ER BARNIÐ ÞITT LESBLINT EÐA LESTURINN Í KLANDRI?

lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra

Hjálpaðu þínu barni heima með aðferðum sem það skilur og tengir við

Lestrarkennsla byggir á hljóðaaðferð. Stór hluti lesblindra barna á hins vegar í erfiðleikum með hljóðaúrvinnslu. Þeim er ætlað að læra lestur með aðferð sem byggir á veikleikum þeirra.
Hvernig myndi þeim ganga ef kennsluaðferðin tæki mið af styrkleikum?

Stefnir lestrarnámið í strand?

Gengur illa að læra stafina?  Er stafaruglingur þrálátur og lesturinn eintómt ströggl og leiðindi?  Fallast þér stundum hendur eða fyllist þú vanmáttarkennd?


Þá gæti Lesblinduskólinn gæti verið svarið sem þú leitar að.

EKKI GLEYMA!

Lestrarörðugleikar hverfa ekki af sjálfu sér.  Vertu með í póstklúbbi Lesblinduskólans og ég sendi þér nánari upplýsingar og fróðleik um lestrarnám og lestrarörðugleika.

Skráning í póstlista Betra náms er ókeypis og án skuldbindingar

Lestrarkennsla sem nýtir styrkleika barnsins

Flest börn sem eiga erfitt uppdráttar í lestri eiga það sameiginlegt að njóta sín best í verklegum, skapandi greinum.  Væri ekki skynsamlegt að beita lestrarkennsluaðferðum sem byggja á styrkleikum nemandans, fremur en veikleikum? 

Verkleg og skapandi aðferð:

  • Örvar skilningarvitin
  • Meira úthald, minni þreyta
  • Minnkar rugling og niðurbrot 
  • Myndir betri fyrir minnið

Hljóðræn aðferð:

  • Örvar ekki ímyndunaraflið
  • Erfið og krefjandi fyrir marga
  • Getur ýtt undir rugling 
  • Erfiðara að muna tákn og hljóð

Lærðu að beita verklegum og sjónrænum aðferðum sem byggja á styrkleikum nemandans!

Betra nám kynnir

Lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra

Ég sé mikinn mun

Ég ákvað að skrá barn mitt á námskeiðið því hann hefur átt erfitt uppdráttar í lestri. Hann las hægt, þreyttist auðveldlega og ruglaði saman stöfum. Hann var farinn að dragast afturúr og ég vil gera allt svo hann haldi í sína jafnaldra.

Æfingarnar hafa gengið vel og sonur minn er alltaf spenntur að byrja, honum finnst þetta mjög gaman. Ég sé mikinn mun og það sem skiptir mestu máli er að hann sér sjáanlegan mun við hverja umferð.

Nú höfum við ekki verið lengi á námskeiðinu en ég sé strax mun á heimalestrinum. Það er kominn aukinn hraði hjá honum ásamt auknu sjálfstrausti, sem skiptir gríðarlegu máli. Við erum mjög sátt 😊

Ólöf Lára Ágústsdóttir ... Móðir

Hljóðunaraðferð getur valdið miklum vandræðum

Hljóðunaraðferð er ráðandi kennsluaðferð í skólum, en vissir þú að nemendur sem sýna lesblindueinkenni geta átt sérstaklega erfitt með þá aðferð?
70%

Lestrarkennsla byggir á hljóðun, en 70% nemenda kjósa helst sjónrænar námsaðferðir

30%

30% nemenda glíma við lestrarörðugleika.  Lítill hluti þeirra fær lesblindugreiningu.

70%

70% lesblindra glíma við hljóðkerfisraskanir.  Lestrarnám með hljóðun reynist þeim mjög erfitt.

Tengir þú við eftirfarandi?

  • Lestrarnámið hefur gengið brösuglega frá upphafi
  • Barnið les hægt, hikandi, giskar eða sleppir jafnvel orðum.
  • Lesturinn reynir á og barnið þreytist fljótt, getur pirrast eða sýnir mótþróa.
  • Barnið ruglaðist á stöfum og speglaði þá gjarnan við ritun.

Ég hef fengið meiri upplýsingar og lært meira núna en á öllum fundum með skólanum - öll árin frá upphafi!

Sigríður // Foreldi

Ég lærði tvímælalaust nýja hluti á námskeiðinu og fékk nýja sýn á lestrarnámið.  Eftirfylgnin var mjög góð og ég er hæstánægður með upplýsingaflæðið.

Lárus Gunnarsson // Foreldri

Ég öðlaðist betri skilning á vanda barnsins og lærði leiðir til hjálpar sem ég gat ekki fundið að væru til staðar í skólanum.  Öllum fyrirspurnum var líka svarað fljótt og vel.

Guðrún Helgadóttir // Foreldri


Um leiðbeinandann

Um mig

Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Ég lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og tók virkan þátt í að innleiða Davis lesblinduaðferðafræðina á Íslandi, fyrst sem framkvæmdastjóri Lesblind.com sem leiddi af sér stofnun Lesblindusetursins í Mosfellsbæ.  Betra nám tók svo við keflinu árið 2008.

Kolbeinn Sigurjónsson

Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.

Kolbeinn hefur verið ráðgefandi í fjölmiðlum varðandi umræðu um nám og námsörðugleika


Lestrarnámskeið fyrir 200.000.- krónur eða tugi þúsunda á mánuði?

