April 30

Eru smáorðin oft lesin vitlaust, þeim breytt eða jafnvel sleppt? (Myndband)

0  comments

Flest börn sem greinast með lesblindu eiga eitt sameiginlegt.  Smáorðin reynast þeim oft erfið.  Þau eru oft lesin vitlaust og jafnvel sleppt.  Algengt er að lesa “og” sem “ég”, “það” sem “að”, “vera” sem “var” og svo mætti lengi telja.  Kannast þú við einkennin?  Horfðu á myndbandið.

More...

Í myndbandinu les 9 ára drengur úr léttlestrarbókinni “Mús í móa” sem ætluð er byrjendum í lestri.  Í myndbandinu heyrum við hvernig hann les við upphaf Davis lesblindunámskeiðs og svo aftur að því loknu.

Hafðu í huga, að við upphaf námskeiðs er nemandinn:

  • Á 3ja ári í grunnskóla.  Þetta eru 3 ár þar sem lestrarnámið hefur fengið algjöran forgang
  • Undirbúningur fyrir lestrarnámið hófst þegar nemandinn var  5 ára
  • Hann hafði fengið góða aðstoð heima og sérkennslu í skóla

Þetta er að sjálfsögðu algengt.  Að baki liggur oftast þrotlaus vinna og lesæfingar.  Oft árum saman.  Það er ljóst að æfingarnar eru ekki að skila tilætluðum árangri og foreldrar vita það þegar þeir leita til mín.  Ef þú hefur áhyggjur af stöðu þíns barns þá getur þú haft samband við mig.

Spurningin sem þetta vekur🤔

Hvernig er hægt að ná svo áþreifanlegum árangri á svo skömmum tíma?  Þetta er engin töfrapilla en stóra spurningin er sú, hvort mismunandi kennsluaðferðir fái að njóta sín í lestrarnámi barnsins.

Hljóðaaðferð er líklega algengasta kennsluaðferðin í grunnskólum á Íslandi, og margar vísbendingar eru um að hljóðaaðferð henti lesblindum börnum ekki nægilega vel.


Með þessu er ég ekki að segja að lausnin gildi fyrir alla.  Það sem ég vil meina er að þegar lesturinn gengur illa, jafnvel ár eftir ár, að þá sé kominn tími á aðra nálgun.

Ef við notum aðferð við lestrarkennsluna sem hentar barninu betur, þá hlýtur árangurinn að vera meiri en ef við beitum ekki þessari aðferð.


Tags

dyslexia, lesblinda, lestrargreining, lestrarkennsla, lestrarörðugleikar


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>