áttu barn sem þarf
HJÁLP Í LESTRI EÐA STÆRFÐRÆÐI?
KOLBEINN SIGURJÓNSSON, LESTRARRÁÐGJÖF OG NÁMSKEIÐ
Velkomin á heimasíðu Betra nám!
Hæ,
loksins ertu hér!
Ég heiti Kolbeinn og hef hjálpað foreldrum og nemendum að ná betri tökum á lestri og stærðfræði í rúm 20 ár. Á þessum tíma hef ég þróað fjölda námskeiða sem eru sérsniðin að þörfum barna og unglinga sem glíma við erfiðleika í tengslum við lestur og stærðfræði.
20 ára sérhæfing í glímunni við lestrar- og stærðfræðiörðugleika
Vönduð fjarnámskeið sem eru einföld í notkun, spara tíma og eru hagkvæmari en einkatímar
Ummæli foreldra og nemenda
Strax munur eftir stuttan tíma
Sonur minn er með ADHD og hefur lestur gengið brösuglega hjá honum.
Það var mikið hik, og hann las orðin staf fyrir staf. Hann átti það líka til að ruglast á nokkrum stöfum.
Æfingarnar hafa gengið ótrúlega vel. Æfingarnar eru stuttar og mjög hnitmiðaðar, og appið er æðislegt
Ég sá strax mun hjá honum eftir mjög stuttan tíma. Ótrúlega gaman að vinna þetta með honum og honum finnst þetta líka skemmtilegt 🙂
Barnið mitt er tvítyngt og á erfitt með lestur og talar ekki rétt.
Æfingar hafa gengið mjög vel og ekki skemmir að þetta er í símanum svo þetta er alltaf við höndina. Eldra barnið og það yngra sem er fimm ára eru líka að prófa og oft eru þau að gera þetta saman í bílnum eða jafnvel úti í bæ.
Við sjáum framfarir sjást strax þetta er snilldar námskeið!
Les mun hraðar núna!
Barnið mitt var ekki að ná lestraviðmiðinu nógu vel og var hikandi við lestur.
Lesum hraðar æfingarnar hafa gengið mjög vel, við vinnum saman á hverjum degi en tökum okkur oftast frí um helgar.
Ég sá fljótt mun, barnið hefur bætt í sig um 20 orð á rúmum mánuði. Það les mun hraðar núna og er ekki jafn hikandi.
Barnið finnur sjálft mikinn mun og er öruggari með sig við lesturinn. Ég er mjög ánægð með námskeiðið!
100%
ÁBYRGÐ
100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga!
Fjarnámskeiðin eru vönduð og þú hefur aðgang að persónulegri aðstoð til að tryggja að ykkur gangi sem best. Ykkar árangur skiptir öllu máli, enda stendur ykkur til boða full endurgreiðsla innan 30 daga ef námskeiðið stendur ekki undir væntingum.
harpa | móðir nemanda
Bara snilld!
Þetta er bara snilld! Sonur minn sem er orðinn 20 ára núna og er lesblindur fór á námskeið bæði í sambandi við lesblinduna og stærðfræðina og þetta gerði kraftaverk fyrir hann!
Ég á örugglega eftir að kaupa aftur fyrir tvo unga drengi sem eiga eftir að nýta sér þetta í framtíðinni. Takk innilega fyrir!
Kærleikskveðja
GREINAR OG FRÓÐLEIKUR
Er barnið þitt lesblint?
Hefur heimalesturinn skilað litlum árangri?
Hvort sem barnið þitt er lesblint eða ekki,
þá eru miklir erfiðleikar í lestri vísbending um
að tími sé kominn á aðra nálgun.
Sérhæfð ráðgjöf og námskeið fyrir nemendur sem eiga erfitt updráttar í skóla. Við einbeitum okkur að lestrar- og stærðfræðiörðugleikum og bjóðum í dag upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir í formi heimaþjálfunar fyrir þennan hóp.
Um höfundinn
Kolbeinn Sigurjónsson lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004. Kolbeinn hefur sérhæft sig í úrræðum tengdum námsörðugleikum og hefur sinnt þjálfun, kennslu og ráðgjöf um árabil.