Margir foreldrar eru úrræðalausir gagnvart lestrarvanda barnsins.  Lestrarvandinn á sér yfirleitt langa sögu og hefur fylgt barninu frá upphafi lestrarnáms.  Óljóst er hvaða úrræði eru í boði og hvað skal gera.  Einkanámskeið geta kostað meira en 200.000.- krónur og kostnaður við staka einkatíma getur hlaupið á tugum þúsunda í mánuði, ef þeir eru þá í boði.  

FÆRÐU 90% ENDURGREITT?

Lesblinduskólinn er námskeið fyrir foreldrið - ekki barnið.  Þess vegna gætir þú fengið allt að 90-100% námskeiðsgjaldsins endurgreitt frá þínu stéttarfélagi.  Vinnumálastofnun endurgreiðir allt að 70%.

Fyrir hverja er Lesblinduskólinn?

Nemandinn

  • Er í 1.-10. bekk
  • Gerir sér grein fyrir vandanum og vill hjálp
  • Finnst auðvelt að vinna í höndunum

Foreldrið

  • Hefur sinnt heimalestri
  • Vill taka lestrarnámið föstum tökum heima
  • Er fróðleiksfúst og opið fyrir annarri nálgun

Ath. Lesblindugreining er ekki forsenda námskeiðs

Hvernig virkar námskeiðið?

Fræðsla, leiðbeiningar og stuðningur sem gerir þig að besta stuðningsaðila barnsins

✅Fjarnámskeið fyrir foreldra með persónulegum stuðningi
✅Aðgangur að heimasvæði með kennslu og æfingum
✅Þú öðlast þekkingu og færni til að takast á við lestrarvanda barnsins
✅Persónulegur stuðningur frá mér, svo þú færð öllum þínum spurningum svarað


Lesarar efnis

Kolbeinn Sigurjónsson

Lesblinduráðgjöf

Kolbeinn er höfundur námskeiðsins og leiðbeinandi foreldra.

Guðni Kolbeinsson

Þýðandi og þulur

Guðni les valda kafla námskeiðsins um eðli og einkenni lestrarörðugleika.

Skapandi einstaklingar þurfa skapandi aðferðir

VINSTRA HEILAHVELIÐ
Tvívíð, línuleg hugsun.  Tákn, tölur og tími.

Í skólanum er lestur kenndur með hljóðaaðferð, þar sem nemandinn lærir að lesa með því að tengja saman hljóð stafanna.

Hljóðaaðferð hentar börnum með lestrarörðugleika oft illa.

HÆGRA HEILAHVELIÐ

Þrívíð, myndræn og skapandi  hugsun.  Form og litir.


Börn með frjótt ímyndunarafl blómstra oftast í verklegum, skapandi greinum - en eru líklegri til að lenda í erfiðleikum með lestur.


Lesblinduskólinn byggir á skapandi aðferðum sem henta þessum hópi vel.

Lesblinduskólinn:

  • Byggir á styrkleikum barnsins
  • Verkleg nálgun sem örvar fleiri skilningarvit
  • Skapandi upplifun skilur meira eftir sig
  • Ræðst að rótum lestrarvandans

Hefðbundin lestrarkennsla:

  • Byggir á hjóðaaðferð - veikleikum barnsins
  • Endurtekning er helsta vopnið
  • Sama aðferðin fyrir alla nemendur
  • Tekur ekki á rótum lestrarvandans

Leir örvar fleiri skilningarvit

Við nýtum okkur leir með markvissum hætti.

✅Örvar bæði heilahvelin
✅Virkjar  "hug og hönd"
✅Ruglingur minnkar
✅Kennslan ristir dýpra
✅Nemandinn man meira - og lengur

Lesblinduskólinn

Lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra barna sem ströggla í lestri

  • Þitt heimasvæði með vönduðum leiðbeiningum
  • 3 stuðningssímtöl á markvissum tímapunktum námskeiðs
  • Stuðningur í tölvupósti
  • Aðgangur að kennsluefni og stuðningur í 3 mánuði

90% ENDURGREITT?

Lesblinduskólinn er námskeið fyrir foreldra.  Þess vegna gætir þú fengið 90-100% námskeiðsgjaldsins endurgreitt frá þínu stéttarfélagi.  Vinnumálastofnun endurgreiðir allt að 70%.

30 DAGA ENDURGREIÐSLUÁBYRGÐ

100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu

VELDU LEIÐ

Engin binding - þú hættir þegar ykkur hentar!
Húnninn

Lesblinduskólinn


19.900.-/mán

  • Endurnýjast á 30 daga fresti
  • 100% fjarnámskeið
  • 3x45 mín símaráðgjöf kr. 44.700.-
  • Lesum hraðar viðbragðsþjálfun kr. 11.900.-/mán

👉Ef þátttaka þín í Lesblinduskólanum stendur og fellur með endurgreiðslu stéttarfélags, skaltu kanna stöðu þína hjá þínu félagi áður en þú pantar stöðusímtalið.


Ókeypis stöðusímtal

Engin skuldbinding og 100% ókeypis!

👉Til að fá sem mest út úr símtalinu, skaltu fyrst:
✅ Horfa á myndbandið efst á síðunni
✅ Fara yfir allt efni síðunnar

Spurt og svarað

Einkakennsla fyrir foreldra


Barnið mitt sýnir lestri lítinn áhuga, er það vandamál?

Barnið mitt hefur ekki verið greint lesblint, gengur það?

Hve langan tíma tekur námskeiðið?

__CONFIG_optin__{"optin":0,"color":"light","size":"medium","text":"Subscribe Now","layout":"horizontal","tve_shortcode_rendered":1}__CONFIG_optin__
>