og heimalesturinn var orðinn að óbærilegri kvöð fyrir hann og okkur foreldrana.

Æfingarnar hentuðu honum mjög vel. Við fórum eftir leiðbeiningum Betra Náms og heimalesturinn varð strax miklu jákvæðara verkefni fyrir hann.

Það kom upp í honum keppni og hann hafði gaman að því að klára borðin og þegar út í sögurnar var komið kepptist hann við að geta lesið sem hraðast.

Það að fá endurgjöf í lok hvers æfingaborðs skipti miklu máli.

Við vorum í prógamminu í 3. mánuði, október til og með desember 2016, en þá var ekki þörf á því lengur.

Þegar við byrjuðum þá las hann 70 atkvæði á mínútu þegar hann nennti því.

Strax eftir fyrsta mánuðinn varð mikil breyting.

Hann var kominn upp í 90 atkvæði á mínútu og hafði gaman af því að æfa sig að lesa.

Eftir þessa 3 mánuði var hann kominn upp í 140 atkvæði og heimalesturinn sem áður var kvöl og pína var orðinn að skemmtilegri stund fyrir hann og okkur foreldrana.

Það er gaman að segja frá því að núna í mars fórum við saman á bókamarkað og hann fékk að velja sér bækur sem hann langaði að lesa.

Hann fékk að kaupa 20 bækur sem flestar eru 100 til 150 bls að lengd og hann er nú þegar búinn með tvær þeirra.

Hann les í þeim upphátt fyrir okkur foreldrana í 15 mínútur á dag en einnig les hann orðið sjálfur í þeim sér til ánægju.

Í dag erum við með keppni í lestri sem er þannig að sá aðili á heimilinu sem les flestar mínútur er krýndur lestrarhestur vikunnar á sunnudagskvöldum.

Öll fjölskyldan tekur þátt og það er skráð niður hvað hver og einn les lengi á hverjum degi. Hann vann fyrstu keppnina og er með forystu í þessari viku.

Hann tekur þátt af lífi og sál og það sem áður var kvöl og pína sameinar nú fjölskylduna í lestri.

profile-pic
Guðmunda Elíasdóttir

Móðir

Strákurinn minn, 8 ára, er orðinn vel læs, en mér fannst vanta upp á að auka hraðann og skýrari lestur. Þess vegna ákváðum við að taka námskeiðið og sjá hvort honum færi fram.

Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Honum hefur fundist mjög spennandi að breyta til í heimalestrinum og ekki skemmir fyrir að fá að lesa í farsímanum!

Við höfum merkt framfarir og við höfum líka fengið endurgjöf frá skólanum þar sem við vorum spurð hvað við værum að gera, kennarinn hefur tekið eftir framförum🙂

Þessi uppsetning hefur hentað okkur vel,við erum að nýta okkur æfingarnar til að skerpa á lestrinum.

profile-pic
Adda

Móðir

Æfingarnar gengu mjög vel og dóttir mín tók mikinn kipp í einkunnum og er orðinn lestrarhestur í venjulegum bókum!

profile-pic
Guðrún S. Knútsdóttir

Sé mikinn mun

Barnið las hægt komið í 2. bekk í grunnskóla. Hafði engan áhuga á bókum og alltaf barátta að fá hann til að lesa heima.

Æfingarnar hentuðu mjög vel, honum fannst hann vera að spila tölvuleik í símanum og var alltaf ákafur að reyna að vinna hvert borð með þvi að ná háu skori.

Ég sé mikinn mun, hann les hraðar, fór í lestrarmat núna fyrri stuttu eftir að við vorum búin að nota þetta forrit í 2 mánuði og hann var kominn nálægt meðaltali😊 Hann les líka heima núna án vandræða, hefur samt lítinn áhuga á að lesa aðrar bækur en ég les fyrir hann og hann er til í að skoða bækur fyrir svefninn.

Við tókum pásu kannski bara vegna þess að hann var orðinn þreyttur og þurfti líka að lesa heima. Hefði kannski átt að tala við kennarann um að fá að nota bara Lesum hraðar suma daga, held að margir kennarar væru opnir fyrir því.

profile-pic
Anna Guðmundsdóttir

Dóttir mín er í 2. bekk og ég vildi prufa Lesum hraðar námskeiðið því mér fannst vanta eitthvað hjá henni.

Eftir að við byrjuðum sá ég strax að hún var að rugla stöfum, eins og til dæmis b og d.

Æfingarnar gengu vel og æfingatíminn var fínn og við gátum æft meira þegar úthaldið var betra.

Árangurinn hefur orðið mjög mikill! Stelpan mín er farin að lesa þyngri bækur í skólanum (þau í skólanum hafa líka talað um það).

Mér finnst þetta mjög gott námskeið og ég hef verið dugleg að benda öðrum á það.

profile-pic
Vala Ólöf Jónasdóttir

Móðir

Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.

Æfingarnar hafa hentað mínu barni mjög vel. Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr🙄

Við erum búnar að vera að vera með í 3 mánuði og dóttir mín hefur tekið alveg gríðarlegum framförum. Hún kunni alla stafina áður en hún byrjaði í 1. bekk og hafði góðan lesskilning, því við höfum alltaf lesið mikið fyrir hana, en samt fór lesturinn mjög hægt af stað og hún ruglaðist mikið á stöfum.

Ég segi ekki að hún sé alveg hætt að ruglast á stöfum, en hefur minnkað mjög mikið. Hún er miklu öruggari. Í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði. Mér fannst það rosa stórt skref. Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa.

profile-pic
Eygló Ólafsdóttir

Meiri hraði og öryggi

Staðan var sú að dóttir mín las hægt. Ég vildi athuga hvort dóttir mín myndi auka leshraðann við að nota þessar æfingar sem í boði eru hjá ykkur.

