August 4

Les barnið þitt svona (hljóðdæmi)?

0  comments

Lestrarvandi birtist í ýmsum myndum og oft er erfitt fyrir foreldra að greina hvort lesturinn sé á réttri leið.  Hér skoðum við áhugavert hljóðdæmi af 9 ára nemanda sem átti erfitt með lestur frá upphafi skólagöngu.

More...

Nemandinn sem les var 9 ára (3. bekk) þegar upptakan var gerð.  Upptakan var að sjálfsögðu framkvæmd og notuð með leyfi bæði barns og foreldra.

Undirbúningurinn hófst um 5 ára aldurinn

Vegna sögu um lestrarörðugleika í fjölskyldunni tók móðirin þá ákvörðun að byrja undirbúning fyrir lestrarnámið með skipulögðum hætti - snemma.  Heimalestri var alla tíð vel sinnt og lestrarörðugleikarnir voru því ekki "afleiðing" slugsaháttar.

Margir foreldrar hafa greint mér frá sektarkennd sem þeir upplifa vegna skilaboða frá skólanum um að það þurfi bara að sinna heimalestri vel, nemandinn þurfi bara að æfa sig betur.

Flestir foreldrar sinna heimalestri af kostgæfni og eru að gera hlutina eftir bestu samvisku.  Enginn vill sjá barnið sitt þjást við það að geta ekki lesið.

Algeng einkenni lestrarörðugleika

Við upphaf lestrarnáms geta lestrarörðugleikar birst í mörgum myndum.  Á þessu stigi skiptir í raun litlu máli hvort um lesblindu sé að ræða (dyslexia), flest börn fá strax aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru.

Algeng einkenni lesblindu

kannast þú við

 • Stafaruglingur, einkum á formlíkum bókstöfum eins og "b/d, o,ó" osfrv.
 • Algeng orð eru oft lesin vitlaust, jafnvel smáorð.
 • Nemandinn les hægt, tengir saman hljóð stafanna (hljóðar) fremur en að "nefna" orðið.
 • Lesturinn flæðir ekki, hann er hægur og hikandi, nemandinn þarf að brjóta heilann til að lesa.
 • Nemandinn hefur lítið úthald og þreytist fljótt.
 • Lítill áhugi, tilfinningasveiflur, mótþrói eða grátur.

niðurstaða

Einkenni lesblindu geta verið persónubundin og breytileg milli einstaklinga.  Ef þig grunar að barnið þitt gæti verið lesblint getur þú smellt hér til að framkvæma ókeypis lesblinduskimun.

Barnið fékk sérkennslu í lestri

Nemandinn sem um ræðir fékk góðan stuðning bæði heima og í skóla.  Sérstakir lestrartímar voru í boði og var barninu að öllu leyti vel sinnt.  Þegar móðir hans hafði samband við mig var hún í raun að biðja um hjálp, þar sem öll hefðbundin úrræði höfðu ekki skilað árangri. 

✅ Undirbúningur byrjaði snemma, við 5 ára aldurinn
✅ Heimalestur var tekinn föstum tökum frá upphafi
✅ Barnið fékk sértæka aðstoð og stuðning í skólanum

Um léttlestrarbókina "Mús í móa"

Þrátt fyrir að vera á 3ja ári í skóla strögglar nemandinn við að lesa léttlestrarbókina "Mús í móa", sem er lögð fyrir nemendur við upphaf lestrarnáms.  Það er ljóst að barnið réð engan veginn við efni síns aldurshóps.

Orðin í bókinni eru stutt og endurtekin oft.  Þrátt fyrir það gekk barninu illa að lesa af öryggi.

Það hversu erfitt nemandinn átti með að lesa svo "auðlesinn" texta segir bæði margt um erfiða stöðu og ekki síst hve litlar framfarir höfðu átt sér stað frá upphafi skólagöngunnar.

Hljóðdæmi - 9 ára drengur les (fyrir og eftir)

Í myndbandinu heyrum við nemandann lesa við upphaf inngrips, og svo aftur eftir að hafa farið í gegnum lestrarþjálfun.  Það skal tekið fram að staða nemandans bæði fyrir og eftir er einstök og ekki er hægt að alhæfa neitt út frá þessum niðurstöðum.

Hver voru vandamálin í lestrinum?

Fyrst vil ég nefna nokkuð sem ég tel vera algengt þegar lestrarörðugleikar eru annars vegar:

👉 Þrátt fyrir að fylgja tilmælum og sinna heimalestri vel, þá er EKKI verið að vinna í því rót vandans!

Og hvað meina ég með því?  Mér finnst finnst vera ofuráhersla á "æfinguna" eða "framkvæmdina" sjálfa.  Það er gengið út frá því að lestrarörðugleikarnir hverfi við það eitt að LESA.

