July 31

Lesblinda hefur mikil áhrif á frammistöðu í námi

0  comments

"Einn af hverjum tíu segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu í námi. Því meira sem lestrarörðugleikar hamla frammistöðu í námi því meiri eru kvíðatengd einkenni. Þetta er niðurstaða könnunar á tæplega ellefu þúsund nemendum á unglingastigi."


More...

Þessi sláandi texti er upplagið á frétt RÚV (sjá hér).  En þetta þarf ekki að koma á óvart.  Fyrstu námsárin skiptir miklu máli að koma lestrinum vel af stað, nemandi þarf helst að vera orðinn vel læs í 4. bekk.  Námskröfurnar aukast hröðum skrefum eftir það.

20-30% glíma við lesblindu (dyslexiu)

Lesblinda (dyslexia) er mjög algeng og lestrarörðugleikar enn algengari.  Mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja algeng einkenni lesblindu svo hægt sé að grípa inn í lestrarörðugleika sem fyrst.

Algeng einkenni lesblindu

kannast þú við

  • Stafaruglingur, einkum á formlíkum bókstöfum eins og "b/d, o,ó" osfrv.
  • Algeng orð eru oft lesin vitlaust, jafnvel smáorð.
  • Nemandinn les hægt, tengir saman hljóð stafanna (hljóðar) fremur en að "nefna" orðið.
  • Lesturinn flæðir ekki, hann er hægur og hikandi, nemandinn þarf að brjóta heilann til að lesa.
  • Nemandinn hefur lítið úthald og þreytist fljótt.
  • Lítill áhugi, tilfinningasveiflur, mótþrói eða grátur.

niðurstaða

Einkenni lesblindu geta verið persónubundin og breytileg milli einstaklinga.  Ef þig grunar að barnið þitt gæti verið lesblint getur þú smellt hér til að framkvæma ókeypis lesblinduskimun.

Úr frétt RÚV um lesblindun (dyslexiu)

"Þá valda lestrarörðugleikar skertu sjálfsmati sem síðan eykur kvíðatengd einkenni. Tilgátan sé einnig sú að lestrarörðugleikar valdi minna sjálfsöryggi, í gegnum lágt sjálfsmat. Þannig er manneskja sem er óánægð með sjálfa sig, einnig gjörn á að finnast hún vera einskis nýt og einskis virði. Guðmundur segir félagið vera með ákall til stjórnvalda. „Þetta er í raun og veru alveg ofboðsleg sóun á mannafli. Að setja fólk í gegnum skóla og mylja það niður og senda það út í þjóðfélagið brotið fólk það er í raun og veru það sem að þessi rannsókn er að segja okkur.“

Lestrarörðugleikar geta haft líka áhrif á stærðfræðinám

Ekki má gleyma því að margir nemendur sem basla í lestri eiga líka erfitt uppdráttar í stærðfræði.  Slíkir erfiðleikar koma oftast fram snemma og birtast sem slök talnameðhöndlun almennt.  Nemandinn lærir etv. að telja auðveldlega en erfiðar svo töluvert þegar kemur að því vinna með stærri tölur.

algengir veikleikar í stærðfræði

  • Barnið er almennt lengi að reikna, telur jafnvel á fingrum
  • Margföldun er erfið
  • Deiling verður nánast óskiljanleg
  • Reikningurinn krefst mikillar orku og "einföld" dæmi geta reynst barninu ofviða

á þitt barn erfitt uppdráttar í reikningi?

Ef þú kannast við ofangreind einkenni hjá þínu barni getur þú séð myndband um reikningsnámskeiðið "Reiknum hraðar" hér.  Reiknum hraðar þjálfar talnameðhöndlun, hugarreikning og margföldun með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.

Hugarreikningur er gríðarlega mikilvægur enda grunnurinn fyrir það sem á eftir kemur.  Erfiðleikar í hugarreikningi eru nánast ávísun á basl þegar stærðfræðin þyngist, en því miður fær hugarreikningur ekki þá athygli sem hann þarfnast og því fá fæstir nemendur þá þjálfun sem þeir þurfa innan veggja skólans.

Hvenær koma lestrarörðugleikar í ljós?

Einkenni lestrarörðugleika koma oftast í ljós strax við upphaf lestrarnáms.  Algeng einkenni eins og lýst er hér að ofan eru "sýnileg" frá byrjun.  En þessi einkenni þýða ekki endilega að um lesblindu sé að ræða, og það kann að flækja hlutina fyrir sumum.

Einkenni lesblindu eru nefnilega algeng hjá flestum byrjendum, og þess vegna skal ekki örvænta. Engu að síður er mikilvægt að aðstoða barn strax, en ekki bíða.  Nemandi sem strögglar þarf hjálp, annars er hætt við að erfiðleikarnir bitni fljótlega á áhuga barnsins á lestri.

Vísendingar um lestrarörðugleika eða lesblindu sem gætu farið framhjá þér

Lesblinda birtist ekki bara sem lestrarörðugleikar.  Sá hluti heilastarfseminnar sem hefur áhrif á lestur virðist einnig hafa áhrif á ýmislegt annað, og því er gott að vera opinn fyrir fleiri einkennum en þeim sem birtast bara í formi lestrarörðugleika.