Æfingarnar gengu vel og hentuðu okkur vel. Ég sé árangur hjá dóttur minni, hún fór að lesa hraðar og öðlaðist meira öryggi.

profile-pic
Brynja Sævarsdóttir

Dóttir mín er í 2. bekk og gengur lesturinn erfiðlega.

Æfingarnar gengu mjög vel, henni fannst þetta skemmtilegt og fín tilbreyting að geta gert þetta í símanum.

Ég sá mun á henni eftir æfingarnar og þetta hefur hjálpað henni.

profile-pic
Jóhannes Bergþór Jónsson

Mér fannst sonur minn fastur í að stafa orðin. Það vantaði líka meiri hraða svo mér fannst sniðugt að prófa hvort hægt væri að gera þetta í tölvunni.

Það gengur alltaf betur og betur. Ég sá strax rosalegan mun og tímatakan er spennandi og hvetjandi

Við sjáum mjög mikinn mun og námskeiðið er bara algjör snilld 😉

profile-pic
Merle Storm

Móðir

Syni mínum gekk illa að lesa en núna sést mikill munur hjá honum í lestrinum.

profile-pic
Jóhannes Bergþór Jónsson

Algjör snilld!

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Finnur Þór Friðriksson Faðir

fór úr 87 orðum á mínótum í 155

Ég er nú sjálfur með lesblindu ,fæddur 1951 og lærdómur hjá mér var alltaf erviður og tímafrekur. Svo varð ég var við að nafni minn las svolítið ójafnt, en stundum svolítið tafs. Svo ég sá að þetta væri gott fyrir hann og mig líka. Hann fékk hrós í skólanum um daginn fór úr 87 orðum á mínótum í 155 á þessum tíma sem eru um tvær vikur, þannig að hann varð miklu jákvæðari straks🙂 Kveðja. Finnur Þór.

profile-pic
María Einarsdóttir

Sonur minn var lengi að lesa og mörg þessi litlu orð voru ekki komin inn hjá honum.

Æfingarnar hentuðu mínu barni því einkar vel. Honum fannst þægilegt að fá eitt orð í einu til að einbeita sér að, og sjá svo árangurinn strax á tímaskífunni.

Árangurinn var mjög góður. Hann bætti lestrarhraðann sinn en þó fannst mér hvað best að sjá árangurinn í öllum þessum litlu orðum. Hann er núna mun öruggari með þau og staldrar sjaldnar við þau en áður.

profile-pic
Sigurður Sigurðsson

Faðir

Strákurinn minn er frekar hæglæs og á það til að ruglast á stöfum. Æfingarnar hafa gengið vel, strákurinn er áhugasamur og yfirleitt til í þær. Við erum sannfærð um að þetta muni gagnast honum.

profile-pic
Valda

Móðir

Sonur minn er í 2. bekk og les ekki nógu hratt.

Ég sé breytingu strax. Hann les mikið hraðar og hann er núna mjög ánægður og núna vill hann lesa bækur 🙂

profile-pic
Guðleif Hafdís Indriðadóttir

Barnið mitt var ekki að ná lestraviðmiðinu nógu vel og var hikandi við lestur.

Lesum hraðar æfingarnar hafa gengið mjög vel, við vinnum saman á hverjum degi en tökum okkur oftast frí um helgar.

Stundum þegar mikið var að gera hjá foredrunum og við gleymdum okkur, var barnið okkar duglegt að minna okkur á æfingarnar 🙂

Ég sá fljótt mun, barnið hefur bætt í sig um 20 atkvæði á rúmum mánuði. Það les mun hraðar núna og er ekki jafn hikandi.

Barnið finnur sjálft mikinn mun og er öruggari með sig við lesturinn.

Ég er mjög ánægð með námskeiðið!

profile-pic
Anna Clausen

Farinn að lesa af sjónvarpsskjá!

Við skráðum okkur á námskeiðið til að auka lestrarhraðann og gera lesturinn skemmtilegri.

Æfingarnar hentuðu vel mínum dreng, hann er með þetta í símanum hjá sér og ekki leiðinlegt að mega vera ótakmarkað í honum.

Hann er núna farinn að lesa texta á sjónvarpsskjá og hefur gaman af!

profile-pic
Valda

Móðir

Ég skráði son minn í 2. bekk sem hefur lesið frá 4 ára aldri en ekki breyst mikið síðan þá.

Hann las ekki nógu hratt og ég vildi hjálpa honum að lesa hraðar.

Allt virkar vel og ég sé breytingu strax. Hann les mikið hraðar og hann er núna mjög ánægður og núna vill hann lesa bækur 🙂

profile-pic
Herdís Leifsdóttir

Sá strax framför

Sonur minn er eftir á í lestri og ruglar saman orðum og er einnig með dæmigerða einhverfu

Lesæfingarnar hentuðu honum mjög vel og ég sá strax framför hjá honum. Þetta er mjög flott námskeið, svo takk kærlega fyrir okkur!

profile-pic
Erna Kristin Ernudóttir

Móðir

Ég á einn 6 ára sem hefur verið í talþjálfun í 3 ár og tal hefur gengið brösuglega. Þegar hann byrjaði í skóla þá var hann ólæs og ég hafði áhyggjur af því að þetta myndi ekki ganga vel.