Vissulega skiptir þjálfun miklu máli, og heimalestur spilar þar lykilhlutverk.  En þegar eitthvað er að, þá þarf að laga það, og það þarf að gera með markvissari hætti en "bara" að lesa

Veikleikar hjá nemandanum:

 • Stafaruglingur var enn til staðar (ekki alltaf augljóst)
 • Sjónrænn orðaforði var lítill
 • Hljóðalestur lék enn lykilhlutverk hjá nemandanum þegar hann las
 • Myndlaus orð (smáorð)

Hvað þýða þessir veikleikar fyrir nemandann:

Þrátt fyrir að sinna heimalestri vel var nemandinn ekki að uppskera samkvæmt því.  Mánuðum og árum saman gerði nemandinn sömu mistökin án þess að "stoppað væri í götin".  Það er ekki nóg að benda nemandanum á mistökin, flestir foreldrar eru duglegir að leiðrétta börn sín.

Óvissa getur skapað lestraörðugleika

Nemandi sem ruglast á stöfum, þarf að brjóta heilann til að komast að niðurstöðu.  Það sama gildir um orð.  Heilabrot eru þreytandi sem sést best á því hversu oft nemendur giska.


Til að koma lestrarnáminu á skrið þarf að finna óvissuþættina svo hægt sé að laga þá.  Það gerist ekki með því að lesa heima í 20 mínútur á dag.  Marvissari nálgun þarf til.

Hvers vegna gekk lesturinn betur eftir námskeið?

Seinni hljóðprufan hljómar betur vegna þess að nemandinn hefur fengið aðstoð við að eyða óvissu.  Meiri þjálfun þarf auðvitað að koma til, enda hefur nemandinn misst úr gríðarlegan tíma við það að staglast í texta án þess að vinna raunverulega í því sem var að.

Handahófskenndar leiðréttingar duga ekki fyrir nemanda sem á erfitt uppdráttar í lestri.

Þegar nemandinn hafði fengið tækifæri til að fara kerfisbundið í þætti sem tengjast lestrartækninni var auðveldara fyrir hann að lesa texta sem áður hafði verið erfiður.

Í hnotskurn: Með því að tækla óvissuþætti lestrarins batnaði viðbragð nemandans, varð sjálfvirkara
Lestrargetan batnar þegar nemandinn:

✅ Er laus við stafarugling
✅ Þá getur hann hljóðað framandi/erfið orð
✅ Lærir að "nefna" orð í stað þess að festast í "hljóðun" (hægur lestur)
✅ Nær að byggja upp "sjónrænan orðaforða" (orð sem hann ber kennsl á, án þess að hugsa).

Lestraþjálfun fyrir nemendur í 1.-6. bekk sem þurfa hjálp

Hvernig virkar Lesum hraðar?

Lesum hraðar

 • Bætir viðbragð og nefnuhraða
 • Minnkar eða lagar stafarugling
 • Léttir lesturinn, bætir flæði
 • Æfingarnar taka bara 3-5 mínútur á dag

Einkenni veikleika

 • Hægur, hikandi lestur
 • Ágiskanir
 • Þreyta eða pirringur
 • Stafaruglingur

Er Lesum hraðar fyrir þitt barn?

Ef þú átt barn sem hefur gengið illa að ná tökum á lestri eða sýnir þessi einkenni sem nefnd eru hér að ofan, þá ættir þú að nota Lesum hraðar samhliða heimalestrinum.

Hljóðalestur er ávísun á slakan nefnuhraða

Hvað er hljóðalestur?  Hljóðalestur er það þegar nemandinn tengir saman hljóð stafanna svo úr verði orð.  Hljóðalestur er fyrst og fremst lestrarkennsluaðferð - ekki lestraraðferð.  Mikilvægt er að gera greinarmun á þessu.

Nefnuhraði er mikilvægur, en það er í raun mæling á því hversu lengi nemandinn er að bregðast við bókstaf eða orði.

Hvað er nefnuhraði?

Um 75% erfiðleika í lestri má rekja til nefnuhraða!

Nefnuhraði er tíminn sem það tekur nemandann að nefna bókstaf eða orð.  Nefnuhraði er í raun  mæling á viðbragði nemandans.  Slakt viðbragð gefur til kynna að "umskráningin" er ekki sjálfvirk, og nemandinn strögglar eða erfiðar við að bera kennsl á bókstaf eða hugtak, án þess að hugsa.

Eitt helsta merki þess að barn þarf hjálp er slakur nefnuhraði.  Ástæðan er sú að nemandinn festist í hljóðun, lengur en æskilegt er.

Þess vegna skiptir viðbragðið máli í lestrinum

Gott viðbragð segir okkur að nemandinn veit svarið - án þess að hugsa.  Eigi lestrarnám að ganga vel þarf nemandinn t.d. að geta nefnt alla 72 há- og lágstafi af 100% öryggi.  

Hljóðalestur (að tengja saman hljóð stafanna) mun ekki ganga vel þegar nemandinn er enn að ruglast á stöfum.

Lesum hraðar lestrarþjálfunin styrkir viðbragðið

Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið var hannað frá grunni til að bæta viðbragð nemandans.  Með markvissum hætti (sem taka bara 3-5 mínútur á dag) nær barnið að bæta viðbragðið sitt og öðlast þannig öryggi sem nauðsynlegt er eigi lestrarnámið að ganga betur.

Nánari upplýsingar um Lesum hraðar lestrarþjálfunina finnur þú hér.


Tags

dyslexia, lesblinda, lesblindugreining, lestrarkennsla, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun, Lestur


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>