January 28

Til hvers að læra stærðfræði?

0  comments

Flestir foreldrar kannast við klassísku spurninguna „af hverju þarf ég að læra stærðfræði?“  Þeir hafa líklega spurt þessarar spurningar sjálfir á sínum yngri árum.  Skoðum málið!

More...

Þessi spurning er alls ekkert óeðlileg hjá nemendum þar sem umræðan síðustu ár og áratugi hefur snúist um hversu erfitt er að læra stærðfræði og hversu margir lenda í vandræðum með að læra fagið.

Ekki nóg með það heldur koma reglulega fréttir af slökum árangri okkar Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir þegar kemur að stærðfræðilæsi, sbr. Pisa kannanir.

Nemendur heyra mikið af neikvæðum fréttum og umræðum um erfiðleika í stærðfræði og finnst því jafnvel ekkert óeðlilegt að það verði erfitt hjá þeim sjálfum, eða hvað?

Stærðfræðilæsi íslenskra barna hrynur
„Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“
Úr frétt á visi.is, 19. desember 2013

Mikilvægt er að breyta þessum hugmyndum nemenda um fagið.  Við kennarar þurfum að útskýra í upphafi annar tilganginn með því að læra stærðfræði og hvernig gagnast fagið í daglega lífinu.

„Hvenær á ég eftir að nota almenn brot og algebru í mínu daglega lífi?“

er spurning sem oft heyrist hjá nemendum með mæðulegri röddu og neikvæðum tóni.

Hvernig eigum við kennarar og foreldrar að svara þessu og sannfæra nemendur og börnin okkar um tilganginn með stærðfræðinni?

Nokkrar röksemdir sem hægt er að nota eru:

Rökhugsun

Lífið er fullt af vandamálum sem leysa þarf úr. Þau verða jafnvel stöðugt meiri og stærri. Stærðfræðin hjálpar okkur að hugsa rökrétt; hvernig á að byrja að leysa málið, hvað geri ég síðan og hvernig enda ég málið.

Sköpunargáfa

Við reynum stöðugt að skilja heiminn í kringum okkur og stærðfræðin hefur orðið að alþjóðlegu tungumáli og verkfæri til að miðla upplýsingum og hugmyndum. Á upplýsingaöld gegnir stærðfræðin enn veigameira hlutverki áður og er fagið því samofið upplýsingatækni.

Fjármálalæsi

Okkur hefur orðið betur ljóst á undanförnum árum að við þurfum að getað stjórnað eigin fjármálum og hafa skilning á hugtökum eins og hlutföllum og prósentum. Þarna eru viðfangsefni stærðfræðinnar sem hjálpa okkur með að skilja þessa nauðsynlegu þætti í okkar daglega lífi.

Það er ekki vænlegt til árangurs að láta nemendur hafa stærðfræðibækur strax í upphafi annar og fara í að reikna fullt af dæmum.

Við þurfum að brjóta niður neikvæðar forhugmyndir strax í upphafi og útskýra tilganginn með stærðfræðinni og fá nemendur til að trúa því að þetta sé fag sem er mikilvægt, bæði námslega og fyrir okkar daglega líf.

Ný nálgun?

Sem kennari er ég sífellt leitandi að nýjum leiðum til að kenna og miðla.

Sem stærðfræðikennari er ég mjög meðvitaður um þær áskoranir og þau vandamál sem nemendur standa frammi fyrir.

Í samstarfi við Betra nám kem ég nú að hönnun og gerð námsefnis í stærðfræði fyrir 7.-10. bekk þar sem við komum á móts við þarfir þess stóra hóps sem þarf og vill öðruvísi nálgun.

Öll dæmasöfn eru sérskrifuð af mér auk þess sem nemendur fá aðgang að vönduðum kennslumyndböndum.

Einn viðamesti þátturinn í námsefninu eru lausnarmyndbönd, en nemendur munu hafa aðgang að hverju einasta dæmi í formi lausnarmyndbands.

Nemandi þarf því ekki að örvænta ef hann fær ekki rétta útkomu, heldur getur hann á augnabliki séð hvernig viðkomandi dæmi er leyst af kennara.

Rafbókarkápa "Lærðu á klukku!"

Heildarfjöldi myndbanda er gríðarlegur, eða rúmlega 300 talsins.

Ég vil að lokum hvetja þig til að skrá þig í póstlistann okkar ef þú vilt fylgjast með framgangi námskeiðsins.

Höfundur:
Halldór Þorsteinsson, stærðfræðikennari


Tags


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>