Æfingarnar hafa gengið mjög vel, hann var áhugasamur og endurtekningin hentaði honum mjög vel. Við sjáum mikinn árangur, ég get nánast sagt að hann hafi orðið fluglæs á þessum eina vetri!

profile-pic
Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir

Móðir

Ég ákvað að skrá dóttur mína vegna þess að hún hefur átt erfitt með að ná að tengja saman stafina og átt erfitt með úthald og einbeitingu. Hún er soldið óþolinmóð og það er stundum erfitt að fá hana til að endurtaka 5 sinnum. Ég sé mun eftir að hún fór að gera æfingarnar og ég er spennt að sjá framhaldið.

profile-pic
Ingibjörg Eiríksdóttir Móðir

Sjáum miklar framfarir

Hann var mjög hægur og ruglaðist mikið á einföldum orðum og giskaði mikið. Æfingarnar hafa gengið mjög vel enda veit hann að hann þarf að æfa sig á hverjum degi. Við sjáum strax miklar framfarir og erum mjög sátt😊

profile-pic
Adda Sigurjónsdóttir

Móðir

Staða barnsins var algerlega óásættanleg miðað við aldur og ég vildi finna eitthvað svo við hefðum eitthvað til að laga ástandið

Æfingarnar hafa gengið vonum framar og ég sá fljótt mun.

Ég sá fljótt mun og ég var einnig svo ánægð með hversu auðvelt var að fá góð ráð.

profile-pic
Irma Toftum Móðir

Sé mikinn mun!

Staðan var þannig hjá mínum dreng að hann er hægur að lesa , einnig hefur hann ekki náð "au" og "ei".

Æfingarnar hafa gengið vel og ég sé mikinn mun.

profile-pic
Ingveldur Oddný Jónsdóttir

Hraðamunur og betri athygli

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Guðlaug Ósk Sigurðardóttir

Æfingarnar eru frábærar

Ég skráði barnið mitt vegna þess að lesturinn gekk illa að lesa og það var líka stafaruglingur í gangi.

Lesum hraðar æfingarnar eru frábærar og barninu finnst gaman að gera þær, og það er heilmikill árangur!

profile-pic
Sóley Halla Möller

Við skráðum okkur vegna þess að það gekk ekki vel að læra að lesa. Það hefur gengið vel og við sjáum mikinn mun.

profile-pic
Guðrún Lára Móðir

Námskeiðið gerði kraftaverk

Námskeiðið gerði kraftaverk og ég mæli hiklaust með þessu námskeiði.

profile-pic
Ingibjörg Einarsdóttir

Móðir

Við skráðum okkur til að flýta fyrir að ná tökum á lestrinum. Hún var orðin þreytt á heimalestrinum og vildi ekki lesa. Við sáum mikinn mun þegar við stunduðum æfingarnar og hún náði fljótt árangri í lestri. Okkur fannst þetta mjög flott hjá þér, takk fyrir við skráum okkur aftur næsta ár því hún hefur svo mikið að gera núna og lesturinn gengur vel😊

profile-pic
Foreldri drengs í 3.bekk

Lesturinn gekk alls ekki nógu vel og var strákurinn okkar hæglæs og ruglaðist auðveldlega í lestrinum. Lesturinn var erfiður og þar af leiðandi leiðinlegur og hann hafði lítið úthald og pirraðist auðveldlega. Lesum hraðar hjálpaði honum mjög mikið að ná upp meiri hraða, sjálfvirkni og öryggi í lestrinum.

Við byrjuðum að nota Lesum hraðar um haustið í 3. bekk og sáum miklar framarir og hann fann það sjálfur. Æfingarnar hentuðu okkar strák mjög vel. Það var gaman fyrir hann að sleppa lestrarbókinni og fannst skemmtilegt að lesa af spjaldtölvunni. Honum fannst þetta alltaf gaman og hvetjandi að sjá tímann og árangurinn sjónrænt í forritinu.

Þetta skilað góðum árangri og við fundum hraðann og öryggið aukast. Hann bætti sig ótrúlega mikið og fékk svo verðlaun við skólaslit fyrir mestar framfarir í lestri í bekknum sínum.

Hann var ótrúlega stoltur af þeim árangri og það hvatti hann áfram. Við sáum mikinn árangur en hann á samt enn í erfiðleikum og les ekki alltaf rétt, enda lesblindur en Lesum hraðar hjálpaði okkur ótrúlega mikið.

Hann var hæglæs og að ströggla mikið í lestrinum en getur nú lesið sér til ánægju og hraðinn er orðinn ásættanlegur.

profile-pic
Ingveldur Oddný Jónsdóttir

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Guðleif Hafdís Indriðadóttir

Les mun hraðar!

Barnið mitt var ekki að ná lestraviðmiðinu nógu vel og var hikandi við lestur.

Ég sá fljótt mun, barnið les mun hraðar núna og er ekki jafn hikandi.

profile-pic
Bjarnveig Oddný Árnadóttir

Við mæðgur vorum komnar í sumarfrí og mér fannst hún þurfa að mæta og halda lestrinum við eftir 1. bekk í grunnskóla. Það gengur vel og ég sé framfarir og og mér finnst þetta fullkomið eins og það er 😊

profile-pic
Sigurbjörg Ágústsdóttir

Kennarinn var stórhrifinn!

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Bóel Anna Þórisdóttir

Mikið áhugaverðara!

Sonur minn er í þriðja bekk og las innan við 15 atkvæði á mínútu.

Þetta var mikið áhugaverðara en venjulegur heimalestur og allt í sambandi við heimalestur varð jákvæðara.

Hann hefur tekið miklum framförum og les nú meiri sögur en áður.

profile-pic
Bessý Hólmgeirsdóttir

Gengið ótrúlega vel!

Sonur minn er með adhd og hefur lestur gengið brösuglega hjá honum.

Það hefur gengið ótrúlega vel og ég sá strax mun hjá honum eftir mjög stuttan tíma!

profile-pic
Steinþór Helgason Faðir

Sonur minn átti í miklum erfiðleikum með að ná upp lestrarhraða. Lesum Hraðar þjálfunin hjálpaði þar mikið til.

