June 29

Allt sem þú þarft að vita um LESUM HRAÐAR á minna en 2 mínútum!

0  comments

Áttu barn sem les hægt eða strögglar við að ná tökum á lestri?  Er stafaruglingur í gangi, hikar barnið eða giskar þegar það les?  Sjáðu stutt vídeó um það hvers vegna Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið virkar með heilanum, en ekki á móti.

More...

Lesblinda eða bara lestrarörðugleikar?

Það skiptir ekki öllu máli hvort barnið þitt sé lesblint eða ekki.  Það leynir sér ekki þegar lestrarnámið gengur illa, og þörf er á frekari aðstoð.

Því miður er lesblinda sjaldnast greind fyrr en í 4. bekk, og fram að því er lítið annað að gera en að halda sig við efnið og lesa bara heima - eða hvað?

Lestrarörðugleikar eða ekki?

Lestur er flókinn og það getur reynst mörgum börnum mikil áskorun að ná tökum á lestri.  Það getur hjálpað að bera saman markmiðið okkar með lestrarþjálfuninni, við einkenni sem þú kannast mögulega við hjá þínu barni.


Ef  þessi einkenni eru viðvarandi hjá ykkur, gæti barnið þurft á viðbótaraðstoð að halda.  Hafðu í huga að bæði aldur og staða hvers og eins er mismunandi.

Markmiðin - Nemandinn:

 • þekkir há- og lágstafi af öryggi
 • þekkir hljóð stafanna
 • getur tengt saman hljóð stafanna til að mynda ný orð
 • lærir fljótt ný orð og man eftir þeim
 • nefnir orð sem hann kann (hljóðar ekki)
 • skilur innihald textans

Staðan?

 • Hikar, giskar eða ruglast á bókstöfum
 • Þekkir ekki mörg orð - þarf að hugsa
 • Hljóðar flest orð, notar ekki sjónminni
 • Órói, lítið úthald, iðar í sætinu
 • Slakur nefnuhraði, les mun hægar en talar
 • Mælist  undir viðmiðum skóla

Niðurstaða:

Ekki hafa of miklar áhyggjur.  Mörg börn eiga erfitt uppdráttar í lestri fyrstu árin, en það er hins vegar engin ástæða til að hundsa merkin og gera ekki neitt.  Við vitum líka að erfiðleikar við upphaf lestrarnáms geta leitt til varanlegra lestrarörðugleika (Snowling, Bishop og Stothard, 2000) og þess vegna ertu hér, til að kynna þér möguleg úrræði í stöðu sem þessari.

Allt sem þú þarft að vita um Lesum hraðar lestrarþjálfunina á innan við 2 mínútum!

Lesum hraðar er lestrarþjálfun sniðin að þörfum barna í 1.-5. bekk sem eiga erfitt uppdráttar í lestri, hafa lítið úthald eða lesa hægt.  Þú getur lesið nánar um Lesum hraðar námskeiðið hér.

Hvers vegna skiptir viðbragðið máli  í lestrarnáminu?

Stór hluti vandamála sem tengjast lestrarnáminu má rekja til erfiðleika í tengslum við "nefnuhraða".

Nefnuhraða má lýsa sem tímanum sem líður frá því að barnið sér bókstaf eða orð, og þar til það veit hvað það á að segja.

Lesvefurinn (www.lesvefurinn.is)

Um 75% lestrarvanda má rekja til erfiðleika tengdum nefnuhraða (heimild).

Þetta er ótrúlega hátt hlutfall og sýnir hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft fyrir nemendur að ná ekki tökum á þessum mikilvæga hluta lestrarnámsins.

Lesum hraðar hefur innbyggða upprifjunartækni sem flýtir fyrir árangri í lestri

Rannsóknir sýna að við gleymum ótrúlega miklu....strax!  Þýski sálfræðingurinn Hermann Ebbinghaus setti fram svokallað Ebbinghaus línurit, sem sýnir svart á hvítu hversu hratt við gleymum.

Á aðeins 20 mínútum eru tæp 50% af upplýsingunum farin, eða svo að segja!


En það er til lausn, og lausnin liggur í markvissum upprifjunum.

Upprifjanir senda ákveðin skilaboð til heilans, um að vernda tilteknar upplýsingar.

Því oftar sem við hugsum um eitthvað - rifjum það upp - því betur festist það í minni.

Hvernig virkar Lesum hraðar upprifjunartæknin?

Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið er í raun viðbragðsþjálfun, því æfingarnar skerpa viðbragð nemandans og bæta þannig nefnuhraða.

Um 75% erfiðleika í lestri má rekja til nefnuhraða

Mundu, nefnuhraði er tíminn sem það tekur nemandann að nefna bókstaf eða orð.  Nefnuhraði er í raun viðbragðstíminn - og Lesum hraðar er viðbragðsþjálfun.  Þess vegna getur Lesum hraðar þjálfunin verið svo gríðarlega mikilvæg fyrir nemandann.

Lesum hraðar æfingarnar eru settar fram sem æfingaborð.  Æfingatíminn er misjafn, og getur nemandinn þess vegna verið 1-5 daga í hverju borði.

