sérhönnuð námskeiðsúrræði fyrir 1.-10. bekk

LESBLINDA EÐA ADHD?

HVERS VEGNA AÐ SITJA HJÁ MEÐAN ERFIÐLEIKAR Í LESTRI EÐA STÆRÐFRÆÐI BRJÓTA BARNIÐ ÞITT NIÐUR - ÞEGAR ÞÚ GETUR GRIPIÐ INN Í STRAX Í DAG?

Sérsniðin fjarnámskeið fyrir nemendur sem þurfa hjálp, hafa lítið úthald og takmarkaða athygli

Námskeiðin eru einföld í notkun, spara tíma og eru hagkvæmari en einkatímar

Margir foreldrar eyða miklum tíma og orku í leit að aðstoð innan skólans.  Vegna mikillar eftirspurnar neyðast skólar til að forgangsraða og því komast mun  færri nemendur að en þurfa.  Mikill þrýstingur verður svo til þess að nemendur eru oft teknir út á þeim forsendum rýma fyrir verr stöddum nemendum.  Á meðan tapast dýrmætur tími.

Á endanum missa margir nemendur móðinn, áhugann og viljann og þá fyrst verða góð ráð dýr.

Nemendur sem sýna veikleikamerki í lestri og stærðfræði á fyrstu námsárunum dragast oft hægt og bítandi aftur úr þegar líður á skólagönguna.  Með því að veita barninu þínu besta mögulega stuðninginn heima - skapast loks sá stöðugleiki sem þarf til að ná tökum á vandanum til lengri tíma.  Ég hjálpa ykkur að finna leiðina.  Hafðu trú á þér, þá mun barnið þitt öðlast trú á sér.

Ég heiti Kolbeinn og ég hef unnið með fólki á öllum aldri í rúm 20 ár sem glímt hafa við námsörðugleika (einkum börn sem basla í lestri og stærðfræði).  Margir foreldrar telja sig hvorki hafa tíma né þekkingu til að gerast stuðningsaðilar barna sinna þegar námsörðugleikar eru annars vegar.  Ég er hér til að telja þér trú um að þetta sé ekki bara hægt, heldur er þetta líka skynsamlegt og hagkvæmt.

Ég vona að þú finnir hér þær upplýsingar sem þú leitar að og vil benda þér á að velkomið er að senda mér skilaboð ef þú hefur spurningar.  Þú getur svo líka lesið meira um mig neðar á síðunni.

Kolbeinn Sigurjónsson

Lesblinduráðgjafi, Betra nám

Ummæli foreldra og nemenda

Námskeiðayfirlit

Vönduð fjarnámskeið, sérhönnuð fyrir nemendur sem standa illa og þurfa hjálp.

100%

ÁBYRGÐ

100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga!

Fjarnámskeiðin eru vönduð og þú hefur aðgang að persónulegri aðstoð til að tryggja að ykkur gangi sem best.  Ykkar árangur skiptir öllu máli, enda stendur ykkur til boða full endurgreiðsla innan 30 daga ef námskeiðið stendur ekki undir væntingum.

LESUM HRAÐAR - Lestrarþjálfun

1.-6. bekkur

Gengur lestrarnámið hægt eða illa?

Lesum hraðar námskeiðið eykur öryggi og leshraða með einföldum æfingum sem taka aðeins 5 mínútur á dag og krefjast ekki bóka.  Hentar vel samhliða heimalestri.

REIKNUM HRAÐAR - Hugarreikningur og margföldun

3.-10. bekkur

Eflir talnafærni, margföldun og hugarreikning

Óöryggi í hugarreikningi getur valdið miklum erfiðleikum þegar stærðfræðin þyngist.  Reiknumhraðar þjálfunin eykur færni og öryggi í hugarreikningi, margföldun og talnameðhöndlun með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.  Ekkert að lesa og ekkert að skrifa.

STÆRÐFRÆÐI EFSTA STIG GRUNNSKÓLA

7.-10. bekkur

Fyrir unglinga sem standa illa eða hafa dregist aftur úr

Nemandi sem stendur tæpt eða hefur dregist aftur úr vantar grunn.  Almenn brot eru mikilvægur grunnur fyrir aðra stærðfræði, s.s. hlutföll, rúmfræði og algebru.  Á námskeiðinu öðlast nemandinn þennan grunn sem undirbýr hann undir upphafsáfanga í framhaldsskóla.

Glósuskólinn

Efsta stig grunnskóla, framhalds- og háskólanemendur

Námstækni sem minnkar námsálag, bætir minni og skilar betri árangri.  Og sparar tíma.

Lærðu námstækni sem hjálpar þér að draga verulega úr lestrar- og námsálagi.  Þú lærir að glósa minna en með áhrifaríkari hætti sem auðvelda þér að skilja efnið betur og muna það lengur.  Síðast en ekki síst lærir þú að læra fyrir próf á skemmri tíma og með skilvirkari hætti.

harpa móðir nemanda

Bara snilld!