Strákurinn jók lestrarhraða sinn talsvert á tímabilinu, og æfingarnar þyngdust þegar leið á og virkaði það bara fínt.

Takk fyrir mig 🙂

profile-pic
María Einarsdóttir

Meiri leshraði!

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Brynhildur Bjarnadóttir

Sonur minn (7 ára) fór hægt af stað í lestri, mér fannst hann víxla stöfum og framfarirnar vera hægari en hjá eldri börnunum mínum.

Ég ákvað því að prófa Lesum hraðar námskeiðið sem viðbót við heimalesturinn hans.

Æfingarnar hentuðu vel, þær urðu fjölbreyttari eftir því sem leið á námskeiðið sem var gott.

Ég sá árangur, ætla að hvíla hann aðeins á þessu núna en byrja líklega aftur í átaki í sumar/haust.

Námskeiðið er vel uppbyggt og skemmtilegt. Við notuðum þetta sem viðbót við venjulegan heimalestur í skólanum.

profile-pic
Adda Sigurjónsdóttir

Móðir

Staða barnsins var algerlega óásættanleg miðað við aldur svo ég vildi finna eitthvað svo ég og foreldrar hennar hefðum eitthvað tæki til að nota sumarið vel til að laga ástandið

Æfingarnar hafa gengið vonum framar og ég sá fljótt mun. Þær gáfu mér einnig tækifæri til að finna út nánar hvaða stafir væru að skapa vandamálið.

Ég sá fljótt mun og ég var einnig svo ánægð með hversu auðvelt var að fá góð ráð hjá Betra nám.

profile-pic
Erlendur Ísfeld

Les helmingi hraðar!

8 ára sonur minn var ekki að ná tökum á lestrinum, las hægt og heimalesturinn var orðinn að óbærilegri kvöð fyrir hann og okkur foreldrana.

Þegar við byrjuðum þá las hann 70 atkvæði á mínútu þegar hann nennti því.

Strax eftir fyrsta mánuðinn varð mikil breyting. Þá komst hann upp í 90 atkvæði á mínútu og nú er hann í 140 atkvæðum.

Það sem áður var kvöl og pína var orðinn að skemmtilegri stund fyrir hann og okkur foreldrana.

Hann tekur þátt af lífi og sál þetta sameinar nú fjölskylduna í lestri.

profile-pic
Margrét Benediktsdóttir

Sonur minn sem er í 4. bekk greindist með lesblindu sl. haust og þurfti á stuðningu og fjölbreyttara kennsluefni að halda.

Bæði æfingarnar og kennsluformið hentuðu syni mínum mjög vel. Mjög gott að geta átt rólega stund með spjaldtölvuna en verið samt að læra.

Bæði hraðinn og lestraröryggið jókst eftir hverja æfingu og við vorum bæði ánægð með námskeiðið.

profile-pic
Sigurbára

Móðir

Sonur minn las hægt og æfingarnar eru mjög fínar fyrir hann. Við heyrum mun á honum og hann les núna bæði hraðar og skýrar.

profile-pic
Þórunn Ásta Móðir

Les miklu hraðar

Dóttir mín las hægt og stafaði sig í gegnum mörg orð. Fannst hún vera að dragast aftur úr í bekknum og henni leiddist heimalesturinn.

Dóttir mín les miklu hraðar eftir 2ja mánaða æfingar. Núna les hún miklu hraðar, hefur mikinn metnað í heimalestri og það sem okkur finnst lang mikilvægast er að hún er farin að lesa bækur sér til skemmtunar.

profile-pic
Vala Ólöf Jónasdóttir

Móðir

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Telma Björnsdóttir

Móðir

Það er mikil lesblinda í fjölskyldu drengsins. Báðir foreldrar hans eru lesblindir og fjögur af fimm systkinum. Einnig hefur hann átt erfitt með allt námsefni, en það hefur breyst eftir að hann fór á ofvirkni og athyglisbresta lyf. Hann er í raun alveg rúmum 2 árum eftir á í námi. Mér var bent á þetta nám af tengdamóður minni. Og var ekki spurning að reyna á þetta, bæði fyrir mig að læra að kenna honum betur að lesa og fyrir hann að ná tökum á lestrinum. Núna er barnið mitt farið að lesa sér til skemmtunar og er ég svo hamingjusöm. Honum finnst þetta gaman og því held ég að æfingarnar hæfi honum vel.

Ég sé mun á hraðanum hjá honum og finnst finnst þetta svo flott námskeið. Bara takk fyrir þetta frábæra nám! Mun mæla með þessu við alla sem ég þekki og veit að eru í þessum erfiðleiknum. Kannski annað sem mér dettur í hug, hentar þetta námskeið fulloðnum líka? eða ertu með annað námskeið ætlað þeim?

profile-pic
Valda

Vill núna lesa bækur!

Ég skráði son minn vegna þess að lesturinn var ekki mikið að breytast. Hann las ekki nógu hratt. Hann er núna í 2. bekk og mig langar að hjálpa honum að geta lesið hraðar.

Æfingarnar hafa gengið vel og stundum æfir hann mikið og stundum minna, en allt virkar þetta vel.

Ég sé breytingu strax, hann les núna miklu hraðar og hann er sjálfur mjög glaður. Hann vill núna lesa bækur😊

profile-pic
Ævar Þór Benediktsson Leikari og rithöfundur

Ævar vísindamaður

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Ásta Sigr. Birkisdóttir

Móðir

Ég skráði son minn á námskeiðið því hann stóð í stað. Æfingarnar hafa gengið mjög vel og sé núna mun því hann er farinn að lesa hraðar. Langar að segja að mælistikan er mjög hvetjandi, þetta verður svona keppnis fyrir þau👍

profile-pic
Anna Guðmundsdóttir

Mjög mikill árangur!