Til að örva minnið færist um 25% æfingaefnisins áfram í næstu 2 borð

Í hvert sinn sem nemandinn lýkur borði, færist uþb. 25% af æfingaefninu áfram í næsta borð.

Þetta endurtekur sig svo aftur, sem þýðir að hluti efnisins er fléttaður við nýtt efni næstu tveggja borða.

Um 50% af efni hvers borðs er því eldra upprifjunarefni

Með því að velta hluta efnisins áfram lengjum við æfingatímann verulega sem getur haft mjög jákvæð á minnið.  Þetta hjálpar auðvitað barni sem er að glíma við rugling eða á erfitt með að "muna" eitthvað.  Markmiðið með æfingunum er ekki síst að stækka "sjónræna" orðaforðann, svo nemandinn þekki fleiri orð án þess að hika eða hugsa sig um.

Athugaðu að þessi upprifjunartækni er innbyggð og 100% sjálfvirk.

Hvað er sjálfvirk bestun og hvernig getur hún flýtt fyrir árangri í lestri?

Sjálfvirk bestun er líka innbyggð í Lesum hraðar æfingaforritið og algjörlega sjálfvirk.  Sjálfvirk bestun byggir á eftirfarandi:

Sjálfvirk bestun - skjótari árangur í lestri

Lesum hraðar æfingaforritið fylgist með og mælir viðbragðstíma nemandans þegar hann fer í gegnum borðið.  Eftir hverja umferð metur það hvort nemandinn kunni eitthvað svo vel, að ekki þurfi að þjálfa það áfram.  Það er þá fjarlægt og skipt út fyrir það sem þarfnast mestrar þjálfunar.

Sjálfvirk bestun gerir það að verkum að ekki þarf að eyða tíma í það sem nemandinn kann vel, heldur þjálfast hann meira í því sem er að hamla honum í lestri.

Dæmi um sjálfvirka bestun - "H" gengur vel, en "Ú" þarfnast þjálfunar

Há súla undir stafnum sýnir að viðbragðstíminn er slakur.

Segjum að nemandi sé í stafaborði, og mælingar sýna að nemandinn þekkir bókstafinn "H" mjög vel, en hikar þegar hann sér "Ú".

Forritið birtir súlu undir stafnum og því hærri sem súlan er, því lakari er viðbragðstíminn og meiri þörf á því að þjálfa þennan tiltekna staf.

Í lok umferðarinnar birtist einfaldur niðurstöðuskjár og er markmiðið að ná niður öllum súlunum.

Misháar súlur tákna skrykkjóttan takt eða hraða.  Við viljum að nemandinn náði stöðugu flæði, og því skal nemandinn endurtaka samanborðið 5-10 sinnum á dag þar til hann kemst í gegnum það með sannfærandi hætti á jöfnum, góðum hraða.

Niðurstöðuskjárinn sýnir stöðuna eftir hverja umferð

Sjálfvirk bestun grípur inn í og flýtir fyrir árangri

Í dæminu okkar gengur nemandanum vel að bera kennsl á bókstafinn "H" en hikar þegar "Ú" birtist.  Í þessum aðstæðum fjarlægir forritið "H" úr æfingaborðinu og skiptir honum út fyrir "Ú", svo núna sér nemandinn bókstafinn "Ú" tvisvar sinnum í hverri umferð.

Mögulega birtist sami stafurinn þrisvark á tímabili, og birtingunum fækkar svo sjálfkrafa þegar viðbragðið batnar, en það býr til pláss fyrir aðra stafi sem birta þarf oftar en einu sinni.

Kostir sjálfvirkrar bestunar

 • Nemandinn eyðir ekki tíma í það sem hann kann vel
 • Það sem þarfnast þjálfunar, fær meiri þjálfun
 • Tíminn milli birtinga styttist sem örvar minnið enn frekar
 • Nemandinn lærir fyrr það sem er að ströggla við

Niðurstaða:

Líkja má sjálfvirkri bestun við  nokkurs konar gervigreind sem sér til þess að nemandinn æfist mest í því sem þarfnast mestrar æfingar.

Lesum hraðar þjálfar og styrkir grunnþætti lestrartækninnar - sem erfitt er að þjálfa með hefðbundnum heimalestri

Lesum hraðar gerir flókna hluti einfalda.  Æfingatíminn er aðeins 3-5 mínútur á dag sem gerir það að verkum að æfingarnar henta mjög vel samhliða heimalestrinum.

Með Lesum hraðar er hægt að æfa ákveðna hluta lestrartækninnar mjög markvisst og ná upp mikilli endurtekningu á stuttum tíma.  Færnin og öryggið aukast hraðar og nemandinn bæði finnur það og sér líka svart á hvítu á niðurstöðuskjánum í lok hverrar umferðar.

Viltu laga lesturinn?

Ef þú átt barn sem gengur illa að ná tökum á lestri - og þú vilt gera eitthvað í því - smelltu þá hér.


Tags

dyslexia, hljóðunaraðferð, lesblinda, lestrarþjálfun, nefnuhraði


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>