July 5

Hvernig geta 5 mínútur á dag lagað lesturinn?

0  comments

Í þessu myndbandi skoðum við hvers vegna foreldrar ættu að fylgjast vel með "nefnuhraða" barnsins þegar það les, en nefnuhraði stendur fyrir viðbragð nemandans.  Lítill nefnuhraði segir okkur að viðbragðið sé slakt, og nemandinn nær ekki að bera kennsl á bókstaf eða hugtak nema með áreynslu.

More...

Ef þú átt barn sem les hægt eða strögglar í lestri, má gera ráð fyrir því að nefnuhraðinn sé slakur.  Nemandi sem les hægt, hikar eða giskar, er með slakan nefnuhraða.  Lestrarþjálfun gengur að miklu leyti út á að bæta nefnuhraðann, en það þýðir að nemandinn les með betra flæði og minni áreynslu.

Hvað er nefnuhraði?

Um 75% erfiðleika í lestri má rekja til nefnuhraða!

Nefnuhraði er tíminn sem það tekur nemandann að nefna bókstaf eða orð.  Nefnuhraði er í raun  mæling á viðbragði nemandans.  Slakt viðbragð gefur til kynna að "umskráningin" er ekki sjálfvirk, og nemandinn strögglar eða erfiðar við að bera kennsl á bókstaf eða hugtak, án þess að hugsa.

Lestrarvandi er útbreitt vandamál

Gríðarlegur fjöldi barna á erfitt uppdráttar á fyrstu námsárunum vegna erfiðleika í lestri.  Rannsóknir sýna hversu mikilvægt það er að grípa sem fyrst inn í, til að hjálpa nemandanum að komast á rétta braut.

Lesum hraðar - Lestrarþjálfun sem eykur árangur með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag - án bóka

Í þessu myndbandi fer ég yfir hvað slakur nefnuhraði þýðir fyrir framfarir í lestri, og hvernig bæta má úr.  Ég skoða líka hvernig Lesum hraðar þjálfunin notar innbyggða tækni til að auka árangurinn hjá nemandanum.

Sækist lestrarnámið hægt eða illa?

Er heimalesturinn að breytast í kvöð?

Ruglast barnið á stöfum?

Stafaruglingur er algengur og getur verið þrálátur og erfiður viðureignar.  Stafaruglingur reynir mikið á úthald nemandans og getur dregið úr framförum.

Les barnið algeng orð vitlaust eða giskar?

Margir nemendur ná ekki þeim sjónræna orðaforða sem þarf svo lesturinn flæði betur.  Þessi hópur stólar á stafatengingu (hljóðalestur) og dregst því fljótlega aftur úr þegar kemur að lestrarviðmiðum skólans.

Þreytist barnið fljótt við lestur, eða pirrast?

Lestrarvandi útheimtir mikla orku sem bitnar á athygli og úthaldi nemandans.  Barn sem glímir við lestrarvanda uppsker oft lítið þrátt fyrir að viljinn sé fyrir hendi.  Með tímanum gera tilfinningasveiflur gjarnan vart við sig, s.s. pirringur, uppgjöf og mótþrói.

Góður nefnuhraði er lykilatriði

Hafðu í huga

 • Nefnuhraði táknar viðbragðstíma nemandans
 • Slakt viðbragð segir okkur að nemandinn strögglar við að bera kennsl á bókstaf eða hugtak
 • Þetta þarf að laga, eigi nemandinn að ná tökum á lestri og geta lesið sjálfvirkt, ná flæði í lesturinn.

Gott að vita

Lesum hraðar er viðbragðþjálfun, sem auðveldar nemandanum að ná tökum á lestri með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.

Lesum hraðar lestrarþjálfunin

Lesum hraðar er lestrarþjálfun sem bætir nefnuhraða og viðbragð nemandans, og auðveldar þannig umskráninguna sem nauðsynleg er til að lesturinn gangi vel.

Lestraþjálfun fyrir nemendur í 1.-5. bekk sem þurfa hjálp

Hvernig virkar Lesum hraðar?

Lesum hraðar

 • Bætir viðbragð og nefnuhraða
 • Minnkar eða lagar stafarugling
 • Léttir lesturinn, bætir flæði
 • Æfingarnar taka bara 3-5 mínútur á dag

Einkenni veikleika

 • Hægur, hikandi lestur
 • Ágiskanir
 • Þreyta eða pirringur
 • Stafaruglingur

Er Lesum hraðar fyrir þitt barn?

Ef þú átt barn sem hefur gengið illa að ná tökum á lestri eða sýnir þessi einkenni sem nefnd eru hér að ofan, þá ættir þú að nota Lesum hraðar samhliða heimalestrinum.

Æfingarnar henta vel samhliða heimalestri, enda taka þær ekki nema 5 mínútur á dag.  Skref fyrir skref leiðir þú barnið markvisst í gegnum grunnþætti lestrartækninnar, stuttar snerpuæfingarnar skila sér strax og nemandinn fær endurgjöf eftir hverja umferð.


Tags

dyslexia, lesblinda, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun, Lestur, nefnuhraði


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>