Dóttir mín er í 2. bekk og mér fannst vanta eitthvað hjá henni í lestrinum.

Árangurinn hefur orðið mjög mikill! Stelpan mín er farin að lesa þyngri bækur í skólanum og mér finnst þetta mjög gott námskeið og ég hef verið dugleg að benda öðrum á það 🙂

profile-pic
Sigurlaug Gunnarsdóttir

Mjög mikil bæting!

Dóttir mín er búin að bæta sig mjög mikið með því að nota námskeiðið og ég er hef verið að mæla með því við mína vini og kunningja!

profile-pic
Tinna Jóhönnudóttir

Móðir

Lestrarnámið gekk mjög hægt og áhuginn á lestri lítill. Hún las aðeins 32 orð á mínútu í lok 2. bekkjar.

Æfingarnar gengu nokkuð vel. Áhuginn fór þó minnkandi með tímanum en þar sem æfingarnar voru stuttar þá samþykkti barnið að halda æfingunum áfram þó áhuginn væri minni.

Við gerðum æfingarnar samviskusamlega yfir sumartímann og lestrarhraðinn tvöfaldaðist - las um 65 orð á mínútu um haustið! Hún er núna farinn að lesa sér til gamans og hefur mun meiri áhuga á lestri (svo lengi sem það eru ekki þessar hefðbundnu lestrarbækur úr skólanum - fær núna að velja sér heimalestrarbækur sjálf).

profile-pic
Kristín Sveinsdóttir

Dóttir mín er ekki með lesblindugreiningu en er á mörkunum svo mig langaði bara til að skerpa aðeins á henni með því að kaupa þetta námskeið.

Hún er að rúlla því upp og finnst þetta skemmtilegt svo það er bara vinningur hjá okkur 🙂

Henni finnst þetta gaman og það er hraðamunur hjá henni.

profile-pic
Sigurlaug Gunnarsdóttir

<#= testimonial.get('content') #>

profile-pic
Elísa

Staðan í lestrinum hjá syni mínum var að hann var hæglæs og vantaði flæði í lesturinn hjá honum.

Áhugi hans á því að lesa heima var lítill og mikil átök voru að fá hann til að lesa.

Æfingarnar hafa gengið vel og get ég sagt að þær hafi skipt sköpum fyrir núverandi árangur hans.

Eftir aðeins nokkrar umferðir af æfingunum fór ég að sjá mikinn mun á lestrinum og fór hann að hafa meiri áhuga á að lesa heima.

Finnst þetta allt mjög flott 🙂

profile-pic
Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir

Móðir

Strákurinn var undir viðmiðum í lestri en náði að bæta sig upp í meðaltalið núna í janúar og ná betri tökum á lestrinum með námskeiðinu😊 Æfingarnar hafa gengið mjög vel þótt jólin hafi spilað inn í, en þá duttu út dagar. Við hefðum hæglega hægt getað passa betur upp á þann tíma þar sem æfingar taka stuttan tíma og því vel gerlegt að gera daglega. Allt var eins og best verður á kosið. Munum klárlega taka aftur svona námskeið og skoða stærðfræðina líka þar sem hún virðist líka áhugaverð

profile-pic
Lilja Sigurðardóttir

Móðir

Æfingarnar gengu mjög vel og það voru fljótt framfarir hjá henni. Sérstaklega þegar hún var búin að læra flesta stafina, þá var hún fljót að læra orðin. Hraðinn hefur aukist mikið á 6 mánuðum. Það eru líka færri hik hjá henni svo ég er mjög sátt með námskeiðið.

profile-pic
María Kristinsdóttir

Tvöföldun á hraða

Mig langar til að láta þig vita að við erum mjög ánægð með námskeiðið og sonur okkar sem er í 2. bekk hefur náð góðum árangri með æfingunum.

Ég fekk þessi skilaboð frá kennaranum hans fyrir páska:

Kristinn tók lestrarpróf í gær. Það er mikil framför: 74 atkvæði í janúar og nú í byrjun apríl 115 atkvæði!!!!!

Takk fyrir frábært námskeið!

profile-pic
Ólöf Lára Ágústsdóttir

Ég ákvað að skrá barn mitt á námskeiðið því hann hefur átt erfitt uppdráttar í lestri. Hann les hægt, þreytist auðveldlega og ruglar saman stöfum. Hann var farinn að dragast afturúr og ég vil gera allt svo hann haldi í sína jafnaldra.

Æfingarnar hafa gengið vel og sonur minn er alltaf spenntur að fara í símann og lesa. Honum finnst þetta mjög gaman.

Ég sé mikinn mun og það sem skiptir mestu máli er að hann sér sjáanlegan mun við hverja umferð.

Það skiptir miklu máli að börnin sjái sjálf að þau eru að bæta sig með hverri umferð.

Ég sá líka fljótt hvar vandinn liggur og hefur það auðveldað okkur lesturinn. Nú höfum við ekki verið lengi á námskeiðinu en ég sé strax mun á heimalestrinum.

Það er kominn aukinn hraði hjá honum ásamt auknu sjálfstrausti, sem skiptir gríðarlegu máli. Við erum mjög sátt 🙂

profile-pic
Sigrún Bjarnadóttir Móðir

Áþreifanlegur árangur!

Lesum hraðar námskeiðið var mjög góð innspýting í lesturinn. Strákurinn minn hafði aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa. Hann var miklu viljugri til þess að lesa smá í símanum hjá mér heldur en að taka upp bók. Árangurinn var áþreifanlegur með appinu!

profile-pic
Karen Rúnarsdóttir

Fékk sjálfstraust

Dóttir mín átti erfitt með að komast af stað í lestrinu og missti sjálfstraustið fljótt. Við þurftum því að finna nýja leið til þess að koma henni af stað.