Þetta er bara snilld! Sonur minn sem er orðinn 20 ára núna og er lesblindur fór á námskeið bæði í sambandi við lesblinduna og stærðfræðina og þetta gerði kraftaverk fyrir hann!

Ég á örugglega eftir að kaupa aftur fyrir tvo unga drengi sem eiga eftir að nýta sér þetta í framtíðinni.  Takk innilega fyrir!
Kærleikskveðja🙏

Kolbeinn Sigurjónsson - Höfundur námskeiða

um

Betra nám


Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Ég lærði lesblinduráðgjöf hjá DDAI og sérhæft mig í úrræðum tengdum námsörðugleikum, einkum vegna lesblindu og ADHD.

Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.

LESTRARÞJÁLFUN

1.-4. bekkur

Fer lestrarnámið hægt af stað?  Er lesturinn hægur, hikandi eða er úthaldið lítið?

REIKNINGUR

3.-6. bekkur

Er hugarreikningur erfiður, er talið á fingrum eða gengur margföldun illa?

ALLT UM ALMENN BROT

7.-10. bekkur

Allt sem skiptir máli á einum stað, í réttri röð.  Kennt skref fyrir skref frá A-Ö.

ALLT UM ALGEBRU

7.-10. bekkur

Allt sem skiptir máli á einum stað, í réttri röð.  Við kennum allt skref fyrir skref.

LESBLINDUSKÓLINN

Grunnskóli

Er barnið þitt lesblint eða gengur lestrarnámið illa?


MINNISÞJÁLFUN

20 ára og eldri

Svíkur minnið þig?  Gleymir þú nöfnum?  Minnistækni margfaldar minnisgetuna.

GLÓSUSKÓLINN

Framhalds- og háskóli

Lærðu námstækni sem minnkar lestrarálag verulega og eykur árangur á prófum.


GREINAR OG FRÓÐLEIKUR

Les barnið þitt svona (hljóðdæmi)?
Lestrarvandi birtist í ýmsum myndum og oft er erfitt fyrir foreldra að greina hvort lesturinn sé á réttri leið.  Hér[...]
Lesblinda hefur mikil áhrif á frammistöðu í námi
"Einn af hverjum tíu segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu í námi. Því meira sem[...]
Hvernig geta 5 mínútur á dag lagað lesturinn?
Í þessu myndbandi skoðum við hvers vegna foreldrar ættu að fylgjast vel með "nefnuhraða" barnsins þegar það les, en nefnuhraði[...]
Allt sem þú þarft að vita um LESUM HRAÐAR á minna en 2 mínútum!
Áttu barn sem les hægt eða strögglar við að ná tökum á lestri?  Er stafaruglingur í gangi, hikar barnið eða[...]
Lestrarþjálfun sem vinnur með heilanum – en ekki móti
Að ná tökum á lestri getur reynst þrautin þyngri fyrir mörg börn.  Við upphaf lestrarnáms geta ýmsir erfiðleikar komið upp,[...]
Reikniblinda – viðtal
Mjög áhugavert umfjöll á Rás 1 þar sem talað var við Ragnheiði Unnarsdóttur og Regin Unnarsson um stærðfræðiörðugleika og reiknablindu[...]
Basl í stærðfræði?
Áttu ungling sem gengur illa í stærðfræði?  Hefur stærðfræðin verið þung og erfið í langan tíma?  Fyrir nemanda sem hefur[...]
Ótrúleg breyting á lestrargetu 13 ára drengs
Lestrarörðugleikar geta haft gríðarleg áhrif á líðan og námsgetu barna.  Lestrarnám er því út af fyrir sig alvöru nám.  Í[...]

Er barnið þitt lesblint?

Hefur heimalesturinn skilað litlum árangri?  
Hvort sem barnið þitt er lesblint eða ekki,
þá eru miklir erfiðleikar í lestri vísbending um
að tími sé kominn á aðra nálgun.

Sérhæfð ráðgjöf og námskeið fyrir nemendur sem eiga erfitt updráttar í skóla.  Við einbeitum okkur að lestrar- og stærðfræðiörðugleikum og bjóðum í dag upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir í formi heimaþjálfunar fyrir þennan hóp.

Kolbeinn Sigurjónsson

Lesblinduráðgjöf, Betra nám

Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfað við lesblinduráðgjöf frá árinu 2004, eftir að hafa lært lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association (DDAI).  Kolbeinn tók þátt í að innleiða Davis lesblinduráðgjöf á Íslandi ásamt fleirum og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um nám og námsörðugleika.  Kolbeinn er einnig menntaður tölvunarfræðingur og með dáleiðsluréttindi.


>