önnur einnkenni sem gætu bent til lesblindu

  • Barnið skreið ekki "rétt", dró annan fótinn undir sig eða átti erfitt með að byrja að skríða
  • Barnið var seint til máls, bjó til sín eigin orð yfir hluti
  • Erfiðleikar við að læra "vinstri og hægri"
  • Erfiðleikar við að læra að reima
  • Erfiðleikar við að læra raðir, t.d. vikudagana, mánuðina osfrv.
  • Erfiðleikar við að læra margföldun

Einnig má nefna að tímaskyn er oft slakt og barninu finnst erfitt að læra á klukku.  Hugtök eins og "bráðum" eða "kannski" hafa óljósa merkingu fyrir barninu.

Nefnuhraðinn skiptir máli

Við upphaf lestrarnáms les barnið hægt, sem er auðvitað eðlilegt því ekki er lestrarfærnin meðfædd.  Lestur er afar flókinn og það tekur í raun mörg ár að verða læs.  Nefnuhraði er í raun tíminn sem það tekur lesandann að bregðast við - bókstaf eða hugtaki.

Það kostar mikla þjálfun að gera viðbragðið sjálfvirkt, en það er mikilvægt að það gerist sem fyrst.

Upplýsingar af Lesvefnum (heimild).

Skv. Lesvefnum kemur fram að lestravanda megi oftast rekja til slaks nefnuhraða, eða samtals 75%.

Nefnuhraði er í raun viðbragðið sjálft.  Betra viðbragð skilar sér í betri nefnuhraða.

Hvers vegna skiptir viðbragðið svona miklu máli?

Viðbragðið segir okkur mikið til um færni nemandans til að lesa.  Lestur byggir á "umskráningu", þar sem heilinn leysir "lestrarkóðann" og umbreytir táknum í orð.  Þessi umskráningarfærni krefst mikillar þjálfunar og mörg börn basla lengi vel.  Nemandi með gott viðbragð á auðveldara með lesturinn, lesturinn flæðir og hraðinn er betri.  

Nemandi með slakt viðbragð hikar þegar hann sér bókstafi eða orð, hann finnur fyrir óvissu og þarf því að brjóta heilann til að eyða þessari óvissu.  Þótt þetta taki bara augnablik þá þreytir þetta nemandann og getur hægt verulega á lestrinum og framförum almennt.

Viðbragðið segir okkur þess vegna mjög mikið.  Vel þjálfað viðbragð eykur sjálfstraust því lesturinn verður léttari, og réttari.

Lesum hraðar lestrarþjálfunin er einstakt þjálfunarnámskeið sem byggir á stuttum snerpuæfingum sem bæta sjálfvirka viðbragðið - án þess að nemandinn þurfi að liggja í texta eða lesa bækur.

Betra viðbragð skilar sér í léttari lestri.

Lesum hraðar lestrarþjálfun hentar vel samhliða heimalestri

Gengur lesturinn hægt eða illa

Lesum hraðar þjálfunin er einföld í notkun, krefst ekki bóka og tekur minna en 5 mínútur á dag.

Hvernig hjálpar þú barninu þínu að ná tökum á lestri?

Það er vissulega mikilvægt að lesa heima, en ekki síður mikilvægt HVERNIG heimalesturinn fer fram.  Þegar erfiðleikar eru til staðar er alls ekki nóg að lesa "bara".  Nemandinn þarf markvissa aðstoð, annars er hætt við að með tímanum dvíni sjálfstraust og áhugi.

Þannig hjálpar þú barninu þínu að ná tökum á lestri

Heimalesturinn gengur betur og skilar meiri árangri ef þú hefur eftirfarandi í huga

Heimalestur:

  • Ekki lesa of lengi, það getur dregið úr áhuga og aukið mótþróa
  • Taktu eftir hvort stafaruglingur sé til staðar, hann truflar hljóðalestur verulega
  • Ekki grípa fram í fyrir barninu, gefðu því tíma til að brjóta heilann
  • Hvettu barnið til að nefna orðið, fremur en að hljóða þau (hljóðun getur orðið að ávana)
  • Ef barnið les orð vitlaust, gakktu úr skugga um að það skilji merkingu orðsins
  • Hvettu barnið til að nota fingur þegar það les, mörgum finnst gott að hafa blað undir línunni

Niðurstaða:

Óvissa er líklega algengasta orsök lestrarörðugleika.  Óvissa birtist þannig að nemandinn þekkir ekki bókstaf eða hugtak, eða ruglast.  Í báðum tilfellum fyllist nemandinn óvissu sem truflar lesturinn.

Nemandinn hikar eða stoppar, og grípur etv. til hljóðunar.

Er hljóðalestur slæmur?

Nei, alls ekki.  Engu að síður viljum við "losna við" hljóðunarlestur eins snemma og unnt er.  Nemandi hljóðar (tengir saman hljóð stafanna í orðinu) vegna þess að hann ÞEKKIR EKKI ORÐIÐ!

Hljóðalestur er líklega ein besta lestrarkennsluaðferð sem völ er á, en margir nemendur eiga við hljóðkerfisvanda að stríða og basla þess vegna með hana.

Einnig eiga mörg börn erfitt með að læra "útlit" orðanna, sem gerir það að verkum að heilinn ber ekki kennsl á hugtökin strax, heldur þarf nemandinn að brjóta heilann í hvert sinn sem nemandinn les orðið.

Óvissa sem að ofan er líst er lúmsk, vegna þess að nemendur er flinkir að fela hana.  Þeir nota hljóðalestur eða giska, og foreldrar eru uppteknir af því að markmiðið með heimalestrinum sé að lesa í tiltekinn tíma.  Þetta gerir það að verkum að óvissan getur búið um sig og ef barnið fær ekki aðstoð mun það halda áfram að ruglast mánuðum, jafnvel árum saman.


Tags

dyslexia, lesblinda, lesblindugreining, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun, Lestur


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>