Æfingarnar hafa gengið vel og valdi hún yfirleitt frekar að nota æfingaforritið en að lesa í lestrarbókinni. Henni fannst það skemmtilegra og sjálfstraustið óx þegar hún náði að klára borðin.

Með því að nota appið nær eingöngu í ákveðinn tíma fékk dóttir mín sjálfstraustið tel þess að halda áfram og reyna við flóknari texta.

profile-pic
Finnur Þór Friðriksson

Faðir

Ég er nú sjálfur með lesblindu ,fæddur 1951 og lærdómur hjá mér var alltaf erviður og tímafrekur. Svo varð ég var við að nafni minn las svolítið ójafnt, en stundum svolítið tafs. Svo ég sá að Þetta væri gott fyrir hann og mig líka. Hann fékk hrós í skólanum um daginn fór úr 87 orðum á mínótum í 155 á þessum tíma sem eru um tvær vikur, þannig að hann varð miklu jákvæðari straks🙂 Kveðja. Finnur Þór.

profile-pic
Eva Brá Móðir

Mörg merki um lesblindu

Ég ákvað að skrá dóttir mína á námskeiðið því mér fannst lesturinn ekki vera að fara nægilega vel af stað, mikið um lesblindu í fjölskyldunni og dóttirin að sýna mörg merki um lesblindu.

Æfingarnar hafa gengið mjög vel og dóttir mín áhugasöm að gera betur í hvert skipti sem við ætlum okkur, eigum líka voðalega stund saman daglega.

Hún er búin að ná meiri hlutanum af þeim stöfum sem hún ekki kunni og ég gerði mér ekki grein fyrir að hana vantaði.

profile-pic
Arna Margrét Ólafsdóttir Móðir

Barnið mitt er með lestrarörðugleika og málþroskaröskun. Æfingarnar hafa hentað mjög vel!

profile-pic
Bóel Anna Þórisdóttir

Mikið áhugaverðara!

Sonur min var að byrja í þriðja bekk og las innan við 15 atkvæði á mín.

Þetta var mjög gott og nýttist vel með öðrum lestri í skólanum.

Þetta var mikið áhugaverðara en venjulegur heimalestur og á tímabili vildi hann eingöngu vera í Lesum hraðar.

Allt í sambandi við heimalestur varð jákvæðara, hann fékk að velja hvort hann vildi æfa í símanum eða í lesbók frá skóla.

Hann hefur tekið miklum framförum og les nú meiri sögur en áður.

Takk fyrir okkur,

kveðja Bóel!

profile-pic
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir

Móðir

Mér fannst þetta námskeið frábær leið til að hjálpa til við lesturinn í sumarfríinu og um leið að þjálfa upp góðan leshraða.

Æfingarnar hentuðu dóttur minni mjög vel og spennandi að klára hvern áfanga fyrir sig

Við sjáum mun á fyrir og eftir námskeiðinu hjá henni, les hraðar og hugsar meira um hvað hún er að lesa.

profile-pic
Birna Baldursdóttir

Finn mikinn mun!

Langar að byrja á að hæla þér og þakka fyrir þetta frábæra námsefni!

Við erum dugleg að æfa okkur á stöfunum og ég finn mikinn mun á þessum stutta tíma.

Og best af öllu er að finna vaxandi sjálfstraust hjá stráknum mínum við lesturinn. Takk!

profile-pic
Birna Hannesdóttir Móðir

Sé strax mun!

Strákurinn minn er í 1. Bekk og gengur nokkuð vel en ég ákvað að skrá hann á námskeiðið hér til að hjálpa honum að ná fyrr tökum á lestrinum.

Mikill kostur að þetta tekur stutta stund og byggist á endurtekningu sem hjálpar til við að muna og þekkja orðin.

Ég sé strax mun eftir 2 vikur, hann er öruggari og farinn að lesa meira og hraðar.

profile-pic
Kristín Magnúsdóttir

Stúlkurnar mínar fæddar 2008 eru undir viðmiði í lestrarhraða í skólakönnunum. Ég ákvað því að bæta þessu við heimalesturinn.

Við höfum verið skráð í tæpan mánuð en hefur gengið vel. Hlakka til að komast í lengri texta því mínar stúlkur eru læsar en lesa ekki nægjanlega hratt.

Takk fyrir mig Kristín

profile-pic
Helga María

Eldri dóttir mín var að byrja í fyrsta bekk og mig langar að geta kennt henni að lesa á sem bestan hátt. Henni finnast æfingarnar skemmtilegar og yngri systir hennar sem er 4 ára vill ólm fá að vera með líka og eru þær báðar búnar að læra helling 😊

Núna þekkja þær stafina fyrr en áður og hika líka minna.

profile-pic
Lára Bryndís Pálmarsdóttir

Sonur minn er bara 6 ára en hann a erfitt með að muna stafina og eg er bara svakalega ánægð með þetta!

profile-pic
Guðbjörg Hulda

Mæli hiklaust með þessu!

Staðan hjá okkur var að sonur minn hljóðaði mikið og var alls ekki alveg klár á öllum bókstöfum og hefur átt mjög erfitt með lestur.

Þetta er snilld til að gera lestur áhugaverðan og skemmtilegan. Ég mæli hiklaust með þessu og það var gott utanum hald í gegnum tölvupóst líka og alltaf hægt að spurja ráða og þá var svarað um hæl.

