Betra nám í fjölmiðlum
Halló,
Ég heiti Kolbeinn
Ég hef starfrækt Betra nám frá 2004 og á þeim tíma notið þess að geta veitt ráðgjöf í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun, oftast í tengslum við lestrar- eða námsörðugleika einhvers konar. Hér er brot af þeirri umfjöllun.








Útvarpsviðtöl
Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson spjalla við Kolbein um Lesblindu og Lesum hraðar þjálfunina á Rás 2.
Hulda Bjarnadóttir og Svali ræða við Kolbein um Lestur og Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið á K100.
Kolbeinn í viðtali hjá Frosta Logasyni og Mána Þorkelssyni þar sem farið er vítt og breytt og rætt um nám, PISA og námsörðugleika í víðu samhengi.
Sirrý hjá Rás 2 bauð okkur til sín til að ræða stærðfræðikennslu og stærðfræðinámskeiðið Hraðbraut.
Gulli Helga og Heimir Karlsson ræða við Kolbein um minni, námstækni og lestrarörðugleika.
Blaðaviðtöl
January 24, 2019
Davis lesblindunámskeiðin hafa hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim í glímunni við lesblindu. Davis kerfið er nefnt eftir höfundi þess, Ronald D. Davis, sem var greindur með lesblindu og einhverfu á barnsaldri og átti jafnframt erfitt með tal. Ronald þróaði breyttar námsaðferðir sem henta vel þegar hefðbundnar aðferðir bera ekki árangur.

Morgunblaðið
„Þegar þetta gengur vel og börnin finna árangurinn, þá er þetta frábært,“ segir Kolbeinn Sigurjónsson sem á og rekur fyrirtækið Betra nám, en þar er boðið upp á upplýsingar, ráðgjöf og námskeið í tengslum við lesblindu og lestrar- og stærðfræðiörðugleika."