Mæli klárlega með þessu fyrir öll börn í 1-4 bekk óháð lestarvanda.

profile-pic
Símon Hjaltalín Faðir

Æfingarnar hífðu upp leshraða og lestrarskilning! Námskeiðið hentaði vel yngri stráknum sem las orðið ansi hratt án hiks 🙂

profile-pic
Guðbjörg Hulda

Staðan hjá okkur var að sonur minn hljóðaði mikið og var alls ekki alveg klár á öllum bókstöfum og hefur átt mjög erfitt með lestur. Fannst þetta góð leið til að auka áhuga á lestri hjá honum. Það gaf mér betri sýn á hans stöðu en hann er með mörg einkenni lesblindu en ekki ennþá kominn með greiningu.

Æfingarnar gengu vel og ég hefði klárlega viljað hafa geta haft aðgang af þessu fyrr, en hann var í algjörri vörn gegn lestri í 2.-3. bekk (hann er núna að klára 4 bekk).

Þetta er snilld til að gera lestur áhugaverðan og skemmtilegan. Ég mæli hiklaust með þessu og það var gott utanum hald í gegnum tölvupóst líka og alltaf hægt að spurja ráða og þá var svarað um hæl.

Mæli klárlega með þessu fyrir öll börn í 1-4 bekk óháð lestarvanda.

Það eru alltaf að koma inn skemmtilegar sögur og þetta er held ég í stöðugri þróun. Allavega var alltaf eitthvað nýtt að bætast við.

Þannig virkar Lesum hraðar

Vandamál í lestri má oft rekja til óvissu eða ruglings.  Óvissu sem orsakar hik og heilabrot sem nemandinn reynir oft að losna undan með því að giska.  Lesum hraðar þjálfunin auðveldar okkur að finna brestina í lestrinum - og laga þá.  Markviss endurtekning bætir viðbragð nemandans og styrkir sjálfvirknina í lestrinum svo umskráningin verður liprari.  Betra flæði skilar sér inn í hefðbundinn heimalestur nemandans.

STAFAÞJÁLFUN ÚTILOKAR STAFARUGLING

Lesum hraðar þjálfunin tekur markvisst á stafaruglingi.  Við finnum bókstafi sem trufla lesturinn, og eyðum óvissunni sem umlykur þá.

SJÓNRÆNN ORÐFAFORÐI EFLIR NEFNUHRAÐA

Námskeiðið byggir á snerpuæfingum og þannig er nefnuhraði aukinn markvisst.  Sérstakur orðabanki fylgir æfingunum, orð með háa birtingartíðni í texta eru æfð sérstaklega til að auka sjónrænan orðaforða barnsins.

LESFIMI BÆTIR FLÆÐIÐ

Nemandinn getur valilð brot úr vinsælum barnabókum til að þjálfa lestur samfellds texta.  Hér þjálfast barnið í því að nota jaðarsjónina til að öðlast tilfinningu fyrir "næsta" orði í setningunni.  Hraðinn er birtur í rauntíma og árangurinn sést svart á hvítu þegar textinn er lesinn aftur.

FLÆÐIÐ LÉTTIR LESTURINN

Hér þjálfast augnhreyfingar og flæði þar sem lesandinn les kafla úr vinsælum bókum á stighækkandi hraða. Þessar æfingar flétta saman öllu sem á undan er komið og vekja auk þess áhuga barnsins á viðkomandi bók.

ENDURGJÖF EYKUR ÁRANGUR

Rannsóknir sýna að endurgjöf skiptir gríðarlegu máli.  Hver æfingaumferð er stutt og í lok hennar birtist mælir sem sýnir hraða og viðbragð svart á hvítu.  Þetta auðveldar bæði foreldri og barni að sjá hversu oft þarf að æfa hvert borð áður en haldið er áfram.

Lesum hraðar námskeiðið

þetta færðu með skráningu

Undirbúningsnámskeið

Foreldrið fær aðgang að eigin heimasvæði og fjarnámskeiði sem undirbýr ykkur fyrir þjálfunina.

Þjálfunarnámskeið

Sérhannað æfingaforrit fyrir nemandann sem örvar minnið og bætir snerpu og viðbragð í lestri.

Stuðningur

Með skráningu getur þú nýtt þér allt að 60 mínútna símaráðgjöf varðandi námskeiðið eða lestrarnámið sjálft.

BN Klúbburinn

Skráningu fylgir aðild í Betra nám klúbbinn og þar með 20% afslátt af öðrum spennandi námskeiðum.

Vertu með

VIÐ OPNUM STRAX!

Lesum hraðar æfingaforritið virkar í Android og Apple snjallsímum og spjaldtölvum

Umsagnir foreldra

Lesturinn gekk alls ekki nógu vel og var strákurinn okkar hæglæs og ruglaðist auðveldlega í lestrinum. Lesturinn var erfiður og þar af leiðandi leiðinlegur og hann hafði lítið úthald og pirraðist auðveldlega. Lesum hraðar hjálpaði honum mjög mikið að ná upp meiri hraða, sjálfvirkni og öryggi í lestrinum.

Við byrjuðum að nota Lesum hraðar um haustið í 3. bekk og sáum miklar framarir og hann fann það sjálfur. Æfingarnar hentuðu okkar strák mjög vel. Það var gaman fyrir hann að sleppa lestrarbókinni og fannst skemmtilegt að lesa af spjaldtölvunni. Honum fannst þetta alltaf gaman og hvetjandi að sjá tímann og árangurinn sjónrænt í forritinu.

Þetta skilað góðum árangri og við fundum hraðann og öryggið aukast. Hann bætti sig ótrúlega mikið og fékk svo verðlaun við skólaslit fyrir mestar framfarir í lestri í bekknum sínum.

Hann var ótrúlega stoltur af þeim árangri og það hvatti hann áfram. Við sáum mikinn árangur en hann á samt enn í erfiðleikum og les ekki alltaf rétt, enda lesblindur en Lesum hraðar hjálpaði okkur ótrúlega mikið.

Hann var hæglæs og að ströggla mikið í lestrinum en getur nú lesið sér til ánægju og hraðinn er orðinn ásættanlegur.

Foreldri drengs í 3ja bekk

__CONFIG_optin__{"optin":0,"color":"light","size":"medium","text":"Subscribe Now","layout":"horizontal"}__CONFIG_optin__

Farinn að lesa af sjónvarpsskjá!

Við skráðum okkur á námskeiðið til að auka lestrarhraðann og gera lesturinn skemmtilegri.

Æfingarnar hentuðu vel mínum dreng, hann er með þetta í símanum hjá sér og ekki leiðinlegt að mega vera ótakmarkað í honum.

Hann er núna farinn að lesa texta á sjónvarpsskjá og hefur gaman af!

Anna Clausen

Skilaði miklum árangri

Í byrjun námskeiðs átti dóttir mín í erfiðleikum með að tengja vel stafina. Æfingarnar hentuðu frábærlega og skiluðu miklum árangri. Ég er mjög þakklát fyrir þetta námskeið. Dóttir mín var mjög dugleg að gera æfingarnar daglega í ca 4 mánuði og ég sé mikinn árangur. Ég er mjög sátt með námeiðið. Takk fyrir 🙂 Við eigum pottþétt eftir að skoða fleiri námskeið hjá þér Kolbeinn.

Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir ... Móðir

Stúlkurnar mínar fæddar 2008 eru undir viðmiði í lestrarhraða í skólakönnunum. Ég ákvað því að bæta þessu við heimalesturinn.

Við höfum verið skráð í tæpan mánuð en hefur gengið vel. Hlakka til að komast í lengri texta því mínar stúlkur eru læsar en lesa ekki nægjanlega hratt.

Takk fyrir mig Kristín

Kristín Magnúsdóttir

Vinsælir höfundar eru með okkur í liði

Lesæfingar ganga betur ef þær eru skemmtilegar!  
Lesum hraðar byggir að hluta til á efni frá vinsælum höfundum sem við erum svo lukkuleg að eiga í gæfuríku samstarfi við.

Börn sem fara hægt af stað í lestri eða glíma við lestrarörðugleika eiga á hættu að geta ekki lesið sér til skemmtunar, hvað þá gagns.  Því leituðum við til vinsælla höfunda og útgefenda þeirra um að leggja okkur til efni úr frábærum, vönduðum bókum.

Flestar bækurnar tilheyra bókaflokkum því það auðveldar okkur að velja næstu bók!  Markmið okkar er að vekja áhuga barnsins svo það geti haldið lestrinum áfram í bókinni sjálfri!

Ævar Þór Benediktsson

Birgitta Haukdal

David Walliams

Ingibjörg Valsdóttir

Lesum hraðar námskeiðið var mjög góð innspýting í lesturinn. Strákurinn minn hafði aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa. Hann var miklu viljugri til þess að lesa smá í símanum hjá mér heldur en að taka upp bók. Árangurinn var áþreifanlegur eftir Lesum hraðar námskeiðið!

Sigrún Bjarnadóttir Móðir

KAUPKAUKAR

Með skráningu á námskeiðið færðu veglega kaupauka að verðmæti kr. 39.700.-

Grunnaðgerðir í stærðfræði

kr. 9.900.-

Fjarnámskeið í grunnaðgerðum stærðfræðinnar með vönduðum kennslumyndböndum, æfingadæmum og lausnarmyndböndum.

Almenn brot-Kjarninn

kr. 14.900.-

Fjarnámskeið í grunnatriðum almennra brota með vönduðum kennslumyndböndum, æfingadæmum og lausnarmyndböndum.

Símaráðgjöf

kr. 14.900.-

Allt að 60 símaráðgjöf hjá Kolbeini Sigurjónssyni lesblinduráðgjafa sem þú getur nýtt í stuðning, aðstoð eða bara að fá spurningum þínum svarað.

bn klúbburinn
20%
afsláttur!

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÖÐRUM NÁMSKEIÐUM

Með skráningu færðu aðgang í Betra nám klúbbinn sem veitir 20% afslátt af öðrum námskeiðum hjá Betra nám Í 12 mánuði frá skráningu!

30 daga
100%
ábyrgð

30 DAGA ENDURGREIÐSLUÁBYRGÐ

Engin áhætta - 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.  Engin lágmarkstími á áskrift, þú segir upp þegar þér hentar á þínu heimasvæði.

SKRÁNING

Heill mánuður af daglegum æfingum ásamt persónulegum stuðningi og kaupaukum fyrir lítið meira en einn stakur einkatími myndi kosta - og 100% ábyrgð að auki!

LAGAÐU LESTURINN!

Aðeins kr. 11.900.-/mán
Engin áhætta - 30 daga endurgreiðsluábyrgð!

** KAUPAUKI

BN klúbburinn
20%
afsláttur

Betra nám klúbburinn veitir þér 20% afslátt af öllum öðrum námskeiðum!

Með skráningu færðu aðgang í Betra nám klúbbinn sem veitir 20% afslátt af öðrum námskeiðum hjá Betra nám Í 12 mánuði frá skráningu!

30 Daga endurgreiðsluábyrgð

Allt sem þú þarft að vita um skilmálana

* 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.  Engin áskriftarbinding, þú segir upp á þínu heimasvæði.

Ef um áskrift er að ræða þá endurnýjast hún sjálfkrafa á 30 daga fresti þar til sagt er upp á heimasvæði notanda.  Notkunartími hvers og eins veltur á stöðu og aldri nemandans.  Notandi ber ábyrgð á að segja upp áskrift.  Ef lokun er tilkynnt með tölvupósti skal áskrifandi fylgjast með að staðfesting um afgreiðslu lokunar berist.
Lestu nánar um skilmálana hér.

>